Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 18
18 25. september 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… Gusgus á Nasa í kvöld. Húsið opnar klukkan 23.00. Sýningum Ívars Valgarðssonar, Katharinu Grosse og Pieters Hol- stein á í Safninu við Laugaveg. Sjónþingi í Gerðubergi klukkan 15.00 í dag, þar sem fjall- að verður um líf og starf landslagsarki- tektsins Reynis Vilhjálmssonar. Norður og niður, samsýningu ungra listamanna frá Íslandi, Sví- þjóð og Finnlandi í Norræna hús- inu. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði í dag þar sem hann sýnir á milli fimmtíu og sextíu verk, unnin með blandaðri tækni á pappír. „Allar myndirnar eru frá þessu ári og er allrahanda samtíningur,“ segir Jón Óskar, „daglegir hlutir og fyrirbæri sem hafa haft áhrif á mig í tónlist, bókum og bíómyndum. Sýningin er kannski bara dálítið dagbókarkennd. Þetta er einn allsherjar hræri- grautur. Í gegnum tíðina hef ég unnið við hönnun og myndlist og hef haldið því að- greindu, en núna er ég farinn að hræra þessu mikið saman. Sumt af þessu er verk þar sem ég vinn upp úr gömlum minnismiðum. Verkin eru unnin með blýanti, olíu og bleki og má segja að ég breyti dagbókinni í málverk. Ég get ekki skrifað, svo mín dagbók lítur ein- hvern veginn svona út.“ Er þá hægt að vita allt um þig með því að skoða sýninguna? „Já, ef vel er rýnt í verkin – og svo er hægt að mis- skilja sumt.“ Jón Óskar hefur frá upphafi hlotið viðurkenningar fyrir verk sín og hefur hann haldið um 25 einkasýningar á listamannsferli sínum. Verk hans má finna víða í erlendum söfnum sem og í opinberri eigu á Íslandi. Sýn- ingin stendur yfir til 17. október. 15.00 Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræð- um við Háskóla Íslands gengst fyrir op- inni málstofu um hlutverk kvenna/kyn- ferðis í kvikmyndum og kvikmyndagerð. Málstofan, sem verður á Hótel Borg mánudaginn 27. september er í tengsl- um við Nordisk Panorama kvikmynda- hátíðina. menning@frettabladid.is Dagbók með blandaðri tækni Margræðar hliðar lífsins Þrír myndlistarmenn sýna grafík, innsetningar og hljóðverk í Hafn- arborg Myndlistarmennirnir Valgerður Hauksdóttir, Paolo Ciampini og Deborah Cornell sýna grafík, inn- setningar og hljóðverk ásamt tón- skáldinu Richard Cornell í öllum sölum Hafnarborgar. Sýningin verður opnuð í dag. Innsetning Valgerðar Hauks- dóttur, Euphony, var unnin í tengslum við alþjóðlega sýningu og ráðstefnu í Boston 2003 og er hún nú sýnd í fyrsta skipti á Ís- landi. Verkin eru unnin með graf- ískri tækni á handgerðan pappír. Þau eru samsett í þeim tilgangi að sýna hinar margræðu hliðar lífs- ins. Hin innsetningin, Sleep of rea- son, er eftir Deboru Cornell, pró- fessor í myndlist við listaháskól- ann í Boston. Deborah vinnur með grafíska miðla, innsetningar og verk unnin í sýndarveruleika. Báðum innsetningunum fylgja hljóðverk sem tónskáldið Richard Cornell, prófessor og yfirmaður tónskáldadeildar tónlistarháskól- ans í Boston hefur unnið í sam- vinnu við myndlistarmennina, en verk hans hafa hlotið margar við- urkenningar á alþjóðlegum vett- vangi. Paolo Ciampini, prófessor í myndlist við myndlistarakademí- urnar í Bologna og Flórens á Ítalíu, sýnir stórar ætingar. Verk Paolos Ciampini eru kraftmiklar og fag- lega unnar ætingar sem sýna ein- stakt vald hans á teikningu og vinnslu í hinn grafíska miðil. Verk listamannanna, sýnd hlið við hlið, mynda samræðu byggða á aldagömlum miðlum og nú- tímaaðferðum þar sem hver lista- maður hefur þróað sína persónu- legu tjáningu. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og stendur til 11. október. Opni listaháskólinn býður upp á þrjú spennandi fræðslunámskeið, almenn- ingi til gagns og gamans. Opni listaháskólinn er að hefja hauststarfsemi sína um þessar mundir. Boðið verður upp á þrjú fræðileg námskeið, auk þess sem skipulagðir verða opnir fyrirlestrar um myndlist, hönn- un og arkitektúr. Opni listaháskólinn er endur- menntunardeild fyrir allar list- greinar sem kenndar eru við Listaháskólann, auk þess að vera gluggi út á við og eru öll námskeið opin áhugafólki um listir. „Við viljum ná til fólks og bjóða því upp á fræðslu um hin- ar ýmsu lisgreinar, auk þess að vekja það til vitundar um um- hverfi sitt,“ segir Sólveig Egg- ertsdóttir, umsjónarmaður Opna listaháskólans. „Í einu af nám- skeiðum haustsins, Arkitektúr og hönnun, er til dæmis verið að fjalla um nánasta umhverfi okk- ar.“ Þau þrjú námskeið sem boðið er upp á í haust eru öll fræðileg og segir Sólveig það vera vegna þess að vart hafi orðið mikils áhuga fólks á að fræðast um hin- ar ýmsu greinar myndlistar og hönnunar. „Fólk þyrstir í að skilja nútíma myndlist. Það hef- ur nánast enginn Íslendingur undirstöðu í myndlist úr skóla- kerfinu. Mér skilst að það standi til bóta, en okkur finnst það vera okkar hlutverk að bæta úr þessu núna með því að fara ofan í saumana á samtíma okkar og bjóðum upp á fræðslu um nú- tímamyndlist og þann farveg sem hún er sprottin upp úr.“ Opni listaháskólinn er jafn- gamall Listaháskólanum og er því að hefja sitt sjötta starfsár. Í fyrstu segir Sólveig að nám- skeiðaáherslan hafi verið tengd tölvum og faglegum námskeið- um fyrir myndlistarmenn en að í dag hafi framboð á slíkum námskeiðum aukist það mikið að ekki sé þörf á þeim í Opna lista- háskólanum. „Við höfum fundið fyrir auknum áhuga almennings á að fræðast um myndlist. Þess vegna erum við með fræðileg námskeið þetta haustið. Kannski verðum við með eitthvað allt annað næsta vetur. Við eigum eftir að bæta við námskeiðum um leiklist og tónlist, svo það er af nógu að taka.“ Fyrsta námskeið haustsins hefst 5. október og ber heitið „Svona er nútímalistin,“ þar sem reynt verður reynt að kafa ofan í ýmsa þætti nútíma- og samtímalistar sem vafist hafa fyrir almenningi. Faglegur um- sjónarmaður námskeiðsins er Halldór Björn Runólfsson, list- fræðingur og lektor við Lista- háskólann. Næsta námskeið hefst 14. október og er yfirskrift þess námskeiðs „Arkitektúr og hönn- un“. Fjallað verður um arki- tektúr og hönnun frá seinni heimsstyrjöldinni til okkar tíma og hefur Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður umsjón með nám- skeiðinu. Síðasta námskeiðið verður síðan í nóvember og fjallar um „Tíðaranda í tísku og hönnun.“ Á námskeiðinu verður fjallað um sögu myndmáls í hönnun, auglýsingum, markaði, arki- tektúr, tísku og húsgögnum á seinni hluta 20. aldar. Halldór Gíslason, arkitekt og deildarforseti hönnunardeildar LHÍ, og Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður og prófessor við LHÍ, eru um- sjónarmenn og fyrirlesarar á námskeiðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listaháskólans www.lhi.is sussa@frettabladid.is Fólk þyrstir í að skilja nútíma myndlist Þrennir tónleikar tileinkaðir Spáni og spænskri menningu verða fluttir í Salnum á spænskri menningarhátíð í Kópavogi sem stendur yfir dagana 2.-9. október næstkomandi. Fyrstu tónleikarnir eru í Tíbrá, tónleikaröð Kópavogs, sunnudagskvöldið 3. október kl. 20. Auður Gunnarsdóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja spænska tónlist frá ýmsum tím- um, sönglög og píanóverk eftir Albeniz, Granados, Montsalvat- ge, Rodrigo, de Falla og fleiri og má með sanni segja að eldur og ís mætist í þessari ástríðufullu tón- list helstu tónskálda Spánar. Síðari tónleikarnir eru fimmtudagskvöldið 7. október og föstudagskvöldið 8. október. Um er að ræða tvenns konar fla- menco-tónleika heimskunnra tónlistarmanna sem Kópavogs- bær býður sérstaklega til lands- ins í tilefni spænskra menningar- daga. Þau eru spænski gítarsnill- ingurinn og tónskáldið Gerardo Núñez og með honum í för eru danshöfundurinn og flamenco- dansarinn Carmen Cortés, sem er mjög mikilsvirt í heimalandi sínu, spænski djúpsöngvari Rafa- el de Utrera, sem þrátt fyrir ung- an aldur hefur komið fram með flamenco-hópi Joaquíns Cortés og Paco de Lucia víða um heim, og kontrabassaleikarinn Pablo Martín og slagverksleikarinn Cepillo, sem hafa báðir getið sér frægðarorð í tónlistarheiminum fyrir einstaka tónlistarhæfileika. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina DUENDE / Flamenco funi / Flamenco fusion. Fyrra kvöldið er helgað hreinræktaðri fla- menco-tónlist, ástríðufullum djúpsöng, gítarleik og flamenco- dansi með tilheyrandi lófa- klappi. Seinna kvöldið flytja tónlistarmennirnir bræðing klassískrar flamenco-tónlistar og nútímalegra strauma, þar sem gætir áhrifa tónlistar frá ýmsum heimshornum, einkum þó djassi. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn og eru nánari upp- lýsingar á www.salurinn.is ■ Flamenco-funi í Kópavogi ! Gallerí Fold Rauðarárstíg 14-16 s. 551-0400 Kringlunni s. 568-0400 fold@myndlist.is www.myndlist.is Listahelgi - vaxtalaus lán! Í samvinnu við Reykjavíkurborg og KB banka bjóðum við vaxtalaus lán til allt að 36 mánaða vegna listaverkakaupa. Í tilefni af þessu verður opið laugardag 11.00 - 17.00 og sunnudag 14.00 - 17.00. Komdu og kynntu þér málið. EUPHONY Verk Valgerðar Hauksdóttur eru unnin með grafískri tækni á hand- gerðan pappír. Einar Már Guð- mundsson rithöf- undur flytur erindi á sunnudag 26. september um rit- höfundinn Gunnar Gunnarsson. Er- indið verður flutt í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu þar sem nú stendur yfir sýning um Gunnar og verk hans í sýningaröðinni Skáld mánaðarins. Einar Már fjall- ar almennt um Gunnar og skáld- verk hans en staldrar sérstak- lega við skáldsög- una Svartfugl. Einar Már vinnur um þessar mundir að kvikmyndahandriti eftir sög- unni. Allir eru velkomnir að hlýða á erindið, sem hefst klukkan 14. ■ SÓLVEIG EGGERTSDÓTTIR „Við viljum ná til fólks og bjóða því upp á fræðslu um hinar ýmsu listgreinar.“ Ráðgátan um Gunnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.