Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 22. september 2004 Veigar Ölnir Gunn- arsson er tólf ára, há- vaxinn brettastrákur sem æfir körfubolta með Val og er í gítar- námi með náminu í Háteigsskóla. Eftir skóla byrjar síminn að hringja og sms-in að berast í gemsann hans. Stelpur að spyrja hvort hann geti hitt þær, hvað hann sé að gera og einstaka sem segir að hann sé sætur í hinum eða þessum fötum. „Ég er nú ekkert byrjaður á föstu en vissulega eru margir tólf ára krakkar farnir að spá mikið í rómantík og ástarmál. Það breytist ekkert með kynslóð- unum; þetta er hefðbundin þróun,“ segir Veigar og bætir við að gamaldags rómantík sé farin að skipta meira máli meðal ung- linganna en áður. „Kærustupör senda falleg og hlýleg sms til hvors annars. Einn vinur minn fékk frá kærustunni sms sem sagði: Ef stjarna félli í hvert sinn sem ég hugsaði um þig, færu þær að verða búnar á himnum.“ Okkur strákunum finnst þetta sætt og svo er algjört skilyrði að strákurinn borgi fyrir stelpuna þegar hann býður henni í bíó. Sé hann svo fátækur að eiga bara fyrir sínum miða er það mikil minnkun og ógeðslega leiðinlegt. Stelpur hafa hins vegar ekkert við blóm að gera. Þau drepast strax og lítið um ástargjafir hjá mínum aldurshóp.“ Með tilkomu netsins og al- mennri tölvueign íslenskra heimila hafa spjallrásir orðið vinsæll vettvangur nýrra kynna meðal unglinga. Veigar segir msn vera langvinsælast en þegar búið sé að tala við alla sem maður þekkir þar sé hægt að finna nýja félaga á betra.net. „Það er mjög auðvelt að kynn- ast stelpum úr öllum hverfum og bæjum landsins, byrja bara að spjalla og oft hittir maður net- vini sína úti í raunveruleikanum líka. Hins vegar er ég orðinn leiður á netinu og almennt finnst okkur vinunum sú leið hallæris- leg til að kynnast stelpum. Það er vaxandi að reyna fyrir sér í raun- veruleikanum og kynnast stelp- um í gegnum vini sína; kannski frænkum, nágrannastelpum eða bekkjarsystrum.“ Veigar segir það fara eftir persónuleika hvers og eins hve hann er ófeiminn við að nálgast mögulegar kærustur. „Á netinu skrifar maður bara „ask?“ og það þýðir aldur, staður og kyn. Þá er maður ekkert að skrifa of mikið en fær góðar grunnupplýsingar. Það hafa orðið nokkur kær- ustupör úr slíkum kynnum.“ Og að sögn Veigars er vinsælast hjá krökkum að eyða tíma heima hjá einhverjum þar sem enginn full- orðinn er heima. „En það er engin kynlífspressa í mínum ár- gangi; allt bara mjög afslappað í spjalli og sakleysislegum sam- skiptum. Kynlíf er ekki á dag- skránni fyrr en þrettán, fjórtán ára, þótt maður viti svo sem um einstaka sem byrjar á því fyrr.“ ■ „Það er mikil áhersla meðal minna jafn- aldra að finna sér kærasta. Allir eru að leita að einhverjum sem þykir vænt um þá. Við viljum eiga einhvern sérstakan sem heldur utan um okkur vegna þess að foreldrarnir eru hættir því. Þegar maður verður unglingur verður sífellt minna um knús og faðmlög foreldranna, en maður þarf samt á slíku að halda áfram,“ segir Brynhildur Bolladóttir, fimmtán ára nemandi í Réttar- holtsskóla og formaður skólafé- lagsins þar á bæ. Hún bætir við að rómantík sé í hugum stelpn- anna eitthvað voðalega bíó- myndalegt og að þær tali um stráka út í eitt. „Strákarnir eru svo sem engir herramenn sem opna hurðir eða draga stólinn fram fyrir dömuna, en þeir bjóða okkur í bíó og einstaka sinnum á Hard Rock eða svipaða kósí staði og það finnst okkur stelpunum æðislega sætt. Það klikkar alla- vega ekki að þeirra hlutverk er að bjóða og borga. Og svo enda deit- in oftast með kossi við útidyrnar, eins og alltaf hefur verið. Í því felst kannski mesta rómantíkin.“ Í árgangi Brynhildar eru margir komnir á fast. Mörg par- anna hafa orðið til í skólanum en Brynhildur segir msn-spjallrás- irnar stóran þátt í tilhugalífi ung- linganna. „Ástarsorg er sígilt fyrirbæri en jafnar sig á tveimur dögum í flestum tilfellum. Tryggð er annars mikil í ástar- samböndum þótt alltaf séu dæmi um þá sem ekki taka drengskap sinn og ástarloforð hátíðleg.“ Og margir eru farnir að lifa kynlífi; bæði þeir einhleypu sem og þeir sem eru á föstu. „Stelpum finnst mikilvægt að vera ekki lauslátar og vilja ekki missa meydóminn með hverjum sem er, þótt þær bíði ekki til eilífðar. Flestir byrja að stunda kynlíf fjórtán ára og upp úr. Hitt er undantekning. Stóðlifnaður meðal unglinga og inngangseyrir í formi munnmaka til að komast inn í partí er eitthvað sem við heyrum bara í fjölmiðlum og hlýtur að tengjast undirheimum, sem afar fáir unglingar leiðast inn í. Engin sérstök kynlífs- pressa er á unglingum nema hvað kynlífi er haldið mjög að okkur í bíómyndum, sjónvarpi og myndböndum. Ef það væri ekki fyrir hendi myndu unglingar sennilega bíða lengur með kynlífið.“ Brynhildur Bolladóttir, 15 ára í Réttarholtsskóla: Þurfum á knúsi og faðmlögum að halda Veigar Ölnir Gunnarsson, 12 ára í Háteigsskóla: Hallærislegt að finna stelpur á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.