Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 40
Krakkar finna sér ýmislegt til dundurs í kennaraverkfallinu. SJÓNARHORN Á hestbaki um íslenskan skóg Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri barnabóka Máls og menningar, gæti vel hugsað sér ýmis ferðalög með fjölskyldu sinni: „Draumaferðin með fjölskylduna er til Afríku en ég geri mér grein fyrir að ein helgi væri ekki nóg. Draumahelgarferð með fjölskylduna væri hinsvegar í Hallormstaðaskóg. Þetta er staður sem er ólík- ur öllum öðrum stöðum sem ég hef komið á, með skóginn í hlíðinni og Lagar- fljótið sem breiðir úr sér fyrir neðan. Við yrðum mikið í skóginum og dætur mínar þrjár fyndu allar eitthvað til að skoða og leika sér með.“ Sigþrúður las margar bækur þegar hún var lítil um krakka sem fóru út í skóg og léku sér eða lentu í ævintýrum. „Skógar eru mikill ævintýraheimur og ég hef gaman af skógum en sérstaklega Hallormsstaðarskógi. Ég man eftir tilfinningunni þegar ég flaug fyrst yfir Hallormsstaðarskóg og komst að því að hann var alvöru- skógur, víðáttumikill og flottur, í staðinn fyrir að vera eitthvert rjóður með tuttugu trjám eins og íslenskir skógar vilja oft verða. Samt er ekki hægt að týnast því skógurinn er svo afmarkaður.“ En hvað myndi Sigþrúður gera þessa helgi í skóg- inum? „Margt og mikið. Ég myndi leigja mér hesta í hestaleigunni í Hallormsstað og fara í útreiðartúr um skóginn og leika Bróður minn Ljónshjarta eða Ronju ræningja- dóttur. Við færum kannski að skoða Snæfell ef því þóknaðist að sýna sig. Í mat- inn yrði eitthvað sem við elduðum öll saman, fjölskyldan, helst eitthvað sem við hefðum fundið í skóginum eins og sveppi eða blóðberg. Lömbin keyptum við hinsvegar í Kaupfélaginu á Egilstöðum.“ Sigþrúður er alveg til í að heimsækja Hallormsstaðarskóg á hvaða árstíma sem er. „Og ef ég væri þarna á jólunum færi ég ekki að rogast með tré inn heldur skreyta bara grenitréð fyrir utan gluggann og horfa glöð á það.“ Sigþrúði langar að fara með stelpurnar sínar í alvöru íslenskan skóg. DRAUMA HELGIN 25. september 2004 LAUGARDAGUR12 ? VISSIR ÞÚ … … að þegar japanskar konur klæðast kimono-sloppi þá eru þær í sokkum sem heita Tabi sem skilja stóru tána frá hinum? … að árið 1982 dó síðasti meðlimur hóps sem taldi að jörðin væri hol? … að vegir á eyjunni Gvam eru úr kóral því enginn sandur er á eyjunni? … að símsvarar urðu vinsælir árið 1974? … að venjulegur blýantur getur skrifað um fimmtíu þúsund orð? … að fyrsti maðurinn sem var valinn maður ársins af tímaritinu Time var Charles Lindbergh árið 1927? … að háskólaneminn Carolyn David- son hannaði Nike-merkið árið 1964? … að geimfarar mega ekki borða baun- ir áður en þeir fara í geimferð því vind- gangur getur eyðilagt geimbúninginn? … að alkóhólistar eru helmingi líklegri til að játa áfengisvandamál fyrir tölvu en lækni? … að Colgate-tannkremsframleiðand- inn framleiddi fyrst sápur og kerti? … að þriðja ár í hjónabandi er kallað leðurafmæli? … að með því að lyfta fótunum hægt og leggjast á bakið er ekki hægt að sökkva í kviksandi? … að engar klukkur eru í spilavítum í Las Vegas í Bandaríkjunum? … að enginn veit hver byggði Taj Mahal á Indlandi? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.