Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 17
17LAUGARDAGUR 25. september 2004 Þótt verkfall kenn- ara komi sér illa fyrir mig og þúsundir annarra foreldra á Íslandi ætla ég samt að hvetja kennara áfram. Á móti verkfalli en styð kröfur kennara Þegar þessi orð eru skrifuð er dagur fjögur í verkfalli kennara. Það er allt útlit fyrir að þetta verkfall verði í vik- um talið þar sem næsti samninga- fundur er ekki fyrirhugaður fyrr en í næstu viku og mikið ber í milli. Til- efni þessa bréfkorns er að lýsa yfir stuðningi mínum við kröfur kennara, þótt vissulega sé ég á móti verkfalli eins og þorri þjóðarinnar. Verkfall er nefnilega neyðaraðgerð vinnandi fólks sem telur sig ekki fá sanngjörn kjör fyrir vinnuframlag sitt. Verk- fallsréttur er sjálfsagður réttur frjál- sra manna og dettur engum í hug að nýta hann nema brýna nauðsyn beri til og engin önnur leið sé fær. Það virðist nefnilega vera útbreiddur mis- skilningur þjóðarinnar að kennarar hafi gaman af að vera í verkfalli, þeir einfaldlega séu í verkfalli þar sem verkfallssjóðir þeirra séu svo digrir að út úr flæði. Hvernig dettur fólki annað eins í hug? Hver velur það að vera launalaus svo vikum skiptir og fá skömmtuð lúsarlaun úr verkfallssjóð- um? Fjölmiðlar ganga manna á milli og spyrja hvort fólk sé fylgjandi verk- falli! Auðvitað ekki! Það vill enginn fara í verkfall hvorki kennarar sjálfir né aðrir. Það er ekki þar með sagt að fólk styðji ekki kröfur kennara, á því er nefnilega munur. Ég, sem sagt, er á móti verkfalli en styð kröfur kennara. Hvernig get ég annað? Ég á tvö börn í grunnskóla sem vegnar vel og líður vel í skólanum. Það er kennurum þeirra fyrst og fremst að þakka. Í gegnum árin hafa samskipti okkar fjölskyld- unnar verið mikil og góð varðandi allt skólastarf barnanna. Kennarar barna okkar hafa unnið með öll þau mál sem upp hafa komið og leyst þau farsæl- lega. Saman höfum við tekist á við einelti, athyglisbrest og venjulega óþekkt. Við höfum verið í daglegu sambandi þegar illa gengur, og reglu- lega þess á milli. Við höfum kynnst öllum hliðum skólastarfsins í gegnum börnin okkar, þeim gengur afar vel í skólanum og það er ekki bara að þakka góðum erfðavísum okkar for- eldranna og góðu uppeldi. Nei, góðir kennarar hafa gert gæfumuninn, fag- fólk sem er við stöf sín miklu lengur en frá 9-5. Hvað ætli það taki svo sem langan tíma að kvitta í samskiptabók daglega? Eða senda daglegar skýrslur með tölvupósti til foreldra? Eða grafa upp aukaverkefni fyrir duglegan nemanda? Hlaupa í símann í kaffitíma þegar foreldri hringir (af því maður man aldrei hvenær þessir viðtalstím- ar eru)? Fylla út skýrslur til hjúkrun- arfræðinga eða sálfræðinga. Allt þetta og undirbúa svo daglega kennslu. Hefur hvarflað að einhverj- um að fyrir hvern tölvupóst sem við sendum kennara barna okkar, eyðir hann tíma í að svara til baka! Hvernig dettur fólki annað í hug en að kenn- arar vinni mikið og eigi að fá borgað samkvæmt því. Fari svo að kennarar þurfi að þrauka svo vikum skiptir til að fá kjör sín leiðrétt, styð ég þá í því. Ég vona að þeir láti ekki bugast. Þótt verkfall kennara komi sér illa fyrir mig og þúsundir annarra foreldra á Íslandi ætla ég samt að hvetja kenn- ara áfram - Gangi þeim allt í haginn. ■ GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR MÓÐIR TVEGGJA GRUNNSKÓLABARNA UMRÆÐAN KENNARAVERK- FALLIÐ ,, AF NETINU edda.is Aðferð sem gengur upp! Nútíminn krefst þess að fólk bæti sífellt við þekkingu sína, í skóla, á námskeiðum, í fjarnámi, með sjálfsnámi. Lærum að nema er heilsteypt námskerfi sem fjallar um þá þætti sem ráða úrslitum um árangur í námi. Lestrarlíkan – markvisst ferli við nám Glósugerð – hámarksnýting kennslustunda og heimanáms Tímastjórnun – lykill að því að eiga stundum frí Streitu- og kvíðastjórnun – sjálfsþekking og slökun Próf – undirbúningur og próftækni Kynningarverð 2.990 kr. Fullt verð 3.490 kr. Margmiðlunarefni og áskrift að vefsvæðinu NemaNet í eina önn fylgir bókinni. Framleiðsla á þjóðarvitund Á undanförnum árum hafa stjórnvöld verið iðin við að skapa sameiginlega sjálfsmynd sem flestir Íslendingar geta sæst á. Ég segi flestir því að þjóðernis- sinnuð framleiðsla á þjóðarvitund tekur einnig til þeirra sem ekki tilheyra hinum vaska þjóðarhóp. Í raun hefur þetta ár 2004 verið með ólíkindum hvað varðar framleiðslu á þjóðarvitund. Mikið hefur þannig borið á sýningum, ráðstefnum og bókaútgáfu svo eitthvað sé nefnt varð- andi 100 ára afmæli Heimastjórnar. Þjóðminjasafn opnaði með pomp og prakt og Borgarskjalasafn hélt sýningu um Reykjavík undir slagorðinu „á fleygi- ferð til framtíðar“. Bókartitill eins og „Frá kreppu til þjóðarsáttar“ er lýsandi fyrir það framfara hugarfar sem gegnsýrir íslenskt þjóðfélag nú á dögum. Útgáfa forsætisráðherrabókarinnar virðist ein- göngu vera rúsínan í pylsuendanum á þeim hátíðahöldum sem staðið hafa í ár. Spurningin sem ég ætla að leitast við að svara hér á eftir er því sú: Hvað er það í samtíma pólitík sem knýr á um útgáfu slíkrar bókar? Jón Þór Pétursson á kistan.is Betra en skáldskapurinn Og sagan [sem gengur í bænum] ágætu hlustendur, hún er þessi, að einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar hafi tekið sig til og skilað með handriti að nýjustu skáldsögu sinni skotheldri áætlun um markaðssetningu bókar- innar. Í svæsnustu gerð þessarar sögu kemur fram að markaðsáætlunin hafi verið töluvert lengri en skáldsagan sjálf og jafnvel ívið betur stíluð. Sagan segir að umrædd markaðsáætlun sé í nokkuð mörgum liðum, sumir segja 15 aðrir 30, þeir allra hörðustu á götum borgarinnar geta þulið upp liðina frá einum og uppí 20, menn fara með þetta eins og ljóðmæli. Sagan segir einnig að viðkomandi útgáfustjóri hafi tekist á loft þegar hann sá markaðsá- ætlunina og haft stærri orð um áætlun- ina en söguna. Höfundurinn á nokkrum dögum síðar að hafa spurt hvort út- gáfustjórinn hefði ekki lesið söguna sjálfa, og þá á útgáfustjórinn að hafa sagt: jú ég las hana en það er markaðs- áætlunin sem er algerlega að gera dag- inn fyrir mig. Höfundurinn þykir hér hafa hitt naglann á höfðuðið - í útgáfu- bransanum er talað um að markaðsá- ætlunin ein og sér ætti að duga til þess að halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Pistill á bjartur.is Aðeins tvær lausnir Þegar kemur að kjaramálum kennara er aðeins um tvær lausnir að ræða. Annars vegar er lausnin sem kreddubókarmenn frjálshyggjunnar boða í menntamálum eins og öllum öðrum málum. Að láta þá sem hafa efni á því borga meira fyrir betri menntun en reka almennt mennta- kerfið með sem allra minnstum kostn- aði. Þessi menntastefna hefur þann kost að við höfum næga reynslu af henni. Þar nægir að líta til menntakerfis Íslendinga fram á 20. öld eða þróunarlanda sam- tímans. Hinn kosturinn er sá að tryggja góða almenna menntun með því að greiða kennurum vel fyrir störf sín og hætta að láta þá tapa á því að hafa tekið háskólapróf. Það mun auðvitað kosta og við munum þurfa að borga að- eins hærri skatta. Sverrir Jakobsson á murinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.