Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 20
Tímaritið Forbes hefur gefið út árlegan lista yfir rík- ustu menn Bandaríkjanna. Eins og venjulega er Microsoft-mógúllinn Bill Gates efstur á blaði. Eignir hans nema 48 milljörðum dala (um 3.300 millj- örðum króna – nærri fjórfaldri landsframleiðslu Ís- lands). Í öðru sæti er fjárfestirinn Warren Buffet. Hann er sagður eiga 41 milljarð dala (tæplega 2.900 milljarða króna). Þessir tveir eru töluvert hærri en Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Gates. Allen er tæplega hálfdrættingur á við Buffet og á ekki nema tuttugu milljarða dala (um fjórtán hundruð milljarða króna). Yngstu mennirnir á list- anum í ár eru stofnendur Google. Þeir eru hvor um sig taldir eiga fjóra milljarða dala, tæplega þrjú hundruð milljarða króna. Björgólfur Thor væri á listanum Á lista Forbes eru þeir fjögur hundruð ríkustu í Bandaríkjunum. Þeir sem eru í neðstu sætunum eiga 750 milljónir dala – sem samsvarar rúmlega 52 milljörðum króna. Erfitt er að meta hvað ís- lenskir eignamenn hafa mikið umleikis um þessar mundir. Líklegustu kandídatarnir til að komast á lista Forbes eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Lauslega áætlað nema eignir Björgólfs Thors á Íslandi að minnsta kosti sextíu milljörðum króna. Þar vegur hluturinn í Actavis þyngst en þar á Björgólfur um þriðjung. Þá er ekki tekið tillit til eigna Björgólfs Thors erlendis. Kjartan á milljarð Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og stjórnarmaður í Landsbankanum, á rúmlega eitt prósent hlutafjár í bankanum í gegnum félag sitt Skipholt ehf. Hlutabréf þar hafa hækkað hratt í verði í ár. Nú nemur eign Kjartans 82 milljón- um hluta. Verðmætið er rétt rúmur milljarður króna og hefur hækkað um meira en helming á þessu ári. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.651 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 587 Velta: 13.782 milljónir +1.34% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Tékkneska símafélagið Ceske Radio hefur verið tekið af hluta- bréfamarkaði í Prag. Of lítill hluti hlutabréfa gengur kaupum og sölum á markaðinum en félag sem meðal annars er í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar á yfir níutíu prósent hlut í Ceske. Afl hefur nú keypt 75,31 pró- sent í fjárfestingarfélaginu At- orku. Til stendur að sameina félögin. Fjármálaeftirlitið greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að Evrópusambandið hefði nýverið lokið við endurskoðun á tilskip- unum um stofnun og rekstur lánastofnana og um eiginfjár- kröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana. 20 25. september 2004 LAUGARDAGUR Fordæmi fyrir takmörkun á starfandi stjórnarformenn er fengið úr dönskum lög- um. Lögin voru sett eftir eitthvert mesta viðskipta- hneyksli í sögu Danmerkur. KB banki lét vinna skýrslu um tillöguna þar sem varað er við slíkum reglum. Tillaga viðskiptaráðuneytis um að heimildir hlutafélaga til að hafa starfandi stjórnarformunn verði þrengdar gengur þvert á þróun annars staðar um stjórnarhætti hlutafélaga að mati Lögmanna Mörkinni sem unnu skýrslu um þessar tillögur fyrir KB banka. Lögmennirnir segja slíka reglu einungis að finna í Danmörku og Þýskalandi af þeim sjö löndum sem skoðuð voru. Í Noregi, Sví- þjóð, Bretlandi, Frakklandi og Sviss sé slík löggjöf ekki til stað- ar. Lögmönnunum Gunnari Jóns- syni, Gesti Jónssyni, Herði Felix Harðarsyni og Ragnari Hall var falið að fara yfir skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og skoða þá þætti sem lúta að því sem kallað hefur verið starfandi stjórnarfor- menn. „Almennt á ekki að leiða í lög reglur nema að menn séu bún- ir að mynda sér skoðun um að það sé nauðsynlegt að ná einhverjum markmiðum,“ segir Gunnar Jóns- son, aðalhöfundur skýrslunnar. Hann segir að fyrst verði að meta hvort vandamál sé uppi og síðan að bregðast við komist menn að þeirri niðurstöðu. „Þetta er úr takti við okkar lagahefð sem er sú að við búum til ramma og reynum sem allra minnst að leiða í lög ein- hverjar reglur sem varða sértil- vik.“ Gunnar segir að geri menn mikið af því þá leiði af því hætta á því að sú ályktun sé dregin að það sem ekki sé skilgreint í sértilvik- um sé heimilt með vitund og vilja löggjafans. „Þá er verið að afmá línuna sem ramminn dregur.“ Lögmennirnir segja að tillagan eigi sér fyrirmynd í dönskum lög- um. „Ákvæði dönsku laganna sker sig úr fyrir það hversu tak- markandi það er. Ákvæð- ið kom t i l s e m viðbrögð löggjafans við hneyksl- ismáli í tengslum við tiltekið gjaldþrot og telst því tæpast heppileg fyrirmynd,“ segir í skýrslu lögmannanna. Gunnar segir að staða stjórnarformanns KB banka stangist ekki á við regl- una samkvæmt tillögunni. „Engu að síður er hætta, þótt viðskipta- ráðherra hafi sagt að svo sé ekki, á að lögin verði síðar túlkuð með öðrum hætti. Verslunarráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöll Ís- lands hafa gefið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Lög- mennirnir telja að tiilögur nefnd- arinnar drepi niður frumkvæði þessara aðila. Almennt sé slíkum reglum ekki skipað með lögum heldur reglum sem settar eru af kauphöll eða markaðsaðilum. „Til hvers að setja lög gegn því sem hefur gengið vel til þessa?“ segir Gunnar. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 49,20 - ... Bakkavör 27,70 - 1,07% ... Burðarás 15,00 +1,35% ... Atorka 4,76 +1,28% ... HB Grandi 7,70 - ... Íslandsbanki 10,70 +4,90% ... KB banki 486,50 +0,10% ... Landsbankinn 13,00 +4,00% ... Marel 51,50 -0,96% ... Medcare 6,50 - 0,76% ... Og fjarskipti 3,65 -2,67% ... Opin kerfi 25,90 - ... Samherji 13,30 - ... Straumur 8,85 +1,14% ... Össur 90,50 +2,26% Lagatillagan dregin af dönskum skandal Kaldbakur 16,77% Íslandsbanki 4,90% Landsbankinn 4,00% Og fjarskipti -2,67% Flugleiðir -1,15% Bakkavör -1,07% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Of lengi lokað fyrir viðskipti Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti Burðaráss, Kaldbaks og Samherja við opnun markaða á fimmtudag. Þá lá fyrir að tíðinda væri að vænta. Það dróst að ljúka viðskiptun- um, en Kauphöllin ákvað að opna fyrir viðskipti með félögin að nýju með viðvörun um að ójafn- vægis kynni að gæta í viðskiptum með félögin. Ekki kom ósk frá fé- lögunum um að opna skyldi fyrir viðskipti með þau. „Við metum það þannig að það sé í þágu mark- aðarins að loka eins stutt og hægt er fyrir viðskipti með félög,“ seg- ir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Úti á markaðn- um hafa heyrst gagnrýnisraddir á það að opnað skyldi fyrir viðskipti með félögin áður en samningar um yfirtöku Burðaráss á Kaldbaki lágu fyrir. Aðrir hafa gagnrýnt Kauphöllina fyrir að loka fyrir viðskipti svo lengi. Þórður segir að frekar megi gagnrýna Kaup- höllina fyrir að hafa ekki opnað fyrr. Ástæða þess sé að menn hafi talið að sæi fyrir endann á við- skiptunum og því beðið of lengi. ■ ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Kauphöllin telur þá gagnrýni að of lengi hafi verið lokað fyrir viðskipti Burðaráss, Samherja og Kaldbaks eðlilegri en gagnrýni á að opnað hafi verið fyrir viðskipti áður en samningar lágu fyrir. Landsbankinn að ná Íslandsbanka Íslandsbanki og Landsbanki eru um þessar mundir næstum því ná- kvæmlega jafn verðmætir. Í fyrradag fór markaðsvirði Lands- bankans upp fyrir Íslandsbanka um miðjan daginn. Munurinn var þó ekki mikill – aðeins sextíu milljónir króna, sem er minna en 0,1 prósent af markaðsvirði. Í gær fór Landsbankinn betur af stað en Íslandsbanki. Fyrir há- degi var gengið komið í þrettán en Íslandsbanki var í genginu 10,2. Samkvæmt því var Landsbankinn ríflega þremur milljörðum verð- mætari en Íslandsbanki. Í hádeginu hækkaði hins vegar verðið á Íslandsbanka í 10,5 og svo í 10,6 og þar með var mark- aðsverðið aftur komið yfir Lands- bankann. Við lokum markaðar í gær var gengi bréfa Íslandsbanka 10,7 en gengi Landsbankans 12,9. Mark- aðsverðmæti Íslandsbanka var því rúmlega 2,5 milljarði meira en Landsbanka. Sameiginlegt verð- mæti Íslandsbanka og Lands- banka er 211,5 milljarðar. Til sam- anburðar er KB banki metinn á 267 milljarða. Frá áramótum hefur markaðs- verðmæti Landsbankans aukist um 140 prósent en verðmæti Ís- landsbanka um tæplega sextíu prósent. ■ GUNNAR JÓNSSON Er einn höfunda skýrslu sem unnin var fyrir KB banka um lagatillögur varðandi starfandi stjórnarformenn. Höfundar skýrslunnar telja slík lög vinna gegn hagsmunum hluthafa og markaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.