Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 37
21MÁNUDAGUR 27. september 2004 ÍAV eru nú með í byggingu stór- glæsilegt fjölbýlishús við Þrastar- höfða 4-6 vestast í Mosfellsbæ. Húsið er hannað af Arcus arki- tektum með þarfir fjölskyldufólks í huga. Um er að ræða tvo stiga- ganga í sambyggðu L-laga fjölbýl- ishúsi. Húsið er þriggja hæða með 22 íbúðum og 14 bílastæðum í bílageymslukjallara. Húsið er ein- angrað og klætt að utan með flís- um og harðvið. Gluggar eru ál- klæddir timburgluggar. Öll hönn- un miðar að því að viðhald verði í lágmarki. Sérinngangur er af svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Afhending á fyrstu íbúðum er í júlí 2005. Sala í húsinu hófst fyrir rétt tæpum mánuði síðan og er nærri helmingur íbúða þegar seldur. Að sögn Margrétar Sveinbjörnsdótt- ur, sölufulltrúa hjá ÍAV, hefur eft- irspurnin verið mjög mikil. „Við áttum von á því að markaðurinn tæki þessum íbúðum vel, einkum þar sem mikið hefur verið lagt í hönnun þeirra auk þess sem gæðastig þeirra er hátt. Í húsinu eru þriggja herbergja 88-105 fer- metra íbúðir, fjögurra herbergja 114-122 fermetra íbúðir og fimm herbergja íbúðir um 130 fermetr- ar að stærð sem henta flestum fjölskyldustærðum,“ segir Mar- grét. Íbúðirnar verða afhentar full- búnar án gólfefna, að undanskild- um baðherbergjum og þvottahús- gólfum sem eru flísalögð. Veggir baðherbergja eru flísalagðir í hurðarhæð og salerni upphengd. Sjónvarpsloftnets- og símatengl- ar eru í stofu og svefnherbergj- um. Sér þvottahús eru í öllum íbúðum. Val er um þrjár viðartegundir í spónlögðum vönduðum innrétt- ingum og hurðum. Gler er í for- stofuhurð. Heimilistæki eru frá AEG, eða sambærileg, með burstaðri stáláferð. Innréttingar eru sérlega vandaðar, en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk verður tekið vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Lóðin er fullfrágengin sam- kvæmt teikningu lóðahönnuðar. Bílastæði eru malbikuð og stígar og verandir hellulögð með snjó- bræðslu að hluta. Lóð er þöku- lögð og limgerðum plantað við lóðamörk og við séreignarhluta lóða á jarðhæð. Þá verður við húsið sérhannaður leikvöllur fyrir yngstu íbúana. Stutt er í alla þjónustu. Skóli og leikskóli eru steinsnar frá hús- inu og eins er stutt í hvers kyns útivist, svo sem golf, gönguferðir eða hestamennsku. ■ Glæsilegar íbúðir við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ: Nærri helmingur þegar seldur Séstvallagöturnar í borginni: Ýmist samgöngubætur eða öngstræti Göturnar í borginni eru ekki all- ar breiðar eða langar. Sumar eru meira að segja hálfgerðar „sést- vallagötur“ sem fáir vita um og enn færri búa við. Flestar eru þó til einhverra samgöngubóta fyrir íbúa þess hverfis sem þær til- heyra en aðrar hleypa engri um- ferð gegnum sig og geta því varla talist annað en öngstræti. Séstvallagöturnar greinast naumlega á uppdráttum af borg- inni og þegar á að finna þær í símaskrárkortunum þarf yfir- leitt að leita lengi og vel. En allar hafa þær nöfn og þau sum hver lýsandi. Svo finnast við þær fal- leg hús og grónir garðar. Þannig að litlu göturnar – þær leyna á sér. ■ Drafnarstígur er ein stysta gata höfuðborgarinnar. Hún gengur upp frá Ránargötu og er lokuð í annan endann. Lágholtsvegurinn liggur í skringilegum sveig á Bráðræðisholtinu og endar úti í móa. Mjóahlíð er í alvörunni mjó en hún er æð milli Engihlíðar og Eskihlíðar. Bakkastígur liggur upp sjávarbakka vestast í Vesturbænum. Þar er arkítektúrinn margbrotinn. Allar íbúðirnar eru með sérinngangi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Arnargata er örstutt og ein þeirra gatna á Grímsstaðaholti sem heita eftir fuglum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.