Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 10
10 27. september 2004 MÁNUDAGUR NAUÐÞURFTUM STOLIÐ Mikil neyð ríkir á Haíti eftir að fellibylurinn Jeanne fór þar yfir. Barist er um nauð- þurftir og vatni sem átti að koma á verst settu svæði eyjunnar var stolið. Niðurstaða enskrar rannsóknar birt í virtu læknavísindariti: Hundar finna lykt af krabbameini ENGLAND, AP Vísindamenn í Eng- landi hafa komist að því að hundar finna lykt af krabbameini. Hundar hafa allt að hundrað þúsund sinnum betra lyktarskyn en mannfólkið. Hundarnir voru látnir þefa af þvagi fólks, sem bæði var með krabbamein og heilbrigt. Hundarnir sýndu þvagi fólksins sem var með krabbamein miklu meiri áhuga og segja vísindamenn að það kunni að stafa af því að sérstök prótein finn- ist í þvagi þeirra. Vísindamennirnir telja hins vegar of snemmt að segja nokkuð til um það hvort læknavís- indin geti nýtt sér þessa sérstöku hæfni hunda. Frekari rannsóknir þurfi til að skera úr um það. Árið 1989 byrjuðu tveir enskir húðsjúkdómalæknar að rannsaka hvort hundar gætu fundið lykt af krabbameini. Tildrög þess voru að kona kom til þeirra og sagði að hundurinn hennar þefaði stanslaust af fæðingarbletti sem hún væri með á fætinum. Einu sinni þegar hún var í stuttbuxum hefði hann gert tilraun til að bíta fæðingarblettinn af. Í ljós kom að fæðingarbletturinn var ill- kynja og var hann skorinn burt. Konunni varð ekki meint af. ■ ORKUMÁL Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnis- væðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í lið- inni viku, var metinn árangur af akstri vetnis- strætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúla- sonar, fram- kvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að á r a n g u r- inn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lent- um við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki kom- ið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en til- raunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár.“ Jón sagði að bíla- framleiðandinn Daim- ler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bil- anatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari.“ Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper- rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnis- bíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans.“ Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmynd- ir um nýtingu tækninnar í sam- göngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt.“ Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar y r ð i flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðst yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orku- öryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í ör- fáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjör- lega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að fram- leiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku.“ Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fjárstyrk til Evrópusam- bandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samn- ingaviðræður við bílaframleiðendur um að tilrauna- keyra bílaflota hér á landi. Við von- umst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í er- lenda sjóði.“ ghg@frettabladid.is RÁFAÐI UM Í KONUNGSHÖLL Breskur blaðamaður komst inn í Holyroodhouse, höll bresku kon- ungsfjölskyldunnar í Skotlandi, og ráfaði þar um þar til iðnaðar- maður sem vann að viðgerðum á húsinu sagði honum að snáfa út. Engir öryggisverðir létu sjá sig og segir fréttastjóri The Sunday Times þetta enn eitt dæmið um slaka öryggisgæslu. SVINDLUÐU Á ÁHORFENDUM Sex manns voru handteknir eftir að upp komst um fjársvik grískrar sjónvarpsstöðvar. Áhorfendur voru hvattir til að hringja inn í skemmtiþátt í von um að vinna verðlaun. Síðan voru þeir látnir bíða í símanum í fimmtán mínútur án þess að vera svarað og rukkað- ir um fleiri þúsund krónur. NEITAR AÐILD Tsjetsjenski upp- reisnarforinginn Aslan Mask- hadov hefur þvertekið fyrir að hafa átt nokkurn þátt í gíslatök- unni í Beslan í suðurhluta Rúss- lands þar sem 340 manns létust. Í yfirlýsingu hét þessi fyrrverandi forseti Tsjetsjeníu því að koma lögum yfir Shamil Basajev sem stóð að árásinni, en ekki fyrr en að stríðinu í Tsjetsjeníu loknu. BÁÐUST AFSÖKUNAR Stjórnendur suður-afríska ríkissjónvarpsins báðust afsökunar á því að hafa sýnt myndskeið af því þegar bandarískur gísl í Írak var myrt- ur. Yfirmaður fréttasviðs sagði þetta þvert á stefnu sjónvarps- stöðvarinnar og var fréttastjór- inn sem ákvað birtinguna rekinn. BANNA KJARNORKUTILRAUNIR Túnis hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem eru aðilar að alþjóða- sáttmálanum gegn tilraunum með kjarnorkuvopn. Landið varð hið 117. til að undirrita sáttmálann og hið 24. í Afríku. Sáttmálinn var samþykktur 1996 en hefur þó enn ekki tekið gildi. ÞEFAÐ AF ÞVAGSÝNI Læknavísindaritið „British Medical Journal“ hefur birt rannsókn sem sýnir að hundar geta fundið lykt af krabbameini. M YN D /A P JÓN BJÖRN SKÚLASON ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðst yfir því þegar verð á bensíni hækkar.“ ■ EVRÓPA ■ AFRÍKA Vetnisvagninn hefur reynst vel í Reykjavík Særok olli bilunum. Árangurinn samt betri en búist var við og tilraunin hálfnuð. Nýorka stefnir á að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.