Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 22
„Það standa nú engir stóratburð- ir fyrir dyrum af þessu tilefni,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir sem er 56 ára í dag og var að eigin sögn næstum bú- inn að gleyma afmælinu. Hann segist vitaskuld oftast vera í vinnunni þegar hann á afmæli og þó að það beri nú upp á laug- ardegi ætlar hann að halda sig við þá hefð og vera viðstaddur flugslysaæfingu á Reykjavíkur- flugvelli. „Ég ætla svo að passa nafna minn og barnabarn, sem er 10 mánaða, um kvöldið og leyfa honum að gista þannig að seinni- partur afmælisdagsins og nóttin verða helguð honum.“ Sigurður segir allan gang á því hvort hann blási til veislu á stórafmælum. „Ég hélt veislu þegar ég varð fertugur en við hjónin fórum í ferðalag til Malasíu, Víetnam og Singapúr í kringum fimmtugsafmælin okkar. Við eigum afmæli á sama árinu þó hún sé að vísu aðeins eldri. Ég bý sem sagt við þá gæfu að vera kvæntur eldri konu.“ Sigurður segir að ferðin og þá sérstaklega viðkoman í Víetnam sé með eftirminnilegustu ferð- um sem hann hefur farið útfyrir landsteinana. „Það fór lítið fyrir áhrifum vestrænnar menningar í Víetnam og borgarbragurinn var allur mjög frábrugðinn því sem við eigum að venjast. Öll viðskipti fóru meira og minna fram úti á götu og þar gat til dæmis maður verið að selja ísskápa með járnsmiðju við hlið- ina á sér. Næsti maður í röðinni stóð svo yfir opnum hlóðum á gangstéttinni og var að elda og selja mat. Eðlurnar á barveggj- unum voru svo til dæmis fleiri en viðskiptavinirnir.“ Sigurður segir, aðspurður, að sér hafi þótt þetta allt gríðar- lega sjarmerandi og lækninum í honum hafi síður en svo mis- boðið frjálsleg meðferð mat- væla. „Það verður þó að viður- kennast að lýðheilsa manna þarna rís ekki jafn hátt og hérna. En þetta er landsbragur- inn og fólkið upp til hópa jákvætt og glatt.“ Þau hjónin heilluðust svo af landi og þjóð að þau geta vel hugsað sér að fara aftur til Víetnam. „Maður veit aldrei hvað maður gerir á næsta stórafmæli en það má vel vera að við sleppum veislunni og förum aftur.“ thorarinn@frettabladid.is 22 25. september 2004 LAUGARDAGUR HEATHER LOCKLEAR Þessi glæsilega leikkona sem sýndi meðal ann- ars góða takta í sjónvarpsþáttunum Dynasty og Melrose Place er 43 ára í dag. Flugslysaæfing á afmælinu SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: ER 56 ÁRA Í DAG „Þegar ég lít í spegil sé ég stúlkuna sem ég var á meðan ég var að vaxa úr grasi, grind- horuð, með spangir, skakkar tennur og barns- andlit.“ - Heather Locklear var eitthvað ósátt við sjálfa sig í æsku og lítur oft um öxl þótt hún sé komin yfir fertugt. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Bragi Gunnarsson, Eyrarholti 7, lést 18. september. Helga Leifsdóttir, Trönuhjalla 19, lést 20. september. Gunnar Baldursson, Vallarási 5, lést 21. september. Ásgrímur Jónsson, Móabarði 4, lést 22. september. Sigríður Sigurðardóttir, frá Hruna í Vestmannaeyjum, lést 22. september. Eyjólfur Guðsteinsson, Brekkugerði 11, lést 22. september. JARÐARFARIR 14.00 Ingvar Loftsson, Birkigrund 33, verður jarðsunginn frá Skarðs- kirkju í Landsveit. AFMÆLI Bera Nordal listfræðingur er 50 ára. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Var jafnan nýkominn heim úr sveitinni þegar hann átti afmæli í æsku. „Þetta voru nánast klassísk Wagnerísk barnaafmæli í Austurbæ Reykjavíkur með pökkum, tertum og kertum til að blása á. Bragurinn varð svo dálítið annar á tán- ingsárunum þegar minna var gert með þátttöku foreldra, svona eins og gengur.“ 25. september 2000 Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikun- um í Sydney á þessum degi árið 2000 þegar hún stökk 4.5 metra í stangarstökki. Vala var 22 ára gömul þegar hún vann það afrek að verða fyrsta íslenska konan til að stíga á verðlaunapall á Ólympíuleikum en með stökkinu bætti hún einnig Íslands- og Norðurlandamet sitt um 14 sentímetra. Heimsmeistarinn Stacy Dragila frá Bandaríkjunum og hin ástralska Tatiana Grigorieva stukku aðeins hærra en Vala en Dragila fór yfir 4,6 metra og Grigorieva 4,5. Vala hafði staðið sig mjög vel á leikunum og þótti öll framkoma hennar einkennast af leikgleði og öryggi sem skilaði sér í því að hún varð þriðji Íslendingurinn til að komast á pall en Bjarni Friðriksson vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum 1984 og svo hafði Vilhjálmur Einarsson unnið silfurverðlaunin í þrístökkskeppni á Ólympíuleikunum í Melbourne 44 árum áður. ÞETTA GERÐIST VALA FLOSADÓTTIR VANN TIL BRONSVERÐLAUNA Á ÓLYMPÍULEIKUNUM MERKISATBURÐIR 1493 Kristófer Kólumbus fór frá Spáni með 17 skipa leið- angur í annarri könnunar- ferð sinni um Vesturheim.. 1983 38 írskir þjóðernissinnar brutust með vopnavaldi út úr fangelsi í grennd við Belfast á Norður-Írlandi. 1991 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ein- róma allsherjar vopnasölu- bann til Júgóslavíu. 1992 Dómari á Flórída veitti hin- um 12 ára gamla Gregory Kingsley lögskilnað frá for- eldrum sínum. 1992 Geimkönnunarfarinu Mars Observer var skotið á loft. Geimfarið kostaði 980 milljónir dollara en ekkert hefur til þess spurst síðan það brotlenti á Mars í ágúst 1993. 2001 Michael Jordan tilkynnti að hann myndi snúa aftur á körfuboltavöllinn. Vala fékk bronsið Kæru ættingjar og vinir! Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Hallgríms Gísla Færseth Vallarbraut 6, Reykjanesbæ Óla Björk Halldórsdóttir, Pálína Færseth, Davíð Eiríksson, Óskar A. Færseth, Ásdís Guðbrandsdóttir, Björgvin V. Færseth, Tinna Björk Baldursdóttir, Katrín Færseth, Guðjón Ólafsson, Hallgrímur G. Færseth, Gréta Lind Árnadóttir, Andrea Olga Færseth, Pálína G. Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Jón Ólafsson bólstrari, Hátúni 6b Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Halldórsson, Rósa Friðriksdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Erla Halldórsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Jón M. Halldórsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, börn og barnabörn. verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 28. september kl. 15.00. Elskulegur sonur okkar, bróðir og unnusti Ari Freyr Jónsson Vallarbarði 3, Hafnarfirði sem lést fimmtudaginn 16. september á Huddinge sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 27. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Sólrún Hvönn Indriðadóttir, Jón Sigmar Jónsson, Stefanía Jónsdóttir, Sunna Hlín Jónsdóttir, Íris Ósk Jónsdóttir, Kristín María Guðjónsdóttir og aðrir aðstandendur. „Vikan snerist öll um Útvarp Sögu en sem útvarpsstjóri er ég á kafi í endurskipulagningu stöðvarinnar frá morgni til kvölds,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir sem minn- ist þess ekki að hafa sinnt neinu öðru en vinnunni í vikunni sem er að ljúka. „Ég er að bæta og þétta dag- skrána. Það eru tvær nýjar konur byrjaðar, Kolbrún Bergþórsdóttir og Rósa Ingólfsdóttir, og svo bæt- ast vonandi tvær nýjar við á næst- unni. Önnur með íþróttaþátt og hin með þátt um lífsleikni.“ Arnþrúður hefur legið yfir niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Gallup og reynt að finna ný sókn- arfæri. „Það stendur til að þétta helgardagskrána og ég stefni að því að ná meiri hlustun en Rás 1. Við erum hælbítar núna en í ald- urshópnum 40 plús erum við með 43% hlustun en Rás 1 með 47%.“ Arnþrúður segist að öðru leyti lifa ósköp rólegu lífi þegar litið er fram hjá Sögu. „Ég er með dag- lega þætti í útvarpinu, fylgist vel með fréttum og les öll blöð. Þetta er mitt áhugamál og ég fylgist vel með því sem er að gerast í fjöl- miðlum. Tíminn fer mikið í þetta. Þar fyrir utan hef ég mikið verið að setja mig inn í allskonar tækni- mál. Ég geri mig nú ekki út fyrir að vera neinn sérfræðingur en við erum að stækka útsendingasvæði okkar með sendum á Akureyri og öðrum sendi á Suðurlandi. Það fer þó nokkur tími í að skoða þetta en þegar þetta er komið í gagnið dekkar Saga mjög stórt hlustunar- svæði.“ ■ VIKAN SEM VAR ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR HEFUR EKKI TÍMA FYRIR NEITT ANNAÐ EN SÖGU. Lá yfir Útvarpi Sögu ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR Er að end- urskipuleggja Útvarp Sögu. „Það skiptir mestu að byggja stöðina vel upp frá grunni. Ég er í grunninum og útveggjunum núna en það fer að styttast í að ég fari að huga að innréttingunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.