Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 6
REFSIVARSLA Rúmlega helmingur út- lendinga í íslenskum fangelsum árið 2003 afplánaði dóma vegna fíkniefnabrota. Af þrjátíu erlendum föngum í fyrra tóku sextán út refsingu fyrir brot á fíkniefnalögum. Fjölgun erlendra fanga í íslenskum fangels- um er því að stór- um hluta að rekja til hertra viður- laga vegna fíkni- efabrota. „Þetta eru merkilegar breyt- ingar,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Há- skóla Íslands. „Meginbreytingin er fjölgun fanga vegna fíkniefna- brota, hvort sem um er að ræða ís- lenska afbrotamenn eða erlenda,“ segir Helgi. Hann segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af alþjóða- væðingu síðustu ára. Skoða þurfi aukningu á dómum yfir útlending- um í ljósi alþjóðavæðingar og þess að ferðamönnum hingað til lands hafi fjölgað gífurlega. „Við erum að senda fleiri í fang- elsi vegna fíkniefnabrota, það er ljóst, og það á bæði við um íslenska ríkisborgara og erlenda. Ástæða er til að hafa efasemdir um hvort þetta skili sér í minni fíkniefna- neyslu en þetta er í öllu falli eitt- hvað sem fangelsi landsins finna fyrir,“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu Fangelsismálastofn- unar fyrir árið 2003 eru fangar sem afplána dóma vegna fíkni- efnabrota tæpur þriðjungur allra fanga á Íslandi. Helgi segir þetta hlutfall vera svipað og á hinum Norðurlöndunum og þróunin sé í svipaða átt þar. Hins vegar sitji um helmingur fanga í bandarísk- um fangelsum inni fyrir fíkni- efnabrot. Aðspurður hvort vænta megi þess að fjölgun refsidóma yfir út- lendingum hafi fælingarmátt á frekari innflutning segist Helgi draga það í efa. „Fíkniefnin koma að utan og oft er það þannig að selj- endur efnanna þar koma íslenskum innflytjendum í samband við er- lenda einstaklinga um að koma efn- unum hingað. Það felur í sér hlut- fallslega lítinn kostnaðarauka fyrir innflytjendurna að greiða slíkum „burðardýrum“ 100-300 þúsund krónur og forðast þannig áhættuna af innflutningnum sjálfum. Þrátt fyrir að dómum fjölgi og þeir þyngist verða alltaf til einstakling- ar sem eru reiðubúnir að taka þessa áhættu,“ segir Helgi. borgar@frettabladid.is 6 25. september 2004 LAUGARDAGUR Tilfærslur innan þingliðs Framsóknarflokksins: Siv í efnahags- og viðskiptanefnd ALÞINGI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Siv Friðleifs- dóttir, fráfarandi umhverfisráð- herra, taka við embætti varafor- manns efnahags- og viðskipta- nefndar þegar þing kemur saman á ný eftir næstu mánaðamót. Gengið verður frá skipan þing- manna í þingnefndir á þingflokks- fundi Framsóknarflokksins á þriðjudag. „Það hefur ekki verið rætt við mig um þessi mál sérstaklega,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, nú- verandi varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Þegar fyrirséð var að breytingar yrðu á niðurröðun í nefndir með tilkomu eins þingmanns, þá voru menn spurðir að því hvort þeir hefðu einhverjar sérstakar óskir og ég hafði engar slíkar,“ sagði Kristinn. Hann sagðist ekki telja óeðlilegt að einhver tilfærsla yrði innan þingliðsins í ljósi þess að óbreyttum þingmönnum flokksins fjölgar úr sex í sjö. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki staðfesta hvort hún yrði varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar. „Þingflokkurinn mun taka ákvörðun um það á þriðju- daginn,“ sagði Siv, sem er erlend- is en verður komin heim fyrir þingflokksfundinn. ■ Efast um að hertar refsingar skili árangri Fjöldi útlendinga sem afplána refsidóma í íslenskum fangelsum hefur sexfaldast á síðustu fjórum árum. Ástæðan er fyrst og fremst mikil fjölgun dóma vegna fíkniefnabrota. Afbrotafræðingur efast um að þetta skili sér í minni fíkniefnaneyslu. Sænskt fangelsi: Enn flýja fangarnir SVÍÞJÓÐ, AP Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred-fang- elsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fang- elsum þrátt fyrir að allir fang- arnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. Báðir fangarnir hafa gerst sekir um ofbeldisbrot og sagt er að annar þeirra hafi verið dæmdur fyrir morð, en það vildi lögregla þó ekki staðfesta. Ekkert hafði sést til þeirra í gærkvöldi. ■ ,,Þrátt fyrir að dómum fjölgi og þeir þyngist verða alltaf til einstak- lingar sem eru reiðu- búnir að taka þessa áhættu. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað Íslendingur hlaut silfur í 100metra hlaupi á Ólympíuleikum fatl- aðra í Aþenu? 2Hvað fór í sundur í höfninni í Vest-mannaeyjum á miðvikudaginn? 3Hvaða tvö stóru fjárfestingarfélögsameinuðust í fyrradag? Svörin eru á bls. 46 SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherrann fyrrverandi verður varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÁSTÆÐA TIL AÐ EFAST Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur efast um að fjölgun dóma og þyngri refsingar skili tilætluðum árangri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 1996 1997 1998 1999 2000 7 12 8 5 7 2001 21 2002 25 2003 30 FJÖLDI ÚTLENDINGA SEM LUKU AFPLÁNUN EÐA VORU Í AF- PLÁNUN UM ÁRAMÓT 1996- 2003 Heimild: Ársskýrsla Fangelsismálastofnunar 2003 1996 1997 1998 1999 2000 2 8 5 4 4 2001 14 2002 19 2003 16 FJÖLDI ÚTLENDINGA SEM LUKU EÐA VORU Í AFPLÁNUN UM ÁRAMÓT ÁRIN 1996-2003 VEGNA FÍKNIEFNABROTA Heimild: Ársskýrsla Fangelsismálastofnunar 2003 Framhaldsskólar: Um 69% læra erlent mál SKÓLAMÁL Um 69 prósent fram- haldsskólanema stunduðu nám í einhverju erlendu tungumáli skólaárið 2002 til 2003 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Tæp- lega 73 prósent stúlkna stunduðu nám í erlendu tungumáli saman- borið við tæplega 65 prósent drengja. Nemendum í erlendum tungu- málum hefur fækkað lítillega frá árinu 1999, þegar Hagstofa Íslands safnaði þessum upplýs- ingum fyrst, þá stunduðu ríflega 70 prósent framhaldsskólanema nám í erlendum tungumálum. Eftir breytingar á aðalnáms- skrá grunnskóla árið 1999 er enska fyrsta erlenda tungumálið í grunn- skólunum og jafnframt það mál sem flestir grunnskólanemendur læra. Rúmlega 27 þúsund grunn- skólanemendur læra ensku og tæplega 18 þúsund læra dönsku. ■ Alþjóðlegi siglingadagur- inn á morgun: Hátíðahöld á Miðbakka SJÓMENN Öryggisvika sjómanna hófst í gær, hún er haldin í tengsl- um við alþjóða siglingadaginn sem verður haldinn hátíðlegur á morgun. Í öryggisvikunni verður lögð áhersla á forvarnir í skipum og verður boðið upp á ýmsa dag- skrá. Hæst ber ráðstefnu um öryggismál sjómanna, sem verður haldin föstudaginn 1.október í há- tíðarsal Sjómannaskólans í Reykjavík. Á morgun, í tilefni alþjóða sigl- ingadagsins, verða hátíðarhöld á Miðbakkanum í Reykjavík frá kl. 13 til 16. Verður þar meðal annars flot- gallasundkeppni milli starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.