Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 2
2 27. september 2004 MÁNUDAGUR VEÐUR Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við felli- bylinn Jeanne í fyrrinótt og gær- morgun. Hún gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pi- erce og Okeechobee. Guðjón Sverrisson hefur búið í Miami í fjögur ár en hann er fjár- málastjóri Strax, sem er fyrirtæki að mestu í eigu íslenskra banka og annarra fjárfesta og fæst við sölu farsíma og aukahluta. „Það var allt með kyrrum kjörum hjá okkur, utan hvað það rigndi nokkuð hressilega hjá okkur í morgun,“ sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er orðinn vanur aðvörunum um yfirvofandi fellibylji því á síðustu vikum hafa fjórir slíkir stefnt á Florída og valdið mismiklum skaða. „Charlie kom fyrstur, hann kom upp að vesturströnd Flórída og fór þar í gegnum landið. Svo kom Frances austan megin, þá Ivan sem Florída slapp raunar að mestu við og svo Jeanne nú. Fólk hér í Miami er orð- ið vant þessu og hleypur vart upp til handa og fóta lengur því skaðinn hefur nánast enginn orðið. Það hugsar frekar með sér; hann kemur ef hann kemur.“ Guðjón sagði þó fjölmarga íbúa Flórídaskaga hafa orðið illa úti í byljum síðustu vikna, það væri greinilegt af fréttunum en vart væri frá öðru sagt en óveðrinu og tjóninu sem það olli. ■ Skólastjóri Safamýrarskóla: Mótmælir orð- um og athöfnum KJARAMÁL Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, er óhress með að forysta Kennara- sambandsins noti nafn skólans til að réttlæta og styðja ákvörðun fulltrúa síns í undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga. Hún er líka óhress með að undanþágu- beiðni fyrir þrettán kennara skólans hafi verið hafnað. Í Fréttablaðinu í gær sagði Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara að nefndarmaðurinn væri marg- reyndur kennari úr Safamýrar- skóla og fyrir vikið bæri að taka fullt mark á afstöðu hans. Erla sendi Finnboga og Eiríki Jónssyni formanni KÍ bréf í gær þar sem hún harmar að skólinn sé dreginn inn í umræðuna. Þá lýsir hún sig fullkomlega ósammála mati nefndarmannsins á hvort neyðarástand ríki á heimilum nemenda Safamýrarskóla eða ekki. Fullyrðir hún raunar að slíkt ástand ríki og hafi gert síðan á miðvikudag, þegar hún sótti um undanþágur fyrir þrettán kennara skólans svo nítján nemendur hans fengju sína kennslu. Nefndarmað- urinn, kennari við Safamýrar- skóla og undirmaður Erlu, hafnaði beiðninni. Erla áfrýjaði úrskurð- inum en ekki hefur verið fjallað um erindið á ný. ■ Lítill vilji til að setja lög á kennara Lítill hljómgrunnur meðal þingmanna fyrir því að binda enda á kenn- araverkfall með lögum. Vinstri-grænir útiloka það. Þingmenn Samfylk- ingar áttu fund með sveitarstjórnarmönnum. KJARAMÁL Þingflokkar stjórnar- flokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveit- arstjórnum. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar-græns framboðs hefur fjall- að um verkfallið. Ögmundur Jón- asson, formaður hans, segir þing- flokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna. ghg@frettabladid.is EINN BÍLANNA SEM SKEMMDUST Skemmdir urðu á fimm bílum og byggingu þar sem bíll eins Hamas-leiðtoga var sprengdur í loft upp í Sýrlandi. Ísraelar teygja sig til Sýrlands: Hamas-liði myrtur SÝRLAND, AP Bílasprengja grand- aði einum leiðtoga Hamas-sam- takanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært. Bíll Izz Eldine Subhi Sheik Khalil sprakk fyrir utan heimili hans þegar hann reyndi að starta honum.Dreifðist brak bílsins um nágrenni heimilisins. Ísraelska ríkisstjórnin hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingar en talið er að hún hafi fyrirskip- að aftökuna. Hún er sú fyrsta á sýrlenskri grundu frá 1997. Þá var reynt að myrða Khaled Mashaal sem stjórnar nú hópi Hamas-liða í Jórdan. ■ HELGI OG SPASSKY Boris Spassky afhendir Helga Ólafssyni, sigurlaunin i einstaklingskeppni. Upphaf Íslandskynningar: Sigruðu Frakka í skák PARÍS Íslendingar voru sigursælir á árlegu skákmóti öldungadeildar franska þingsins í París um helg- ina. Ísland sigraði Frakkland 3-1 í landskeppni og síðan sigraði Helgi Ólafsson í hraðskákmóti fjögurra stórmeistara frá hvoru landi. Sigraði Helgi franska stór- meistarann Laurent Fressinet í úrslitaskák í gær. Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák var verndari mótsins ásamt Halldóri Blöndal, forseta Al- þingis. Mótið er haldið í tengslum við viðamikla tveggja vikna Ís- landskynningu sem hefst form- lega í Paris í dag. ■ Við erum ekki ennþá búnir að toppa. Þorvaldur Örlygsson er þjálfari KA sem vann FH í undanúrslitum bikarkeppninnar og er liðið þar með komið í úrslit. KA tapaði hins vegar fyrir FH fyrir viku síðan með þeim afleiðingum að liðið féll niður um deild. SPURNING DAGSINS Þorvaldur, toppuðuð þið ekki viku of seint? TF-LÍF sótti ökumanninn og flutti til Reykjavíkur. Sótti slasaðan ökumann: Ók á hliðstólpa BÍLDUDALUR Maður ók á hliðstólpa skammt frá Bíldudal um fimm- leytið á sunnudagsmorguninn. Stólpinn gekk í gegnum fram- rúðuna á bílnum og í höfuð öku- mannsins sem hlaut af því tölu- verða áverka. Ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF- LÍF, á Borgarspítalann þar sem hann gekkst strax undir aðgerð. Maðurinn er alvarlega slasaður og var ennþá í skurðaðgerð klukkan þrjú í gærdag. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. ■ VEÐURLÍKAN Á myndinni sést hvar Jeanne kom á land í Flórída. M YN D /A PFellibylur fer yfir Flórída: Kemur ef hann kemur ÖGMUNDUR JÓNASSON Þingflokkur Vinstri grænna hefur fjallað um verkfall kennara. Hann styður kjarabaráttu þeirra og útilokar að samþykkja lög á verkfallið. FLAUG Á FJALL Sautján ára piltur brotlenti svifdreka í fjallshlíð ofan við Ketilseyri í Dýrafirði á laugardagskvöldið. Pilturinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en reyndist ekki alvarlega slasaður. FLUTTUR MEÐ ÞYRLU Gangna- maður slasaðist við fjallið Strút norðan við Mælifellssand í gær- morgun. Maðurinn hlaut höfuðáverka og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. ELDUR Á SAMBÝLI Eldur kom upp á sambýli fatlaðra í Reykja- dal í Mosfellssveit í gærmorgun. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Enginn slasaðist og skemmdir voru minniháttar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.