Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 14
Treysta ekki Geir Svo virðist sem áhrifamenn í Sjálfstæð- isflokknum og á stuðningsblöðunum, Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu, treysti því ekki fyllilega að varaformaður flokksins, Geir H. Haarde settur dómsmálaráðherra, fylgi flokkslínunni og skipi Jón Steinar Gunnlaugsson í embætti hæstarétt- ardómara. Er hafin mikil herferð Jóni Steinari til stuðn- ings. Felst hún m.a. í harðri gagnrýni á Hæstarétt og undirskriftasöfn- un meðal lög- manna þar sem áhersla er lögð á nauðsyn þess að fá mann með lögmannsreynslu í rétt- inn. Eru engin fordæmi fyrir slíkum vinnubrögðum í aðdraganda dómara- skipunar og sýnir hve málið er talið mikilvægt fyrir flokkinn og æðstu for- ystumenn hans. Líklegt er að Geir gangi frá skipun í embættið í byrjun næstu viku, en hann er nú staddur á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Hver sem niðurstaða Geirs verður má víst bóka að málið mun eiga sér framhald. Aðeins 2,2% á kjörskrá Fyrstu alþingiskosningarnar á Íslandi fóru fram árið 1844. Nú 160 árum síðar birtist fyrsta frumrannsóknin á kosningunum í tímariti Hugvísinda- stofnunar Háskóla Íslands, Ritinu, sem er nýkomið út. Það er Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor sem skoðað hefur gögn um kosningarnar sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni og fer hann ítar- lega í saumana á þeim. Niðurstaða hans er að ekki hafi verið mikið lýðræði í þessum fyrstu alþingiskosningum. „Efnaðasta sjöttungi bændastéttarinnar, eingöngu körlum, ásamt flestum sýslu- mönnum og kannski helmingi presta, um 2,2% af íbúum landsins, var boðið að velja 20 fulltrúa á ráðgefandi þing. Um 60% þeirra tóku boðinu, sjálfsagt margir af áhuga á þeirri pólitísku hreyf- ingu sem var að byrja að rísa í landinu, en vafalaust sumir af því að þeir töldu það skyldu sína sem þegna í veldi hins einvalda konungs að hlýða kalli embættismanns hans,“ skrifar Gunnar. Það er engu líkara en að kosninga- barátta sé hafin. Aldrei fyrr hefur stöðuveiting verið sótt – og varin fyrirfram – með jafnmiklum ákafa í fjölmiðlum eins og nú á sér stað með veitingu embættis hæstarétt- ardómara. Hópur lögmanna safnar undirskriftum til stuðnings sínum manni, Jóni Steinari Gunnlaugs- syni. Hnútur fljúga um borð. Mogginn krefst þess, í Stakstein- um og leiðaraplássi, að hæstarétt- ardómarar (að undanteknum Ólafi Berki Þorvaldssyni) geri hreint fyrir sínum dyrum og neiti að hafa lagt að vissum mönnum að sækja um embættið – ella segi þeir allir af sér. Eins og fyrir kosningar og prófkjör fyllist blaðið af með- mælagreinum með hinum eina sanna frambjóðanda. Eins og venja er í slíkum greinum er lofinu þykkt smurt á frambjóðand- ann. Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar á fimmtudaginn og kýs að spyrða saman tvo prófessora: Hannes Hólmstein Gissurarson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Þann fyrrnefnda telur hann sæta „ómál- efnalegum árásum“ illra afla. „Þessir aðilar særa en vilja ekki sjást, naga en vilja ekki nást og karpa en vilja ekki kljást“. Og heldur áfram: „Það er hins vegar alveg ótrúlegt að sjá hversu ötull dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son hefur verið við að svara þess- um óprúttnu röddum og telur greinarhöfundur beinlínis að um afburða kurteisi prófessorsins sé að ræða við þetta ágæta fólk“. Hugsið ykkur, eftir 13 ár í innstu kimum valdsins sætir þessi holdgervingur kurteisinnar enn svívirðilegum ofsóknum af hálfu pöpulsins! Og þá er komið að hin- um klíkubróðurnum, sem greinar- höfundur kýs að spyrða saman við hinn ofsótta Hannes Hólmstein. Hann heldur semsé áfram á þessa leið: „Sá prófessor, sem greinar- höfundur vill geta næst, starfar við Háskóla Reykjavíkur og er lög- spekingur mikill, ráðagóður mjög og býr yfir mikilli reynslu í mál- flutningi og menntun. Sá hefur staðið keikur í gegnum ótal boða- föll sem riðið hafa yfir hann æ ofan í æ. Hann stendur ávallt vörð um réttlætið og er tilbúinn að verja frelsishugsjónir af miklum þrótti. Eins og dr. Hannes þá virðist sem prófessor Jón Steinar Gunnlaugsson hafi einnig sína djöfla að draga sem nú leggjast á árarnar og sigla á sömu mið og ljósvíkingar Hannesar. Ávallt er ætlunin að stunda nornaveiðar og hamra á með óvild og beiskju. Það hefur verið eins með Jón og dr. Hannes að þar fer afar kurteis maður sem með rökræðu og skyn- semi nær að hrista af sér flesta óværu og halda sínu striki. Það er ljóst að ef undirritaður gæti kosið sér hæstaréttardómara, rétt eins og gerist víða um heim, yrði maður eins og Jón Steinar Gunn- laugsson tvímælalaust fyrir valinu að öðrum ólöstuðum“. Svo vill til að fyrir liggur á prenti nýlegt sönnunargagn um kurteisi þessa manns, rökræðu og skynsemi, og já, þá sérstöku dóm- greind, sem hann mundi leggja með sér í hæstarétt. Fyrst verður að gera stutta grein fyrir tilurð plaggsins. Sonur Jóns Steinars sótti nám í Verzlun- arskóla Íslands, útskrifaður vorið 1994. Hann var ötull félagsmála- maður og leiddi þátttaka hans í fé- lagslífi til lélegrar mætingar og lakra skila á verkefnum. Próf tók hann góð en auk þess ætlaðist fað- ir hans til að hann fengi 9 til 10 í kennaraeinkunn, m.a. í bókfærslu, en þar hafði hann aldrei skilað verkefni. Firrtist Jón Steinar við þegar þessi tilætlan gekk ekki fram og taldi skólastjórann, Þorvarð Elíasson, leggja drenginn í einelti, þótt skólastjóri hafi ekk- ert með vetrareinkunn að gera. Á vorin sendir skólastjóri Verzlunar- skólans út stöðluð bréf til allra grunnskólanemenda landsins sem eru að ljúka tíundabekk og býður þeim skólavist. Vorið 2002 fékk dóttir Jóns slíkt bréf, og svaraði Jón með bréfi, þar sem hann taldi að framferði skólastjórans gagn- vart syninum áður „benti til þess, að þú gengir ekki að öllu leyti heill“. Frábað hann sér bréf af þessu tagi til annarra barna sinna. Enn fór þó staðlað bréf frá Verzl- unarskólanum til yngri sonar Jóns sl. vor, eins og til þúsunda annarra nemenda. Í bréfi frá Jóni dags. 17. maí 2004 og stíluðu á skólastjóra Verslunarskólans, Þorvarð Elías- son, segir orðrétt: „Það er eins og þú skiljir ekki að þú ert einhver ömurlegasta persóna sem ég og fjölskylda mín hefur kynnst fyrr og síðar. Þú situr sem skólastjóri í framhaldsskóla og beitir þar geð- þóttavaldi og veitist að ungmenn- um við skólann og velferð þeirra með ofríki og fautagangi. Fram- koma þín bendir til þess að þú sért ekki heill heilsu. Það kemur auð- vitað ekki til greina að börn mín setjist á skólabekk í skóla sem lýtur yfirstjórn manns eins og þín. Þú verður að þjóna lund þinni á öðrum börnum en mínum. Efast ég ekki um að þú getir fundið þér við- fangsefni, sem hæfa innrætinu“. Skólastjórinn brást svo við að hann hengdi bréf Jóns upp á töflu á skólagangi, og því er það nú opinbert plagg og birtist í heild í DV í sumar. Loftungur þær, sem nú mæra Jón Steinar hvað ákafast fyrir af- burðakunnáttu í lögfræði, rök- ræðu, kurteisi og skynsemi, telja það „pólitískar ofsóknir“ ef honum verði ekki veitt það embætti, sem nú er laust við Hæstarétt. En mál- ið snýst ekki um pólitík. Hæsti- réttur er fullur af fólki, sem ber, eða hefur borið, flokksskírteini án þess að nokkur hafi nokkuð við það að athuga. Það sem máli skiptir er að menn beri traust til dómaranna um jafnaðargeð, óvilhallt mat á málsatvikum hverju sinni, að dóm- greind þeirra sé óskert af skoðun- um þeirra á þjóðmálum eða holl- ustu við Flokkinn sinn. Tíu ár liðu frá því Jóni Steinari sinnaðist við skólastjórann, og þartil hann skrifaði ofangreint bréf. Ber það vitni því jafnaðar- geði, hlutlægri yfirvegun og heil- brigðri dómgreind, sem dómari þarf að vera gæddur? Er þetta sú „rökræða og skynsemi“ sem Hæstiréttur getur ekki verið án? ■ S amfélagsumræða á Íslandi hefur að mörgu leyti þokast írétta átt og fetað veginn í átt til sanngirnis og skilningsmilli ólíkra viðhorfa. Þessa sér gleggst merki í því að betur hefur gengið að leysa ágreining á vinnumarkaði. Þróunin hefur verið í þá átt að fremur er horft til lausna en vandamála þegar sest er við samningaborð. Kennurum og viðsemjendum þeirra hefur þó gengið treglega að leysa sín mál. En verst hefur þó sjómönnum og útgerðarmönn- um gengið að semja um sín mál. Þvermóðska samningsaðila í kjarasamningum sjómanna hefur verið slík að ekki hefur verið gerður kjarasamningur í mörg ár. Lagasetning hefur verið lausnin sem gripið hefur verið til aftur og aftur. Þegar horfst er í augu við slíka stöðu hljóta báðir aðilar að líta í eigin barm. Meðal þeirra deiluefna sem óleyst eru milli sjómanna og út- vegsmanna er hvernig deila skuli út hagræðingu af fækkun í áhöfn. Hagræðing sem getur skilað greininni og þjóðarbúinu talsverðum hagsauka. Greiningardeild Íslandsbanka hefur það verksvið að meta stöðu efnahagsmála og þætti sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja sem skráð eru á markaði. Deildin hefur staðið framarlega í greiningu sjávarútvegsfyrirtækja og lagt margt til upplýstrar umræðu um greinina. Það er því eðlilegt að sérfræðingar hennar velti fyrir sér áhrifum af breyttu fyrirkomulagi við útgerð Sólbaks. Greining- ardeild Íslandsbanka bendir réttilega á að með styttri stans í landi og fækkun í áhöfn Sólbaks sé augljós hagræðing af fyrir- komulaginu. Ekki er tekin nein siðferðileg afstaða til fyrirkomu- lagsins, enda segir greiningardeildin að ekki liggi fyrir upplýs- ingar um hvernig ábatinn af fyrirkomulaginu skiptist milli áhafnar og útgerðar. Viðbrögð Árna Bjarnasonar, formanns Farmanna- og fiski- mannasambandsins, við þessari sakleysislegu greiningu verða að teljast afar vanstillt. Árni ritar grein undir fyrirsögninni: „Greindarskortur greiningardeildar Íslandsbanka“. Þar hvetur hann sjómenn til að eiga ekki viðskipti við bankann vegna grein- arkorns greiningardeildarinnar. Árni gerir þar engan greinar- mun á faglegri vinnu greiningardeildar sem er sjálfstæð frá yfirstjórn bankans og stefnu bankans sjálfs. Sá hótunartónn sem fylgir er forystumanni launahreyfingar ekki sæmandi og ekki til framdráttar skilningi á málstað sjómanna. Ef stéttarfélag sjó- manna telur útgerð Sólbaks brjóta á umbjóðendum sínum á að taka þann slag við útgerðina en ekki þriðja aðila úti í bæ. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem forystumaður launafólks ræðst á Íslandsbanka. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, gagnrýndi bankann harðlega fyrir að reyna að aðstoða starfsfólk sitt í þeim miklu vandræðum sem skapast af verkfalli kennara. Hótun ber vott um veikan málstað. Hún er ekki til þess fallin að auka samúð með málstað. Hún er merki um rökþrot. Hún er einungis til þess fallin að vekja upp spurningar um hvort ástæðan fyrir því að lítið þokast í kjörum umbjóðenda forystu- manna sem henni beita sé sú að þeir kunni ekki að leita sátta og samninga. ■ 25. september 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Forystumenn stéttarfélaga eiga að leita sátta og samninga. Hótun er merki um rökþrot Dómgreindarbrestur ORÐRÉTT Kurteisan mann í Hæstarétt Það hefur verið eins með Jón og dr. Hannes að þar fer afar kurt- eis maður sem með rökræðu og skynsemi nær að hrista af sér flesta óværu og halda sínu stri- ki. Það er ljóst að ef undirritaður gæti kosið sér hæstaréttardóm- ara, rétt eins og gerist víða um heim, yrði maður eins og Jón Steinar Gunnlaugsson tvímæla- laust fyrir valinu að öðrum ólöst- uðum. Sveinn Óskar Sigurðsson Morgunblaðið 23. september Ferlið er til skammar - en ekki Tinna Manni sýnast opinberar ráðning- ar orðnar mjög undarlegar. Það eru mörg dæmi um slíkt. Hins vegar óska ég Tinnu til ham- ingju og vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna að hún hafi verið ráðin í stöðuna. Það er ráðningarferlið sem er til skammar. Þórhildur Þorleifsdóttir DV 24. september FRÁ DEGI TIL DAGS gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG SKIPUN HÆSTARÉTTAR- DÓMARA ÓLAFUR HANNIBALSSON Það sem máli skiptir er að menn beri traust til dómaranna um jafnaðargeð, óvilhallt mat á málsatvikum hverju sinni, að dómgreind þeirra sé óskert af skoðunum þeirra á þjóðmálum eða hollustu við Flokkinn sinn. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.