Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 16
T inna Gunnlaugsdóttir erein af farsælustu leikkon-um landsins og á þegar glæsilegan feril að baki. Hún varð fimmtug fyrr á þessu ári og því fer vel á að hún söðli um á tíma- mótunum og takist á hendur að stýra stærsta leikhúsi landsins, fyrst kvenna. Öllum sem Tinnu þekkja ber saman um mannkosti hennar en þeir eru jafnframt sammála um að tíma taki að kynnast hennar innri manni. Tinna er dóttir Gunnlaugs Þórðar- sonar, lögmanns, og Herdísar Þorvalds- dóttur, leikkonu. Tengslin við leik- húsið eru þannig augljós enda var Tinna ekki há í loftinu þegar hún steig sín fyrstu spor á leiksvið- inu. Það var hins vegar ekki fyrr en hún byrjaði í Menntaskól- anum í Reykjavík að hún smitaðist af leiklistarbakterí- unni fyrir alvöru. Þar lék hún oft á Herranótt og má segja að örlög hennar hafi ráðist þar. Frá MR lá leiðin í gegnum leiklistarskóla SÁL til Leiklistarskóla Íslands en þaðan útskrifaðist Tinna árið 1978. Síðan 1982 hefur hún verið fastráðin leikkona hjá Þjóð- leikhúsinu og 1998 var hún kjörin forseti Bandalags íslenskra lista- manna. Sem barn var Tinna hægskipt- in og rólynd og samdi henni jafn- an vel við eldri systkini sín þrjú. Gestum sem heimsóttu fjölskyld- una í Bergstaðastrætið var gjarn- an boðið upp á dans- eða söngat- riði frá heimasætunni þannig að krókinn hefur tekið að beygja snemma. Þrátt fyrir þýða lund var hún alvörugefin og ákveðin telpa, „án þess þó að vera frek,“ eins og einn heimildamaður blaðs- ins segir. Tinna er enn í góðu sam- bandi við æskuvinkonur sínar en hún er af þeirri manngerð sem heldur fámennan en afar tryggan og traustan vinahóp. „Ég væri ekki búin að vera vinkona hennar í öll þessi ár ef hún væri ekki alveg dásamleg manneskja,“ sagði gömul vinkona hennar í samtali við blaðið. Þeir sem hafa kynnst henni á seinni árum eru á einu máli um að á bak við alvöru- gefið andlitið búi hlý kona með hjarta úr gulli. Það taki hana hins vegar dálítinn tíma að hleypa fólki nærri sér. Í starfi sínu hefur Tinna verið afar farsæl. Hún er s ö g ð jafnvíg á gam- anleiki og harmleiki og getur að sjálfsögðu túlkað allt þar á milli. Auk þess að láta ljós sitt skína á leiksviðinu hefur Tinna verið tíður gestur á sjónvarps- skjánum svo og á hvíta tjaldinu. Sennilega er hennar stærsta kvik- myndaverkefni hlutverk Þuríðar í „Ungfrúnni góðu og húsinu“ en fyrir það fékk hún afar góða dóma. Auk þess hefur hún leik- stýrt ýmsum leikritum við ágæt- an orðstír. Einn starfsbróðir henn- ar úr leikarastéttinni orðaði það svo: „Að vinna svona náið með henni hefur verið minn besti leik- listarskóli í gegnum tíðina.“ Sem forseti Bandalag íslenskra lista- manna hefur Tinna verið óþreyt- andi við að vinna að málstað lista- manna. Á sínum tíma vakti það á hinn bóginn athygli þegar hún sýndi framleiðendum kvikmynd- arinnar „Í skóm drekans“ lít- inn stuðning í baráttu þeirra við að fá myndina sýnda. Tinna lætur af embætti sínu á aðalfundi banda- lagsins síðar í haust. Listir og menning taka eins og búast má við mestan tíma Tinnu þegar hún er ekki að vinna, „hún er fagidjót“ eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Þess utan finnst henni skemmtilegt að ferðast og þannig lagðist hún í ársflakk um heiminn að loknu stúdentsprófi. Hún hefur líka verið kölluð náttúrubarn „sem hefur gaman af því að tína ber og sveppi og elda úr þeim góðan mat“. Þeir sem Fréttablað- ið ræddi við voru sam- mála um að hún sé vel að því komin að setjast í stól þjóðleikhússtjóra. Ekki er búist við róttækum breytingum fyrst um sinn enda er Tinna ekki b y l t i n g a r - m a n n e s k j a þótt hún eigi ef- laust eftir að móta starfið eftir sínu höfði. „Afskaplega ánægður með valið á henni. Rökföst og skipu- lögð og öguð í öllum vinnubrögð- um sem er afskaplega mikill kost- ur. Síðan hefur hún eyrun galopin og hlustar á fólk sem er mikill kostur í þessu starfi,“ sagði einn starfsbróðir hennar. Nánir vinir Tinnu telja ekki að hún hafi stefnt að þessu leynt og ljóst þótt þá sem næst henni standa hafi lengi grunað að þjóðleikhússtjóra- staðan freistaði hennar. Hins veg- ar settist hún á skólabekk haustið 2003 til að nema MBA-fræði í Há- skólanum í Reykjavík og það hlýtur að teljast vel ígrundaður leikur í ljósi skipunar mennta- málaráðherra nú rúmu ári síðar. ■ 25. september 2004 LAUGARDAGUR16 Semjum um föst heildarlaun Þegar þetta er skrifað er ekkert sem bendir til að lausn sé í sjón- máli í kjaradeilu kennara, – enn einni. Heima sitja börnin og geta ekki annað en undrast á hátterni fullorðna fólksins og foreldrar klóra sér í kollinum og vita ekki hvað skal til bragðs taka, flóttaleg til augnanna víkja þeir sér undan eðlilegum spurningum barna sinna: af hverju er ég í verkfalli? Kennarar eru ekki heldur í öf- undsverðri stöðu. Almenningur botnar svo ekki neitt í neinu enda virðist vita vonlaust að fá skil- merkilegrar upplýsingar um raunveruleg kjör kennara svo hægt sé að taka einhverja vitræna afstöðu í málinu. Kennarar segj- ast vera á sultarlaunum og hanga svo gott sem á horriminni á með- an þessi furðulega nefnd sveitar- félaganna, sem sveitafélögin fela sig á bakvið, segir þá sæmilega haldna. Allskonar tölum er haldið á lofti, stórum sem smáum. Kenn- arar skrifa í blöð og segjast rétt slefa yfir hundraðþúsund kallinn á meðan aðrir fullyrða að margir kennarar hafi hátt á fjórða hundrað þúsund í laun og rífleg frí. Þó virðist manni að einna helst sé rifist um hvernig eigi að skil- greina vinnutímann; svo sem kennslu, undirbúning, stjórnunar- stúss og alls konar smáverkefni. Til að reyna að gera mér betri grein fyrir hvernig kjaramálum kennara er raunverulega háttað heimsótti ég vefsíðu Kennara- sambands Íslands og prentaði út kjarasamning þeirra, sem varð nú aðeins til þess að gera mig enn ringlaðari. Kjarasamn- ingur Launanefndar sveitafélaga og Kennarasambands Íslands fyrir grunnskóla sem gildir frá 1. janúar 2001 til og með 31. mars 2004 (sem nóta bene rann út fyrir hálfu ári) er í 221 lið og 15 köflum. Þó er engin leið að átta sig kjörum kennara á öllum 55 síðunum. Í lið 1.1.1 er fjallað um föst mánaðar- laun og er launataflan í 180 flokk- um og skiptist ýmist eftir aldri eða öðrum skilgreiningum sem ómögulegt er að átta sig á en allar eru tölurnar heldur lágar. Þó er lítið á þessari ágætu töflu að græða því hún gefur aðeins brot af heildarmyndinni. Í lið 1.1.3 er fjallað um dagkaup kennara, þar segir, „Þegar unninn er 8 stunda vinnudagur reglubundið, reiknast brot úr mánaðarlaunum þannig, að deilt er með 21,67 í mánaðar- launin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugar- daga og sunnudaga frá upphafi til loka starfstíma.“ Einhverju nær? Í lið 1.3.1 er svo fjallað um starfsheiti sem eru tólf talsins, svo sem Leiðbeinandi 2, Grunn- skólakennari 1 og Umsjónarkenn- ari 4. Ég sem hélt að þetta væru allt kennarar! Síðan er fjallað um ýmiskonar aukagreiðslur; svo sem viðbótarlaun vegna verka- skiptingar og færni, viðbótar- flokka vegna prófa og leyfisbréfa, staðgengilslaun og viðbótarlauna- flokka vegna símenntunar. Enn eru ótaldar ýmsar tegundir yfir- vinnukaups og álagsgreiðslna. Eftir þetta gafst ég eiginlega upp á lestrinum en hef síðan tekið eftir því í fjölmiðlum að bæði full- trúar kennara og launanefndar- innar eru nú allt í einu orðnir sam- mála um að meðalheildarlaun kennara séu ríflega 250 þúsund krónur á mánuði. Látum það gott heita. Þetta þýðir hins vegar að ef tekið er mið af fáránlega lágum launum yngstu kennaranna hlýtur skalinn að fara álíka hátt upp hinum megin, þannig að einhver hluti kennara virðist allavegana hafa það bærilegt. Við lesturinn á þessum kostu- lega kjarasamningi vaknar óhjá- kvæmilega sú spurning hvort þetta sé ekki óþarflega flókið, og látum það bara vaða – vitlaust. Væri ekki nær að kjaraviðræður snérust um raunveruleg laun kennara í staðinn fyrir endalaust stapp um skilgreiningar sem engu skila – þótt það kunni að leiða til fækkunar á skrifstofum Kennara- sambandsins og Launanefndar- innar sem fá þá veigaminni verk- efni til að reikna og þvæla? Í fljótu bragði virðist það æði gam- aldags að vera með öll þessi smá- atriði í kjarasamningi. Ég trúi því varla að skólastjórnendum sé verr treystandi til að skipuleggja vinnutíma starfsmanna sinna en öðrum stjórnendum í atvinnulíf- inu. Allavegana þurfa trésmiðir ekki að hafa vinnutímaskilgrein- ingu í kjarasamningi sínum um hvern nagla sem þeir reka í vegg svo dæmi sé tekið. Væri ekki mun nær að semja bara um lág- marksheildarlaun fyrir kennara, til dæmis 280 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu og veita svo skólastjórnendum svigrúm til að greiða dugmestu kennurun- um dulítið til viðbótar án þess að það sé niðurnjörvað í kjarasamn- ingi. ■ MAÐUR VIKUNNAR Alvörugefinn einfari TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR NÝSKIPAÐUR ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI Kosningabaráttan hér vestra var í jafnvægi þessa vikuna. Kerry reyndi að brýna gagnrýni sína á Íraksstríðið en Bush smellti á Kerry vindhana- stimplinum rétt einu sinni. Bush má eiga það að hann á mjög auðvelt með að halda sig við sakramentið. Sælir eru einfaldir. Kosningabarátta Kerrys hefur verið svo frámunalega léleg að hann á vart skilið að vinna. Sæmilega skynsamt barn hefði staðið sig betur en þingmaðurinn frá Massachusetts í að bjóða upp á skýran valkost við seinheppna stríðsherrann frá Texas. Hins vegar hefur heimsbyggðin ekki efni á fjórum árum til viðbótar með George W. Bush við stjórnvölinn. Valið er aumt og það stendur upp á Kerry að hysja upp um sig buxurnar, hætta þessu hringli og bjóða upp á sannfærandi boðskap allt til loka baráttunnar. Í forsetakosningum í Bandaríkj- unum skipta skoðanakannanir á landsvísu litlu máli. Kosningarnar ráðast í hverju fylki fyrir sig og sá frambjóðandi sigrar sem tryggir sér fleiri en 270 kjörmenn í þeim saman- lagt. Galdurinn er sá að sigra í fylkj- um sem studdu andstæðingana í síð- ustu kosningum. Þar hefur Bush klárlega yfirhöndina. Hins vegar benda rannsóknir til þess að óá- kveðnir kjósendur eigi meiri samleið með Kerry. Þeir leggja mesta áherslu á efnahags- og heilbrigðismál og von- ir Kerrys felast í því að ná lausa- fylginu á síðustu vikunum, t.d. með góðri frammistöðu í kappræðunum framundan. Messa Bush á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni fjallaði um mannlega reisn, sem hann sagði drifkraft krossferðarinnar miklu fyrir lýðræði og frelsi í Mið- austurlöndum. Bandaríkin hafa ríkar skyldur að verja sem sjálfskipaður varðhundur lýðræðis í heiminum. Það er því forvitnilegt að skoða hvernig það birtist okkur hér vestra. Hér búa tveir risastórir flokkar. 40% þjóðarinnar vill hins vegar fá sterkan þriðja flokk til mótvægis við þá gömlu en kosningakerfið girðir fyrir það. Demókratar hafa reynt allt til að hindra forsetaframboð Ralphs Nader í hinum ýmsu fylkjum. Repúblikanar eru sakaðir um ofsóknir á hendur blökkumönnum í Flórida í því skyni að hindra þá í að neyta kosningarétt- ar síns. Báðir flokkar hafa komist upp með að breyta einhliða kjör- dæmamörkum í einstökum fylkjum. Repúblikanar í valdastöðum hafa t.d. fært hópa blökkumanna á milli kjör- dæma til að draga úr líkum á að þeir geti ráðið úrslitum í tvísýnum kosn- ingum. Þessi aðgerð ein er talin munu færa Bush nokkra tugi kjör- manna á silfurfati. Voldugir fjöl- miðlar eins og CBS hafa reynst ber- skjaldaðir fyrir fölskum áróðurs- brögðum óvandaðra aðila. Síðast en ekki síst hafa þrýstihópar litað kosn- ingabaráttuna með vafasömum aug- lýsingaherferðum. Allir muna eftir umræðunni um kosningasvindl í Flórida og víðar árið 2000 og margt bendir til að sagan muni endurtaka sig nú. Þetta er nú lýðræðið sem Bush vill breiða um heimsbyggðina. Það skal keypt dýru verði. Kross- ferðin mikla hefur nú þegar kostað allt að 30 þúsund óbreytta borgara í Írak lífið. Það eru tíu sinnum fleiri en létu lífið í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin ellefta september. Margir telja að bandaríski herinn neyðist til að vera í Írak allt að fimm ár til viðbótar að óbreyttri stefnu. Höfum við efni á því? ■ Hvað má lýðræðið kosta? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Væri ekki mun nær að semja bara um lág- marksheildarlaun fyrir kennara, til dæmis 280 þús- und krónur á mánuði fyrir fulla vinnu og veita svo skólastjórnendum svigrúm til að greiða dugmestu kennurunum dulítið til við- bótar án þess að það sé niðurnjörvað í kjarasamn- ingi. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KENNARAVERK- FALLIÐ ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.