Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 25. september 2004 35 410 4000 | landsbanki.is Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Banki allra landsmanna Vörðufélögum býðst að fara til Baltimore í Bandaríkjunum á „tveir fyrir einn“ punktafargjaldi, þ.e. aðeins 25.000 vildarpunktar á mann. Börn að 16 ára aldri greiða aðeins hálft fargjald eða 12.500 punkta. Við bætast flugvallarskattar og þjónustugjald, samtals 8.810 kr. á mann, en veittur er barnaafsláttur fyrir börn upp að 12 ára aldri. BaltimoreWashington Icelandair býður upp á hótel í Baltimore og Washington í ýmsum verðflokkum og geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar nánari upplýsingar um bókanir og gistingu er að finna hjá Fjarsölu Icelandair í síma 5050 100, á söluskrifstofum Icelandair eða á www.icelandair.is 2 fyrir 1 á punktum til Baltimore Takmarkað sætaframboð - fyrstir koma, fyrstir fá! fyrir Vörðufélaga Ferðatímabil er frá 15. október til 10. nóvember. Staðfesta þarf pöntun fyrir 30. september. Sætaframboð er takmarkað og er fyrirkomulagið fyrstir koma - fyrstir fá! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 25 93 9 0 9/ 20 04 Leikritaskáldið Arthur Miller er orðinn 88 ára gamall en býr enn að andlegum þrótti og skáldgáfu. Nú er verið er að frumsýna nýtt leikrit eftir hann í Chicago sem ber heitið, Finishing the Picture. Aðalhlutverkið leikur Matt- hew Modien sem fer með hlut- verk ungs rithöfundar sem fær ekki forðað frægri leikkonu frá þunglyndi og eiturlyfjaneyslu. Það er ekkert leyndarmál að leikritið er byggt á hjónabandi Millers og Marilyn Monroe, en hann var þriðji eiginmaður hennar. Fyrsti eiginmaður Monroe hefur líklega fallið í gleymskunnar dá, þar sem hann er ekki frægur fyrir annað en að vera giftur þessari frægu kynbombu. Annar eiginmaður hennar var svo hafnarboltaleik- maðurinn Joe DiMaggio. Öll hjónaböndin eru sögð hafa verið ærið stormasöm. Í leikritinu er að finna gagn- rýni á leiklistarkennara Monroe, Lee og Paulu Strasberg sem voru miklir áhrifavaldar í lífi hennar. Miller telur áhrif þeirra hafa verið óeðlilega mikil og hafa haft slæm áhrif á Monroe. Þetta er ekki fyrsta leikritið Millers sem byggir á þessari fyrrum eiginkonuhans. Fyrir fjörtíu árum skrifaði Miller leikritið Eftir syndafallið þar sem Monroe var fyrirmynd einnar persónunnar. Finishing the Picture er ekki talið jafn drungalegt leikrit og sagt fyndið á köflum. ■ MARILYN MONROE Fyrrverandi eigin- maður hennar, Arthur Miller, hefur skrifað nýtt leikrit um hana. Miller skrifar um Monroe Alþjóðleg barnabókmenntahátíð verður haldin í Norræna húsinu dagana 30. september - 3. október. Gestir hátíðarinnar eru frá Norð- urlöndum, Bretlandi, Þýskalandi, Kanada og Bandaríkjunum. Höf- undarnir hafa allir skrifað galdra og eða fantasíusögur en það er þema hátíðarinnar að þessu sinni. Meðal gesta verða Mary Hoffman, höfundur Stravaganza- sagnanna, en „Grímuborgin“ eftir hana er nýkomin út á íslensku, og Georgia Byng. höfundur Molly Moon bókanna, en „Molly Moon stöðvar heiminn“, er væntanleg í íslenskri þýðingu síðar í haust. Fulltrúar Íslands á hátíðinni verða Kristín Helga Gunnarsdótt- ir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Iðunn Steinsdóttir, Sigrún Eld- járn, Þorvaldur Þorsteinsson. Meðal annarra gesta eru Tomi Kontio, Gunila Ambjörnsson, Lene Kaaberbøl, Solrun Michel- sen, Arthur Slade, Patrice Kindl og Gerald McDermott. ■ Svona gera prinsessur Svona gera prinsessur eftir Per Gustavsson. Einhverjir halda kannski að prinsessur séu upp á punt en það er rækilega afsannað í þessari bráðskemmtilegu barnabók. Prinsessur eru nefnilega ansi fjöl- hæfar, hugdjarfar og sniðugar. Bleikt er áberandi í skemmtilegum myndskreytingum. Sannur prinsessulitur. Bók fyrir börn á aldrinum 2-7 ára. [ BÓK VIKUNNAR ] GEORGIA BYNG Höfundur Molly Moon- bókanna verður gestur á barnabók- menntahátíð í Norræna húsinu. Alþjóðleg barnabókahátíð BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR Hirð Lúðvíks XV Brynja Benediktsdóttir leikstjóri hefur verið að lesa tvær ævisögur. Sú fyrri er Madame de Pompadour eftir Christine Pevitt Algrant. „Þetta er nokkuð skemmti- leg bók,“ segir Brynja, „og áherslan er á lífið við hirð Lúðvíks XV. Höfundurinn dregur fram að völd kvenna, ekki bara Madame Pompadour, eru mikil og þær stjórna bak við tjöldin. Það sem mér kom mest á óvart var hvað Pompadour var fín leikkona. Frá því hún fluttist til hirðarinn- ar var hún að leika aðalhlutverk í sýning- um og söng og dansaði til að skemmta kónginum og fólki hans. Það var há staða að vera hjákona konungs enda var mikið keppikefli fyrir aðalskonur að hreppa þann titil. Pompadour var í áraraðir ást- kona konungs og skrifaði fjölda bréfa til vina og ráðamanna sem orðrétt er vitnað í. Þessi bók er vissulega ánægjuleg lesn- ing og góð viðbót við það sem maður var búinn að kynna sér áður. Seinni bókin sem ég var að lesa fjallar um John F. Kennedy og heitir The Dark Side of Camelot. Mjög merkileg bók. Fjöl- skylda Kennedys var eins konar ríki í rík- inu, þetta var forríkt fólk og siðferði þess afar ólíkt siðferði venjulegs fólks. Bókin fjallar meðal annars um tengsl Kennedys við mafíuna og kvennafar sem þótti eðli- legt í fjölskyldu hans. Líf Kennedys var ekki ólíkt lífi Lúðvíks XV því báðir áttu þeir hjákonur. Þessar tvær bækur eiga það sameiginlegt að sýna siðleysi valda- mannsins á ólíkum tímum, í Bandaríkjun- um um miðja 20. öld og í Frakklandi á 18. öld. ■ [ LESANDI VIKUNNAR ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.