Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 4
4 25. september 2004 LAUGARDAGUR Forsætisráðherra um kennaraverkfall: Deilendur finni til sinnar ábyrgðar STJÓRNMÁL Kennaraverkfallið var ekki formlega á dagskrá ríkis- stjórnarfundar í gær og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra leggur áherslu á að það sé deilu- aðila, sveitarfélaga og samtaka kennara að finna lausn á deil- unni. „Staðan er mjög alvarleg og snertir hvert einasta heimili í landinu og vinnustaði. Deiluaðil- ar verða að finna til sinnar ábyrgðar og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna lausn. En þetta er á vettvangi sveitarfélaganna, ekki ríkis- stjórnarinnar.“ Halldór segir ekki á dagskrá að ríkið greiði fyrir samningum. „Það hefur ekkert komið til tals, enda væri það auðveld lausn ef alltaf væri gripið til þess. Ríkis- sjóður er engin hít sem alltaf er hægt að ganga í. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á sínum kjara- samningum og það verða sveitar- félögin líka að gera.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði að kennaradeilan hefði ekki verið á dagskrá ríkisstjórnarfundar. Aðspurð um hvort það þýddi að ekki hefði verið rætt um hana sagði hún: „Málið var ekki á dag- skrá.“ ■ Ómanneskjuleg afstaða kennara Formaður Þroskahjálpar spyr hvort það geti verið kennarastéttinni til framdráttar að beita fyrir sig fötluðum börnum í kjarabaráttu. VERKFALL Engar undanþágur hafa verið veittar í yfirstandandi kenn- araverkfalli. Í gær hafnaði fulltrúi kennara í undanþágunefnd að veita undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna en fulltrúi sveitarfélaga vildi veita undanþágu. Alls tók nefndin afstöðu til fimm beiðna og hafnaði þeim öllum, en sex beiðnir þóttu ekki formlega rétt fram settar og ein beiðni var sett í bið. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir að foreldrar fatlaðra barna hafi orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með niðurstöðu undanþágunefndar. „Maður hlýtur að spyrja sig að því hvort slík ákvörðun geti verið kennarastétt- inni til framdráttar – að beita fyrir sig fötluðum börnum og fjölskyld- um þeirra. Það er mín skoðun að kennarar eigi skilið að fá vel borg- að, en það er sama hve málstaður- inn er góður, það hljóta að vera tak- mörk fyrir því hvaða meðölum menn geta beitt,“ sagði Halldór. Gerður Aagot Árnadóttir, for- maður Foreldrafélags Öskjuhlíðar- skóla, þar sem um 100 fatlaðir nem- endur sækja skóla, tekur í sama streng: „Okkur er algjörlega mis- boðið yfir þessu og mér þykir það á mjög lágu pláni að beita fötluðum börnum í verkfallsaðgerðum. Það er að mínu mati ótrúlegt að kennar- ar skuli beita sér með þessum hætti. Þetta dregur úr tiltrú manns á kenn- arastéttina og ég get ekki ímyndað mér að allir kennarar séu sáttir við þessa niðurstöðu,“ sagði Gerður. Pálina Ósk Haraldsdóttir, sem á einhverfan son, sagði að verkfallið kæmi afar illa við fjölskylduna. „Ég er að breyta mínum vöktum og tek næturvaktir. Það þýðir að ég sef sama og ekkert og veit ekki hvað ég get haldið því lengi áfram,” sagði Pálína. „Þetta er algjört neyð- arástand og það er til skammar, og afskaplega ómanneskjulegt, að veita ekki undanþágur þeim sem eru mest þurfandi.“ Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi kennara í undanþágunefnd, segist ekki eiga von á því að afstaða nefnd- arinnar breytist þegar kemur að af- greiðslu fleiri undanþágubeiðna. „Samkvæmt þeim rökstuðningi sem ég lagði fram við afgreiðslu undan- þágubeiðnanna í dag tel ég að ekki sé uppi neyðarástand frekar en á starfsdögum kennara, jólafríi eða páskafríi,“ sagði Þórarna og bætti við að ákvörðun um að hafna undan- þágubeiðnum nú væri sett fram í trausti þess að verkfallið leystist fyrir næstu helgi. Aðspurð um hvort ekki hefði verið tilefni til að taka tillit til sér- stakra aðstæðna fatlaðra barna sagði Þórarna: „Það eru misjafnar aðstæður hjá fólki, bæði þeim sem eiga fötluð og ófötluð börn, og á þessum tímapunkti geri ég í raun- inni engan greinarmun á fötluðum nemendum og ófötluðum,“ sagði Þórarna. borgar@frettabladid.is SKEMMDUR BÚTUR Skemmdi búturinn á annarri leiðslunni var dreginn upp úr höfninni í Eyjum í gær. Annar bútur var settur til bráðabirgða í gærkvöld. Vatnsleiðslan til Vestmannaeyja: Alvarlegar skemmdir VATN Í ljós hefur komið að skemmd- irnar á leiðslunum tveimur sem flytja ferskt vatn til Vestmannaeyja eru alvarlegar og mun taka nokkurn tíma að gera við þær að fullu. Þær fóru í sundur þegar verið var að grafa fyrir dýpkun hafnarinnar. „Við náðum að hreinsa af annarri leiðslunni og skemmdi kaflinn var sagaður burt,“ sagði Ívar Atlason, tæknimaður hjá Hitaveitu Suður- nesja. Til stóð að kafarar færu með nýjan bút niður í gærkvöld og kæmu honum fyrir til bráðabrigða. Ívar segir skemmdirnar alvar- legar. Næst verður gert við hina leiðsluna til bráðabirgða. Flóknara verður síðan að gera endanlega við leiðslurnar. „Til þess þurfum við að ráðfæra okkur við danska tækni- menn,“ segir Ívar. ■ ■ FLUGSLYSAÆFING Er íslenski fótboltinn leiðinlegur á að horfa? Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnvöld að grípa inn í verkfall kennara? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 17%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun GEORGE W. BUSH Forsetinn heilsaði upp á hermenn á leið til Íraks. Skoðanakönnun: Bush enn vinsælli WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjö pró- sentustiga forskot á demókratann John Kerry meðal líklegra kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir fréttastofuna Associated Press. Samkvæmt könnuninni fengi Bush 52 prósent atkvæða en Kerry 45 prósent. Óháði frambjóðandinn Ralph Nader mældist aðeins með eins prósents fylgi. Ánægja með störf Bush sem forseta hefur aukist og ánægja með frammistöðu hans í efnahags- og Íraksmálum er meiri en hún hefur áður mælst í könnun- um Ipsos í ár. ■ Forstjóri Hafró svarar Össuri: Störfum faglega og sjálfstætt STJÓRNMÁL Hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, um að færa starfsemi Hafrannsóknastofnun- arinnar undan sjávarútvegsráðu- neytinu sem fram komu í Frétta- blaðinu í gær falla í grýttan jarð- veg hjá Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnun- arinnar. „Hafrannsóknastofnunin er mjög sjálfstæð stofnun,“ segir Jóhann í viðtali við Fréttablaðið. „Við reynum að vinna eftir bestu faglegu getu.“ Jóhann segist ekki upplifa sig þannig að hann starfi undir „boð- valdi ráðherra“ eins og Össur hélt fram og sagðist ekki sjá að það myndi breyta miklu ef Hafrann- sóknastofnunin starfaði í tengsl- um við Háskóla Íslands. Þá kvaðst hann undrandi á þeim orðum Sam- fylkingarformannsins að „sovésk kredduhugsun“ væri ríkjandi í Hafrannsóknastofnuninni. Hann sagði hins vegar ljóst að erfitt væri að alþingismenn gætu hringt í einstaka starfsmenn og pantað hjá þeim verk. „Við verðum að samræma störf okkar, meðal ann- ars til að geta veitt eins góða þjón- ustu og hægt er.“ ■ Lögreglurannsókn: Handteknir fyrir mengun INDÓNESÍA, AP Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrir- tækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættuleg- um úrgangi í sjó með þeim afleiðing- um að íbúar í nágrenninu veiktust. Íbúar á eynni Sulawesi segja fyrirtækið henda arsenik- og kvika- silfursmenguðum úrgangi í hafið. Stjórnendur fyrirtækisins neita öll- um ásökunum og heita fullu sam- starfi við yfirvöld. Þá hafa banda- rískir sendiráðsstarfsmenn mótmælt handtöku mannanna, sem þeir segja óþarfa þar sem fyrirtækið hafi svar- að öllum spurningum yfirvalda. ■ KVEIKT Í BRAKI Í DAG Hátt í sjötta hundrað manns taka um þessar mundir þátt í flugslysa- æfingu á Reykjavíkurflugvelli, en æfingin nær hápunkti á há- degi í dag þegar kveikt verður í braki við austurenda flugvallar- ins. Æfð verða viðbrögð við því þegar flugvél með 90 manns inn- anborðs hlekkist á í flugtaki. Undirbúningur fyrir æfinguna hefur staðið í nokkra mánuði. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór segir stöðuna í kennaraverkfallinu vera mjög alvarlega og snerta hvert einasta heimili í landinu og vinnustaði. Hann segir deilendur verða að finna til sinnar ábyrgðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 83% M YN D /J Ó H AN N I N G I Á R N AS O N JÓHANN SIGURJÓNSSON Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar kannast ekki við að finna fyrir „boðvaldi ráðherra“ í starfi sínu. NEYÐARÁSTAND Hjónin Þórarinn Óskar Þórarinsson og Pálina Ósk Haraldsdóttir eiga soninn Allan Óskar, sem er einhverfur og þarf á sérkennslu að halda. 20. gr. Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Úr lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.