Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 45
Djasshátíð Reykjavíkur verður sett í Ráðhúsinu í fjórtánda sinn miðvikudaginn 29. september og stendur hún til 3. október. Alls verða fimmtán formlegir tónleik- ar á hátíðinni á fimm dögum víðs vegar um borgina, auk þriggja djassklúbba sem starfræktir verða á vegum hátíðarinnar frá fimmtudegi til laugardags. Hæst ber tónleika Van Morri- son í Laugardalshöll laugardaginn 2. otóber, en þeir eru samstarfs- verkefni Concerts ehf. og djass- hátíðarinnar. Íslenskir djassleikarar sem hafa búið langdvölum í útlöndum leika á hátíðinni að þessu sinni með ýmsum þekktum erlendum djassleikurnum. Þar má fyrst telja bassaleikarann Árna Egils- son sem unnið hefur í Bandaríkj- unum um árabil, en hann mun leika með kontrabassaleikurunum Niels-Henning Örsted Pedersen og Wayne Darling ásamt Fritz Pauer píanóleikara og John Hol- lenbeck á trommur. Tónleikar þeirra nefnast Bass Encounters - bassarnir mætast – og verða í Súlnasal Hótel Sögu föstudag- inn 1. október. Trommuleikarinn Einar Valur Scheving, sem einnig starfar í Bandaríkjunum, leikur með latín- djasskvintett þeirra Michaels og Roberts R o d r i g u e z - b r æ ð r a ásamt slagverks- leikaran- um Samu- el Torres og bassa- leikaranum H a n s Glawischnig í Súlnasal Sögu á fimmtudaginn 30. septem- ber. Bassaleikarinn Gunnlaugur Guðmundsson kemur með eigið tríó, Binary Orchid, og leikur á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 30. september kl. 22.30. Þeir Gunnlaugur og Einar Valur leika einnig með Atlantshafsbandalag- inu á Kaffi Reykjavík miðviku- daginn 29. september ásamt Agn- ari Má Magnússyni og Jóel Páls- syni. Helgi Hrafn Jónsson básúnu- leikari leikur á lokatónleikum há- tíðarinnar á Broadway sunnudag- inn 3. október með flokki sínum Beefólk og austuríska gítarsnill- ingnum Wolfgang Muthspiel. Allar nánar upplýs- ingar um hátíð- ina er að finna á vefsíðu hennar www.reykjavikjazz.com ■ LAUGARDAGUR 25. september 2004 29 Vinsælasta sýningin • Bestu búningarnir Leikfélag Reykjavíkur • Íslenski dansflokkurinn Listabraut 3 • 103 Reykjavík • Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is T V E N N G RÍM UVE RÐLAU N 2 0 0 4 Djassað í ReykjavíkVÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Svæði átaka og mannrána Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa? SVAR: Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norður- hluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svo- nefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hófust skærur milli þeirra og fjallafólksins Tsjetsjena, sem notað höfðu landið sunnan við Terek til vetrarbeitar. Landlæg mannrán Mannrán til þrælahalds og lausnar- gjalda hafa verið landlæg í Kákasus, ekki síst meðal múslima, og stunduðu Tsjetsjenar þessa iðju grimmt. Pétur mikli samdi við kósakka um að gerast rússneskir þegnar og berjast með keisara- hernum í skiptum fyrir skattleysi. Kósakkar urðu þar með eins konar málaliðar og hefur það trúlega ýtt undir harðnandi átök við Tsjetsjena á átjándu öld. Rússar lögðu undir sig Georgíu árið 1801 án vopnavalds, en Georg- íumenn höfðu óttast að Persar eða Ottómanar (Tyrkir) legðu landið undir sig og vildu frekar að trú- bræður þeirra, rússneskir rétttrún- aðarmenn, yfirtækju landið. Kákasus var á næstu árum að mestu lagt undir tsarinn, en svo nefndust Rússakeisarar frá 1547- 1917, en ýmsar fjallaþjóðir veittu þó harða mótspyrnu. Um 1834 hófst Imam Shamil (um 1797-1871) til forystu í liði Tsjetsjena og fór hann fyrir ákaf- lega harðri baráttu fyrir sjálfstæði Tsjetsjeníu allt til 1859. Fram að því höfðu Tsjetsjenar játað allhern- aðarlegt afbrigði af íslam, en bjuggu sér nú til sérstaka útgáfu af samil-íslam sem predikaði enn grimmúðlegri hernaðarhyggju. Rússar beittu og mjög hrotta- fengnum aðferðum í baráttunni við skæruliða Shamils. Eftir 1859 komst á friður en Tsjetsjenar stunduðu þó skærur, þjófnaði og mannrán fram undir 1918. Í kjölfar rússnesku byltingarinnar stofnuðu þeir Norðurkákásíska fjallalýð- veldið. Þetta lýðveldi var innlimað í Sovetríkin og taldist til Rússneska sambandslýðveldisins (RSFSR). Tsjetsjenar afburðahermenn Árið 1936 fékk Tsjetsjenía „sjálf- stæði” innan Rússlands og varð ásamt nágranna sínum Ingúsetíu að sjálfstjórnarsvæðinu Tsjetsje- níu-Ingúsetíu. Í heimstyrjöldinni síðari sökuðu Rússar Tsjetsjena um að vinna með nasistum og lét Stalín flytja þá alla ásamt Ingúsum og fleiri smáþjóðum austur á sléttur Kasakstan í febrúar 1944. Þeir fengu leyfi til að snúa til baka árið 1957, í valdatíð Khrústsjovs, eftir 13 ár í útlegð frá átthögum sínum. Tsjetsjenar hafa alla tíð þótt af- burðahermenn og þjónuðu þeir margir í her tsarins og í Rauða hernum og komust þar til hárra metorða. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 gerðist það ekki síst vegna þess að lög og stjórnarskrá Sovétsambandsins (SSSR) gerðu ráð fyrir því að lýðveldin fimmtán innan þess gætu tekið sér sjálf- stæði að vild. Lög um svipaðan rétt sjálfstjórnarsvæða höfðu verið samþykkt 1990 en um túlkun þeirra urðu deilur. Þann 27. októ- ber 1991 var fyrrum herforingi í kjarnorkuherafla Rauða hersins, Djokhar Dudajev, kosinn forseti Tsjetsjeníu. Á grundvelli fyrr- nefndra laga lýsti hann yfir sjálf- stæði landsins þann 1. nóvember 1991. Ingúsar vildu ekki fara þessa leið og ákváðu í þjóðaratkvæða- greiðslu að vera áfram innan Rúss- lands. Stríð Jeltsíns og Pútíns Nú hófust skærur og mannrán og stóðu óslitið þar til nýársdag 1994, að Rússar réðust með mikinn her- afla á Grosný til að „skakka leik- inn” að eigin sögn. Þá hófst fyrra stríðið sem kallað hefur verið stríð Jeltsíns og það endaði ekki fyrr en 1996, þegar Alexander Lebed fyrrum hershöfðingi, öryggis- málastjóri Jeltsíns, samdi um frið við Tsjetsjena, sem fengu þá sjálf- stæði að mestu leyti. Mikil óöld hófst þá í landinu, ættflokkaátök blossuðu upp og rán og gíslatökur fóru vaxandi í Suður-Rússlandi. Fjöldi gísla var kominn yfir 2000, þegar skæruliðasveitir undir stjórn Shamil Basajev og líbanska skæruliðans Kattab réðust á rúss- neska sjálfstjórnarsvæðið Dag- estan 1999, en wahabítar, sem er íslamskur strangtrúarflokkur súnníta, höfðu þá náð nokkrum þorpum á sitt vald í Dagestan. Jafnframt höfðu íbúðablokkir í Moskvu og Volgodonsk verið sprengdar í loft upp, en flestir telja það hafa verið verk Tsjetsjena, þó svo Rússar segi það ekki öruggt. Rússar lýstu þá yfir stríði á hendur múslimskum skæruliðum í Tsjetsjeníu og sögðu friðarsamn- ingana frá 1996 ógilda og hófst þá það stríð sem enn stendur og er stundum kallað stríð Pútíns. Gísla- tökur eru sem fyrr fastur liður í þessu stríði, samanber atburðina í Dubrovkaleikhúsinu í Moskvu, en við hafa bæst sjálfsmorðsárásir sem múslímar hafa líka stundað annars staðar. Sjálfstæði Tsjetsjeníu eða því sem næst dugði ekki til þess að stilla til friðar 1996, og óljóst er hvað gæti orðið til þess að friður komist á. Guðmundur Ólafsson, lektor í viðskipta- og hag- fræðideild HÍ. Heimildaskrá verður birt á vefnum. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Með- al spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti, hvað þýðir orðið kerlingareldur, hvernig varð höfuðlúsin til og er hættulegt að kyngja tyggjói? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Vísindavefurinn hefur áhuga á samstarfi við hvers konar fyrirtæki sem vilja styrkja þekkingu á vísindum í landinu og skapa sér jákvæða kynningu um leið. ÁTAKASVÆÐI S-RÚSSLANDS Á þessu korti sést Tsjetsjenía með gul- um lit. Ingúsetía er fyrir vestan Tsjetsjen- íu og enn vestar er Ossetía, þar sem borgin Beslan er. BASSARNIR MÆTAST Árni Egilsson leikur með kontrabassa- leikurunum Niels-Henning, Örsted Pedersen og Wayne Darling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.