Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 4
4 27. september 2004 MÁNUDAGUR Telja íþróttir og tómstundamál lítið eiga sammerkt með menningarmálum: Óttast breytingar hjá borginni STJÓRNSÝSLUBREYTING Forsvars- menn íþróttahreyfinga Reykja- víkur óttast að breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar dragi úr fjármagni til íþrótta- og tómstundamála sé litið til lengri tíma, segir Ragnar Reynisson for- maður Íþróttabandalags Reykja- víkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn segir R-listann hafa staðið í mörgum lítt hugsuðum breytingum á stjórnkerfi Reykja- víkurborgar. Ragnar segir núverandi kerfi ekki flókið. Með breytingunni gæti hins vegar orðið erfiðara að ná til manna sem hafi raun- verulegan áhuga á íþróttum: „Við hræð- umst að áherslun- um verði breytt og meiri peningar verði settir í menningarmálin en íþróttamálin. Við hræðumst að eiga erfiðara með að þoka okkar málum áfram í kerfinu,“ segir Ragnar. Hann segir að þó hægt sé að finna sameiginlega snertifleti íþrótta- og menningarmála séu málefnin í heildina ólík. Forkólfar menningarmála nefni til dæmis oft til sögunnar að nú hafi nægi- lega verið byggt af íþróttahöllum og fótboltavöllum, og að komið sé að byggingu tónlistarhallar. Vilhjálmur segir nauðsynlegt að leitað verði samráðs um breyt- ingarnar. „Markmiðið með breyt- ingum á stjórnkerfi borgarinnar á að vera að bæta og efla þjónustu við borgarbúa og auðvelda þeim aðgengi að stjórnsýslunni. Ekki aðeins að gera breytingar breyt- inganna vegna.“ ■ Verkfall veldur ekki varanlegum skaða Barnasálfræðingur segir ólíklegt að verkfall valdi fötluðum börnum varanlegum skaða. Þau geti þó þurft sinn tíma til að jafna sig. Móðir fatlaðs drengs segir stöðuna vonlausa til lengri tíma. KENNARAVERKFALL Þrátt fyrir mikla röskun í lífi fatlaðra barna í verk- falli kennara er ólíklegt að það valdi þeim varanlegum skaða og að þeim fari aftur, segir Gyða Haraldsdóttir barnasálfræðingur og sviðsstjóri á Miðstöð heilsu- verndar barna. Hún segir það geta tekið börnin daga, jafnvel vikur að ná fyrra öryggi sem í lífi þeirra var fyrir verkfallið. Gerður Aagot Árnadóttir, for- maður Foreldra- og styrktar- félags Öskjuhlíðarskóla og móðir 11 ára drengs í skólanum, segir stöðu fjölskyldna fatlaðra barna vonlausa til lengri tíma. „Vikan er búin að vera erfið og við finnum það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða.“ Hún segir son sinn þurfa aðhald og vitneskju um að hverju hann gangi. Hann eigi ekki vini nema þá sem hann hitti í skól- anum. Hann þurfi að komast í sitt fasta form. Gyða segir óheppileg áhrif verkfalls kennara verða meiri eftir því sem það teyg- ist á langinn: „Yfir heildina kemur svona röskun verr við fötluð börn en heilbrigð. Bæði af því að þau þola verr röskun á dag- legum venjum og líka að þau meiga síður við að missa af þeirri kennslu og þálfun sem þau þurfa að fá.“ Gyða segir verkfallið ekki aðeins snúa að börnunum sjálfum heldur ekki síður fjölskyldulífi þeirra. Gerður segir málflutning kenn- ara um stöðu fatlaðra barna und- arlegan. Hún hafi trúað því að undanþága fengist svo börnin gætu sótt skóla: „Það eru kennar- arnir sem vinna mikið með fötluðu börnunum sem þetta segja. Þetta eru sömu kennararnir og berjast fyrir bættum kjörum vegna þess að vinna þeirra sé svo erfið, vegna þess að það sé svo mikið að börn- um með sérþarfir og vegna þess að þeir þurfi að eyða svo miklum tíma í undirbúning. Á sama tíma segja þeir að það sé enginn munur á börnunum. Það er okkur foreldr- um fatlaðra barna óskiljanlegt. Við höfum ekkert val. Okkur er stillt upp við vegg. Verkfallið bitnar á börnunum okkar og á öllu fjölskyldulífinu. Það er hart að þurfa að vera í þeirri stöðu.“ gag@frettabladid.is Hornafjörður: Fá börn í dagvistun VERKFALL Fá börn í Hornafirði sækja í Hafnarskóla eftir klukkan tvö á daginn þó starfsemi dagvist- unarinnar sé í fullum gangi. Um 400 börn sitja heima vegna verkfallsins en húsverðir, skóla- liðar, stuðningsfulltrúar, skrif- stofufólk, starfsfólk mötuneyta og skólastjórnendur mæta í vinnu. Samkvæmt Samfélagsvef Horna- fjarðar reynir starfsfólkið að finna sér verkefni sem ekki teljast í verkahring kennara. Tiltekt og þrif sé þar helst á dagskrá og segja gárungar skólann ekki hafa verið eins hreinan síðan í síðasta kennaraverkfalli árið 1995. ■ ,,Vikan er búin að vera erfið og við finn- um það á krökkunum. Þau eru orðin ör og þola illa þennan þvæling milli staða. Eiga kennarar að veita undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu til útlanda í vetur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 15% 85% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun BRÚIN YFIR LAGARFLJÓT Um 700 millilítrum af feiti var smurt á rör og öxla. Hitaveitan dælir hundrað þúsund lítrum af vatni á klukkustund. Hitaveita Egilsstaða og Fella: Olíulykt af heita vatninu HÉRAÐ Héraðsbúum brá sumum í brún á dögunum þegar olíufnyk lagði af heita vatninu úr krönum þeirra. Skipt var um dælu í einni af borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella og var notast við sérstaka feiti til að skrúfa dæluna saman. Liggur þar hundurinn grafinn. Fnykinn lagði af feitinni. Guðmundur Davíðsson hita- veitustjóri sagði í samtali við Fréttablaðið að feitin væri notuð í matvælaiðnaði og vitaskuld algjör- lega hættulaus. Lyktin fannst í tvo til þrjá daga en síðan ekki söguna meir. ■ Kennaraverkfall: Sveitarfélögin spara KJARAMÁL Á fimmtudag, þegar samninganefndir sveitarfélaga og kennara koma aftur saman, hafa sveitarfélögin sparað um 400 milljónir króna, sem hefðu annars verið greiddar kennurum í laun. Gera má ráð fyrir að meðalstórt sveitarfélag á höfuðborgarsvæð- inu spari um þrjár milljónir á dag í verkfallinu og á fimmtudag nemur því sparnaðurinn um 35 milljónum. Það er fjárhæð sem dugar fyrir rekstri vinnuskóla unglinga yfir sumartímann. ■ GYÐA HARALDSDÓTTIR Segir að þegar skólum sleppi og ekkert annað taki við verði mikið rót og óvissa í lífi barn- anna sem skapi óróleika hjá þeim. Ólíklegt sé þó að verkfallið valdi varanlegum skaða eða að börnunum fari aftur. 1. Akraneskaupstaður óskaði eftir undanþágu svo hægt væri að kenna barni sem er alvarlega fatlað. Hafnað. 2. Skólastjóri Giljaskóla á Akureyri óskaði eftir undanþágu vegna fjölfatlaðra nemenda. Hafnað. 3. Fjölskylduráð Vestmannaeyja óskaði eftir undanþágu svo börn sem eiga við félagsleg, geðræn og hegðunarleg vandkvæði að stríða gætu sótt skóla. Frestað. 4. Skólastjóri Kleppjárnsreykjaskóla óskaði eftir undanþágu svo nemendur á meðferðarheimilinu að Hvítárbakka gætu sótt nám. Hafnað. 5. Skólastjóri Síðuskóla á Akureyri óskaði eftir undanþágu svo hægt væri að kenna einhverfum börnum. Hafnað. 6. Skólastjóri Öskjuhlíðarskóla óskaði um undanþágu fyrir 39 kennara skólans til að kenna þroskaheftum og fjölfötluðum nemend- um skólans. Hafnað. 7. Skólastjóri Safamýrarskóla óskaði eftir undanþágu svo 19 fjölfatlaðir nemendur gætu sótt skólann. Hafnað. 8. Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði óskaði eftir undanþágu vegna nemenda við sérdeild skólans. Frestað. 9. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra óskaði eftir undanþágu vegna fatlaðra barna í skóla og dagvistun á Akureyri. Formgalli. 10. Aðstoðarskólastjóri Oddeyrarskóla á Akureyri óskaði eftir undanþágu vegna nemanda við sérdeild skólans. Frestað. 11. Yfirlæknir BUGL, Landspítala-háskólasjúkrahúsi óskaði eftir undanþágu vegna kennslu við Brúarskóla. Formgalli. 12. Skólastjóri Vallaskóla á Selfossi óskaði eftir undanþágu til að raska ekki skólagöngu fjölfatlaðra nemenda. Hafnað 13. Skólastjóri Mýrarskóla óskaði eftir undanþágu vegna fjögurra fatlaðra nemenda. Afgreiðslu frestað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Norræna ráðherranefndin veitir styrk til að varpa ljósi á kynbundinn launamun: Launamisrétti rannsakað FÉLAGSMÁL Launamunur kynjanna á Norðurlöndunum hefur lítið minnkað á umliðnum árum og jafnvel aukist. Þetta hefur gerst þrátt fyrir viðamikla löggjöf sem ætlað er að tryggja jafnrétti í þessum efnum. Norræna ráðherranefndin á sviði jafnréttismála hefur veitt verkefninu Mælistikur á launa- jafnrétti styrk upp á rúmar átta milljónir króna en því er ætlað að varpa ljósi á kynbundinn launa- mun á Norðurlöndunum. Greina á upplýsingar um laun og lagðar til leiðir til úrbóta. Dr. Lilja Móses- dóttir, prófessor við Viðskiptahá- skólann á Bifröst, stýrir verkefn- inu. Í tilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu segir að vonast sé til að nákvæm greining á stöðunni verði stórt skref í átt að því að snúa þróuninni við. ■ ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Launamunur kynjanna á Norðurlöndunum hefur aukist undanfarin ár þrátt fyrir viðamikla löggjöf sem sporna átti gegn því. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Nauðsynlegt að hafa samráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.