Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 6
ATVINNUMÁL Siglfirðingar hafa þungar áhyggjur af atvinnu- málum í bænum en störfum hefur snarfækkað á undanförn- um árum og íbúum um leið. Nýjasta höggið er rækjubrestur- inn sem kemur sárlega niður á Siglufirði og bendir flest til þess að Þormóður rammi - Sæberg leggi tveimur rækjutogara sinna og geri þann þriðja út, annars staðar frá. Á félagsfundi Verkalýðsfélags- ins Vöku á laugardag var sam- þykkt ályktun þar sem þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sameinast um að snúa vörn í sókn. Signý Jóhannesdóttir formað- ur Vöku segir að gífurlegur sam- dráttur hafi orðið á skömmum tíma. „Fyrir nokkrum árum unnu 25 félagsmenn í síldarverksmiðj- unni, nú eru þeir sex. Þá voru átta á skrifstofunni en eru tveir í dag. Fyrir örfáum árum unnu 120 manns á tuttugu tíma vöktum á sólarhring, sex daga vikunnar, í rækjuverksmiðju Þormóðs ramma - Sæbergs. Núna eru þar 60 manns á sextán tíma vöktum, fimm daga vikunnar. Yfir tuttugu manns unnu í rækjuvinnslunni Pólum, það fyrirtæki hefur lagt upp laupana. Siglfirðingur hf. gerði út tvö frystiskip, þau eru horfin og í þeirra stað kominn smábáturinn Keilir. Störfum sjó- manna hefur fækkað hjá Þormóði ramma - Sæbergi. Svona get ég haldið áfram,“ segir Signý og bendir á að allur þessi samdráttur komi að auki illa niður á þjónustu- fyrirtækjum í landi. Hún var í gær á leið til Reykja- víkur með bílinn sinn í sprautun, einhvern tíma hefði slíka þjón- ustu verið að fá á Siglufirði. Signý segir að um tuttugu manns séu á atvinnuleysisskrá en það gefi reyndar ekki rétta mynd af ástandinu því fólk flytji úr bænum þegar það missi vinnuna. Ólafur Kárason formaður bæj- arráðs Siglufjarðar segir ástandið dapurt og að enn geti dökknað. „Hljóðið er þungt í bæjarbúum en það má ekki mála þetta of dökkum litum. Við verðum að halda í bjart- sýnina,“ sagði hann í spjalli í gær. Ólafur gat ekki svarað með hvaða hætti bæjarstjórnin gæti komið að málum en sagði þó stefnt að því að hitta forsætisráð- herra að máli. „Við ætlum að reyna að funda með honum og fara yfir stöðuna.“ Óvíst er hvenær af fundinum getur orðið en fulltrúar bæjarins eru á suður- leið á þriðjudag til árlegra við- ræðna við fjárlaganefnd Alþingis. Reynt verður að hitta ráðherrann í leiðinni. Ólafur Kárason er trúr þeirri afstöðu sinni að bjartsýni sé nauðsynleg og svarar, „auðvitað eru alltaf tækifæri,“ spurður hvort einhver leið sé út úr vand- anum. bjorn@frettabladid.is 6 27. september 2004 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Sautján milljónir manna deyja ár hvert úr hjarta- sjúkdómum eða hjartaáföllum. Það er um þriðjungur þeirra sem deyja á ári í heiminum. Þetta kom fram á fundi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar sem haldinn var í tilefni alþjóð- lega hjartadagsins sem var í dag. Í bók sem gefin var út í tilefni dagsins kemur fram að áttatíu prósent þeirra sem teljast líklegir til að deyja úr hjartasjúkdómum séu úr meðal- eða láglaunahópum. Þá hafa hjartasjúkdómar greinst í auknum mæli í börnum og konum, vegna óheilbrigðra lífshátta, hás blóðþrýstings, offitu, sykursýki, reykinga og lélegs líkamlegs ástands. Of feit börn eru talin þrisvar til fimm sinnum líklegri en önnur börn til að fá hjarta- áfall fyrir 65 ára aldur. ■ Störfum fækkar jafnt og þétt á Siglufirði Erfiðleikar eru í atvinnumálum Siglufjarðar. Gífurlegur samdráttur á undanförnum árum, segir formaður verkalýðsfélagsins. Verðum að vera bjartsýn, segir formaður bæjarráðs. Ölvaðir undir stýri: Ók út af LÖGREGLA Á Dalvík var einn öku- maður handtekinn grunaður um ölvun við akstur klukkan tvö að- faranótt sunnudags. Ökumaður- inn, sem var ung stúlka, missti stjórn á bílnum og fór hann út af veginum. Enginn skaði varð, hvorki á eignum né fólki. Á Eskifirði var einn ökumaður handtekinn aðfaranótt sunnudags, grunaður um að aka bíl undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn ók bílnum út af veginum en engin slys urðu á fólki og ekki heldur eignaskaði. Í Reykjavík var einn ökumaður tekinn, grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis í gærmorgun. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvað kallast fjórði fellibylurinn semfór yfir Flórídaskagann á síðustu sex vikum? 2Hve margar undanþágubeiðnir hafaborist í verkfalli kennara? 3Hver er formaður Rafiðnaðarsam-bands Íslands? Svörin eru á bls. 30 BÍLVELTA Á VESTURLANDSVEGI Tveir menn hlupu af vettvangi eftir bílveltu á Vesturlandsvegi aðfaranótt laugardags. Hafa þeir báðir gefið sig fram við lögreglu. Fimm manns voru í bílnum og voru allir ölvaðir. Mennirnir virtu ekki merkingar um hjáleið og keyrðu á steinstólpa þar sem framkvæmdir standa yfir og veltu bílnum. ÖLVUNARAKSTUR Á HÖFN Lög- reglan á Höfn hafði afskipti af manni föstudagsnóttina og reynd- ist hann vera ölvaður undir stýri. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ DÓMSMÁL ÓK FULLUR Ríflega fimmtugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka undir áhrifum áfengis fyrir rúmu ári. Maðurinn var stöðvaður af lög- reglu á leiðinni til Patreksfjarðar og mældist vínandamagn í blóði hans 2 prómill. Maðurinn þarf að greiða 130 þúsund króna sekt og missir ökuréttindin í eitt ár. OFFITA Ein helsta ástæða hjartasjúkdóma. Fundur Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar vegna alþjóðlega hjartadagsins: Þriðjungur deyr úr hjartakvillum FRÁ SIGLUFIRÐI Enn eru blikur á lofti í atvinnumálum Siglfirðinga. Rækjubresturinn kemur illa niður á Þormóði ramma - Sæbergi og þar með fjölmörgum íbúum bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.