Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 52
20 27. september 2004 MÁNUDAGUR STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is gitarinn@gitarinn.is GÍTARINN EHF. TG 8812 TILBOÐ 79.900.- ÁÐUR 99.000.- HLJÓMBORÐ Íslandsmeistarar Keflavíkur urðu Norðurlandameistarar í Osló í gær: Frábært afrek meistaranna Forest heiðraði Clough: Sigruðu fyrir gamla stjórann Glæsilegur árangur Kristín Rós Hákonardóttir kemur heim með ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun frá Ólympíuleikum fatlaðra. Jón Oddur Halldórsson kemur heim með tvenn silfurverðlaun. FÓTBOLTI Nottingham Forest heiðraði minningu frægasta stjóra félagsins, Brian Clough, er þeir tóku ámóti West Ham í 1. deildinni í gær. Það féllu tár meðal áhorfenda fyrir leikinn er mínútuþögn var á vellinum. Leikmenn Forest voru síðan undir mikilli pressu að sigra fyrir „kallinn“ og það gerðu þeir þrátt fyrir að vera lakari aðilinn nánast allan leikinn. Marlon King skoraði sigur- markið í 2–1 sigri Forest á síðustu mínútu leiksins með þrumuskoti. Allt varð vitlaust á vellinum í kjölfarið og King sagði eftir leikinn að þetta mark væri klár- lega ein af stærstu stundunum á hans knattspyrnuferli. ■ KÖRFUKNATTLEIKUR Þeir síðustu urðu fyrstir. Þrátt fyrir tap í tveimur fyrstu leikjum sínum á Norður- landamótinu í körfubolta náðu Keflvíkingar að rífa sig upp svo um munaði og sigruðu finnsku meistarana í úrslitaleik í gær. „Þetta byrjaði fremur illa en það var góður stígandi í liðinu og við náðum að hampa þessum titli,“ sagði Sigurður Ingimund- arson, þjálfari körfuknatt- leiksliðs Keflavíkur sem í gær gerði sér lítið fyrir og sigraði Norðurlandamótið í körfubolta. Er óhætt að fullyrða að sjald- an eða aldrei fyrr hefur íslenskt körfuboltalið náð jafngóðum ár- angri á erlendri grund. Sigruðu Keflvíkingar finnsku meistarana Kouvot í úrslitaleiknum 109 - 89. Lítillátur Sigurður var lítillátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir að úrslitaleiknum lauk. „Þetta var flott enda eru bæði finnsku og sænsku körfubolta- deildirnar almennt taldar betri en deildin heima. Það sýnir kannski einna best að andstæðingar okkar voru engir aukvisar. Allir í liðinu voru að spila góðan leik og það er ómögulegt að taka einstaka leikmenn út. Þetta var samvinna og liðið toppaði á háréttum punkti. Það tryggði þennan sigur.“ Byrjuðu illa Bestu lið Noregs, Finnlands og Svíþjóðar tóku þátt í keppninni auk Keflavíkur en dönsku meist- ararnir gátu ekki tekið þátt að þessu sinni. Sigurinn er enn sætari fyrir þær sakir að Keflavík tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og mega í raun teljast heppnir að hafa komist alla leið í úrslit. Glover bestur Sigurður segir að þrátt fyrir þetta afrek sé ekki um það að ræða að slaka neitt á enda sé nóg af verk- efnum framundan og lítið þýði að dvelja lengi yfir þessum titli. Hann vill heldur ekki taka neinn einstakan leikmann út fyrir góða frammistöðu en Anthony Glover, hinn nýi leikmaður liðsins, var val- inn leikmaður mótsins. Hann skor- aði 32 stig í úrslitaleiknum. ■ SIGURSÆLL Sigurður Ingimundarson vann enn einn titilinn með Keflavík um helgina en hann er með eindæmum sigursæll þjálfari. ÓLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatl- aðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverð- laun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sek- úndum og bætti þar með eigið Ís- landsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokga- lagadi, en hann kemur frá Suður- Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skrið- sundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúnd- um og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leik- unum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasam- bands fatlaðra. „Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við send- um. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið ann- að en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur.“ Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. „Við erum alveg í skýjun- um með þenn- an árangur. Við erum a u ð v i t a ð á Ólymp- í u l e i k - um og það er aldrei h æ g t að bú- a s t f y r i r - f r a m v i ð s i g r i þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst,“ segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi ver- ið til fyrirmyndar. „Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt,“ sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. ■ AFREKSFÓLK Þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson gerðu stórkostlega hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.