Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 46
30 22. september 2004 LAUGARDAGUR „Mér finnst róman- tískast að liggja uppi í rúmi með kærast- anum og kúra,“ segir hin fjórtán ára Gabríela Líf Sigurðardóttir, nemandi í Álftamýrarskóla. Gabríela Líf er á föstu með strák á fyrsta ári í menntaskóla og á annað ástarsamband að baki. „Stelpur vilja vera á föstu því þannig öðlast þær virðingu jafn- aldranna; sérstaklega ef þær eru með eldri strákum. Þá líta bæði strákar og stelpur upp til manns, eins og maður sé eitthvað þroskaðri en hinir.“ Gabríela kynntist núverandi kærasta í gegnum frænda sinn en gamli kærastinn var í Álfta- mýrarskóla. „Ég var dálítið lengi í ástarsorg eftir fyrsta kærast- ann, en ástarsorg er algengt fyrirbæri hjá unglingsstúlkum. Hve lengi hún varir fer eftir lengd sambandsins og hvort um er að ræða kærasta númer eitt eða fimmhundruð. Til að jafna sig er best að hafa nóg fyrir stafni með vinkonunum og horfa fram á veginn. Forðast sem mest samskipti við kærastann fyrr- verandi fyrstu vikurnar.“ Að sögn Gabríelu Líf eru tvær í hennar árgangi á föstu og einn strákur. „Það er mikilvægt að geta treyst ástinni sinni og ung- lingar hafa tryggð í hávegum. Það vill engin stelpa vera með strák sem á sama tíma reynir við aðrar stelpur á netinu. Auðvitað er aldrei hægt að vita neitt með vissu, en ég hef aldrei heyrt um svoleiðis óheilindi.“ Hún segir stelpur forðast eins og heitan eldinn að vera laus- látar því þá fái þær ljótt og líf- seigt orðspor. „Það viðhorf til stelpna breytist aldrei. Stelpur þurfa ekki einu sinni að hafa sof- ið hjá til að fá á sig lauslætis- stimpilinn. Hann kemur þá frá öfundsjúkum stelpum og þeim sem líkar illa við þig. Sumar stelpur eru samt lauslátar í þeim skilningi að þær daðra mikið utan í strákunum. Það er þó frekar algengt að hafa átt marga kærasta á mínum aldri, en svo breytist það strax þegar maður eldist; jafnvel strax í 10. bekk.“ Gabríela Líf segir engan í sín- um árgangi byrjaðan að sofa hjá. Segir skýringuna kannski felast í þeirri staðreynd að hún búi í íþróttahverfi sem viðhaldi sak- leysinu eitthvað lengur, þótt alltaf séu tveir svartir sauðir í hverjum hóp. „Þetta fer eftir því hverja maður umgengst. Ef mað- ur er með eldri krökkum er kyn- lífspressan mikil, en sjaldgæf meðal jafnaldranna. Nema hvað alltaf er einn aðili sem hefur prófað allt og setur þannig ómeð- vitaða pressu á hina sem vilja ekki vera minni menn. En auðvit- að eru það aðallega strákarnir sem pressa. Stelpurnar láta bara ekki segjast.“ thordis@frettabladid.is „Það er framhjáhald þegar strákarnir hitta aðrar stelpur meðan þeir eru að dúlla sér með annar- ri. Líka þegar þeir kyssa aðrar stelpur í partíum,“ segir Emilía Jenna Vilhjálmsdóttir í níunda bekk Borgarskóla í Grafarvogi. Hún segir frekar lítið um að unglingar séu komnir á fast, en margir séu að dúlla sér saman í einhvern tíma og slíkt leiði stundum til sterkari ástarsam- banda. „En stelpurnar gera þetta reyndar líka; kyssa aðra stráka og gefa þeim undir fótinn þótt þær eigi kærasta. Það sýnir kannski best að það er ekki alltaf full alvara á bak við róm- antíkina, þótt alltaf verði ein- hver sár í hjartanu yfir fram- komunni.“ Emilía Jenna segir mikið um ástarsorg meðal unglinganna. „Það kallast ástarsorg þegar stelpa er hrifinn af strák sem kannski er með annarri stúlku eða þá hefur ekki áhuga. Það finnst öllum vont að vera hrifinn en fá ekki hrifningu á móti.“ Hún segir rómantík í hugum unglinganna þýða að horfa sam- an á vídeómynd, kúra saman og hafa það kósí. Ekkert endilega í kertaljósum. „Strákarnir eru mjög sætir við mann; bjóða í bíó og vilja kaupa handa manni all- an heiminn þegar maður fer eitt- hvað með þeim. Spyrja hvort mann langi ekki í eitthvað, en auðvitað leyfa fjárráðin ekkert stórt og mikið. Bara eitthvað krúttlegt og sætt.“ Aðspurð segir Emilía Jenna einhverja af sínum jafnöldrum byrjaða að stunda kynlíf, en að pressan sé mikil frá hendi strák- anna. „Það er geðveikt algengt að strákur pressi rosalega á stelpuna og hún lætur undan honum vegna þess að hún er svo geðveikt hrifin af honum og vill ekki missa hann. Þar liggja svo stóru mistökin því um leið og hann hefur fengið vilja sínum framgengt er hann hættur með henni. Stelpur ættu því að læra að láta ekki undan pressu strák- anna því þannig mundu þær frekar halda kærustunum hjá sér.“ ■ „Rómantík er til og birtist í ýmsum myndum,“ segir Jóhann Einarsson, nemandi í 9. bekk Hvassaleitisskóla þegar hann er spurður um ástarlíf jafnaldra sinna. „Við strákarnir eigum það til að bjóða stelpunum í bíó og reynum að gæta þess að sýna þeim tilheyrilega mannasiði, eins og að opna fyrir þeim hurðir og leyfa þeim að ganga inn á undan.“ Að sögn Jóhanns eru strák- arnir í 9. bekk síður en svo að flýta sér í fast ástarsamband. Stelpurnar séu meira á þeim nótum. „Fæstir eru að leita sér að kærustum, enda gengur slíkt ekki svo hratt fyrir sig þótt menn glaðir vildu. Tryggð er mikill aðall ef um ástarsamband er að ræða og enginn strákur með viti vill svíkja kærustuna sína. Maður heyrir aldrei um slík óheilindi í mínum aldurshóp.“ Þegar kemur að kynnum við stelpur er msn-spjall á netinu ár- angursríkt en einnig er algengt að kynnast þeim í raunheimum. „Það er samt miklu auðveldara að kynnast á netinu því feimnin ræður meira ríkjum í beinu ná- vígi. Menn eru alltaf hræddir við höfnun og betra að taka henni á bak við skjáinn.“ Og hvernig birtast skotin? „Það er allur gangur á því og mikil fjölbreytni. Strákar og stelpur senda mikið sms til þeirra sem heilla. Dæmi um öruggt skot gæti verið mynda- sms af bangsa stelpunnar. Þetta er allt á saklausum nótum og fáir ef nokkrir byrjaðir að stunda kynlíf í mínum árgangi. Strák- arnir byrja reyndar alltaf seinna en stelpurnar; flestir ekki fyrr en í menntaskóla.“ ■ Ástir unglinganna Ástin, hún er alls staðar. Ekki bara í hjörtunum, heldur líka í bíómyndum, tónlistarmyndböndum og sjónvarpsþátt- um. Ástinni er alls staðar flaggað og ekki alltaf sem saklausri og gamaldags rómantík. Í flestum tilvikum er hún krydduð vaxandi kynórum, meira að segja yfir hádaginn og snemma kvölds þegar fjölskyldan situr saman yfir imba- kassanum. Kynhegðun lærist því fljótt meðal yngstu borgaranna og áhrifin skila sér í ríkari vitund um eigin kyn- ímynd. Amor er svo alltaf samur við sig. Berst um hjörtu unglinganna við frekjulega kynhormóna. Fréttablaðið ræddi við fimm unga Íslendinga um rómantík og ástarlíf unglinga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Gabríela Líf Sigurðardóttir, 14 ára í Álftamýrarskóla: Meiri virðing að vera með eldri strákum Emilía Jenna Vilhjálmsdóttir, fjórtán ára í Borgarskóla: Strákar fara þegar stelpurnar láta undan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Jóhann Einarsson, 14 ára í Hvassaleitisskóla: Strákar með viti svíkja ekki kærusturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.