Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 8
8 27. september 2004 MÁNUDAGUR Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna: Darfur verður að fá heimastjórn SÚDAN, AP „Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur,“ sagði Ruud Lubbers, flóttamanna- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súd- önsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. Ummæli Lubbers ganga lengra en það sem erlendir ráðamenn og embættismenn hafa sagt til þessa þegar þeir hafa rætt lausn nær tveggja ára langs borgarastríðs sem hefur kostað 50 þúsund manns lífið og orðið til að hrekja hálfa aðra íbúa héraðsins á flótta. Hann tók fram að þótt stjórnvöld veittu héraðinu sjálfstjórn þýddi það ekki að þau væru að gefa héraðið frá sér. „Hvað meina þeir með sjálf- stjórn svæðisins? Þetta er eitthvað sem verður að ræða,“ sagði Mohammed Youssef Abdullah, ráðherra mannúðarmála í súd- önsku ríkisstjórninni, og kvað stjórn sína reiðubúna til samninga um heimastjórn. ■ Fréttahaukur hleypur á sig Dan Rather hjá CBS, gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um Banda- ríkjaforseta þegar hann birti fölsuð minnisblöð um herþjónustu hans. Hætt er við að orðstír þessa farsæla fréttamanns bíði varanlegan hnekki. FJÖLMIÐLAR Frægðarsól banda- ríska fréttamannsins Dan Rather hefur hnigið hratt eftir að upp komst að minnisblöð sem sýnd voru í frétta- þættinum „60 Minutes II“ voru fölsuð. Í blöðun- um kom fram að George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefði notið sérstakra forréttinda á meðan hann gegndi herþjón- ustu í þjóð- varðliði Texas- ríkis og óhlýðn- ast skipunum. Rather baðst afsök- unar í liðinni viku á mistökunum en þá hafði tæpur hálfur mánuður liðið síðan þættinum var sjón- varpað á CBS sjónvarpsstöðinni um öll Bandaríkin. Repúblikanar eru að vonum æfir og þykir þessi aldni fréttahaukur hafa beðið gíf- urlegan álitshnekki af málinu. Dan Rather er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur lifað og hrærst í heimsfréttunum síðustu hálfa öldina. Hann vakti fyrst verulega athygli árið 1963, þá ungur fréttamaður í Texas, þegar Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dallas. Æ síðan hefur hann verið í eldlínunni og flutt löndum sínum fréttir af helstu viðburðum samtímans. Til dæmis kom hann til Íslands árið 1986 vegna leiðtogafundar þeirra Reagans og Gorbachevs. Ólafur Sigurðsson var þá fréttamaður hjá Sjónvarpinu og hafði af honum örlítil kynni. „Hann hafði mikla aðstöðu við Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og lýst- ust húsin við Tjörnina upp þegar kösturunum var beint að sviðs- myndinni hjá honum.“ Óli Tynes, fréttamaður, hitti Rather tíu árum síðar á framboðsfundi Bill Clintons í Virginíuríki. „Hann var ósköp svipaður útlits á skjánum nema ögn lægri í loftinu og auðvitað ekki eins fínt klædd- ur heldur í gallabuxum og s a f a r í j a k k a . Hann bauð af sér góðan þokka og var alþýðleg- ur í framkomu við okkur hina.“ Ólafur bendir hins vegar á að Rather sé óvinsæll meðal margra starfsbræðra sinna því hann þyki harðdrægur og sínkur á sviðsljósið. Hafa sam- starfsmenn hans hrakist úr starfi vegna hans, til dæmis fréttakonan Connie Chung.. Burtséð frá atburðum síðustu daga þá eru þeir Ólafur og Óli sammála um að Rather sé afar snjall fréttamaður sem hefur unnið sig upp í fréttastjórastöð- una hjá CBS algerlega á eigin verðleikum. Hins vegar greinir þá á um hvaða áhrif fölsunar- málið mun hafa á stöðu Rathers. Á meðan Óli telur að Bandaríkja- menn verði fljótir að fyrirgefa honum mistökin þá segir Ólafur að hann sé heppinn að hafa haldið starfinu eftir að hafa beðið alltof lengi með að biðjast afsökunar. „Hann sem frétta- stjóri hjá stöðinni verður að taka ábyrgð á svo skelfilegum mistök- um.“ Eins og títt er um banda- ríska fjölmiðlamenn þykir Rather hallur undir Demókrata- flokkinn og það gerir stöðu hans enn verri í þeirri orrahríð sem hann stendur nú í. Búast má því við að hann setjist fljótlega í helgan stein, rúinn trausti. sveinng@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL FRAMHALDSSKÓLA- NEMA SEM LÆRÐI HVERT ER- LENT TUNGUMÁL 1999-2003 Enska 41% Danska 24% Þýska 17% Franska 8% Spænska 6% Sænska 0,3% Íslenska fyrir útlendinga 3,25% Ítalska 0,2% Norska 0,15% Rússneska 0,1% Heimild: Hagstofa Íslands – hefur þú séð DV í dag? Einar Ágúst fer á Vog síðar í da g Eurovision-stjarna flækt í stærsta fíkniefnamál síðari ára www.baendaferdir.is s: 570 2790 K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A K Ö -H Ö N N U N /P M C til Würzburg í Þýskalandi 2. - 5. desember 2004 9. - 12. desember 2004 Jólaferð okkar er að þessu sinni heitið til Würzburg í Þýskalandi, borgar sem í ár fagnar 1300 ára afmæli sínu. Borgin mun því skarta sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahugmyndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Verð kr. 55.000 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. LUBBERS KEMUR TIL TSJAD Ruud Lubbers kom til Tsjad til að skoða hvernig óöldin í Darfur hefði haft áhrif á þeim svæðum sem liggja að héraðinu. GEORGE W. BUSH Repúblikanar eru æfir vegna mistaka Dan Rather og þykir þessi aldni fréttahaukur hafa beðið gífurlegan álitshnekki af málinu. DAN RATHER Birti minnisblöð sem voru í raun unnin með nýleg- um hugbúnaði. ÓLAFUR SIGURÐSSON Segir Rather snjall- an fréttamann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.