Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 25. september 2004 ■ FYRIRLESTUR Við erum blandaður kór, skemmtilegur hópur með metnaðarfulla dagskrá. Árnesingar, jafnt sem aðrir, eru velkomnir. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben. Upplýsingar gefa Gunnar í síma 697-8791 og Ragnheiður í síma 694-1431. Óskum eftir nýjum félögum í allar raddir ■ ■ SKEMMTANIR  Atli skemmtanalögga og Dj Áki Pain á Pravda.  DJ Palli Maus heldur uppi argandi stemningu á Kaffi List.  Hermann Ingi úr Logum syngur og leikur fyrir gesti Búalfsins í Breið- holti.  Spilafíklarnir spila á Dubliner.  Plötusnúðurinn Tinni fer í gegnum 50 ára sögu rokksins á Ellefunni, Laugavegi 11. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 "Haustganga" á vegum Skóg- ræktarfélags Garðabæjar verður farin frá Minjagarði við Hofsstaði, aðkoma frá Vífilsstaðavegi. Geng- ið verður um Hæðahverfi og fallegir garðar skoðaðir. Göngunni lýkur á upphafsstaðnum, Minja- garði, þar sem margt er að skoða. Leiðsögumaður verður Erla Bil Bjarnardóttir formaður Skóg- ræktarfélags Garðabæjar og garð- yrkjustjóri í Garðabæ. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Einar Hreinsson sagnfræð- ingur flytur erindi um tengslanet og frændsemisfylgi í húsnæði Sögufélagsins, Fischersundi 3. ■ ■ FUNDIR  14.00 Í tengslum við gerð aðal- skipulags Þingvallasveitar boðar sveitarstjórn Bláskógabyggðar til opins fundar í Hótel Valhöll á Þingvöllum. Á fundinum verður aðalskipulagstillaga sveitarstjórnar kynnt og rædd. ■ ■ SAMKOMUR  23.00 Rolling Stones-hátíð að hætti Vestfirðinga verður á Draugabarnum á Stokkseyri með hljómsveitinni Mae West. ■ ■ DANSLIST  15.00 Grænlenska fjöllistakonan Jessie Kleemann sýnir dans byggðan á gömlum grænlenskum hefðum á sýningu samlöndu sinnar, Isle Hessner, í Sigurjóns- safni á Laugarnesi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Einar Hreinsson sagnfræðingur hefur undanfarin ár rannsakað tengslanet íslenskra valda- manna á 18. og 19. öld. Hann varði doktorsritgerð um þessi efni við Gautaborgarháskóla fyrir tæpu ári. Í dag ætlar hann að skýra frá rannsóknum sínum í fyrirlestri á aðalfundi Sögufé- lagsins, sem haldinn verður í húsi félagsins í Fischersundi. „Allir Íslendingar sem gegna þessum embættum voru skyldir eða tengdir á einhvern hátt. Stephensen, Thorarensen og Finsen eru til dæmis allt ná- skyldar fjölskyldur. Það segir sitt að árið 1803 var Ólafur Stephensen hér æðsti embættis- maður, og 1903 var það Magnús Stephensen,“ segir Einar. „Ég hef meðal annars verið að spá í það hvað danska ríkið var að pæla þegar embættis- menn voru ráðnir á Íslandi.“ Oft mæltist misvel fyrir þeg- ar Danir voru ráðnir í embætti á Íslandi þrátt fyrir að íslenskir embættismenn hafi mælt ein- dregið með einhverjum landa sínum. „En þá var viðbáran hjá Dönum alltaf sú sama: Þessir Íslendingar eru alltaf skyldir hver öðrum, þetta er bara ein- hver smáklíka sem stjórnar þarna, þess vegna verðum við að ráða Dana í staðinn.“ Stóran þátt í þessu ástandi átti það fyrirkomulag, sem tekið var upp í Danmörku á einveldistíman- um, að embættismenn hlytu sjálf- krafa aðalsnafnbót, sem reyndar gekk ekki að erfðum. „Ólafur Stephensen stiftamt- maður kepptist til dæmis alla tíð við að skýra út fyrir öllum að hann væri aðalsmaður til þess að réttlæta stöðu sína.“ Með því að passa að embættin héldust innan klíkunnar kom þessi íslenski aðall því til leiðar að aðalstignin hélst í fjölskyldunni, þótt hún erfðist ekki að lögum. „Niðurstaða mín er sú, meðal annars, að það er miklu minni munur á íslensku samfélagi og evrópsku en menn hafa haldið hingað til. Það er tóm vitleysa að íslenskt þjóðfélag hafi ekki verið stéttskipt.“ ■ EINAR HREINSSON Ræðir um íslenskan aðal á 18. og 19. öld í fyrirlestri sínum hjá Sögufélaginu í dag. Íslenskur aðall var til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.