Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jeanne 14 Guðmundur Gunnarsson 30 27. september 2004 MÁNUDAGUR Kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama hefst hér á landi 24. september og stendur til 28. sept- ember. Ein af fimm íslenskum myndum á hátíðinni er stutt- myndin „Hver er Barði?“ sem er heimildarmynd um tónlistar- manninn Barða Jóhannsson. „Þetta er heimildarmynd sem ég og Ragnar Bragason gerðum saman. Alltaf þegar maður gerir plötu gerir maður kynningar- myndband sem sýnir hljómsveit- ina í stúdíói eitthvað að röfla. Mig langaði að gera meira en það. Þetta átti reyndar að vera kynningarmynd en endaði sem hálftímalöng stuttmynd,“ segir Barði. Í myndinni fylgist hópur kvikmyndagerðarmanna með ferðum Barða þar sem hann segist ýmist vera sportlegur heilsudýrkandi eða áhugasamur um andlega iðkun. „Sumt í mynd- inni á við rök að styðjast og annað ekki, fólk verður bara að gera upp við sig hvað það tekur alvarlega,“ segir Barði. Leik- stjóri myndarinnar, Ragnar Bragason hefur áður lýst mynd- inni sem „mocumentary“ eða leikinni heimildarmynd, sem dragi upp spauglega sýn af poppstjörnumenningunni. Mynd- ir dragi til dæmist ekki neitt sér- lega góða mynd upp af Barða, í stað sykusætrar poppstjörnuí- myndar eða ímyndar vinalega gæjans komi Barði frekar út eins og einhve hálfviti. Síðasta föstudag var Barði staddur á Akureyri þar sem hann spilaði efni af nýjustu plötu sinni í bland við gamalt ásamt söngkonunni Védísi Hervör og frönskum plötusnúð með sér. Diskurinn kemur út í Bretlandi í nóvember og af því tilefni mættu breskir blaða- menn á tónleikana. „Ég ákvað að spila á Akureyri frekar en í Reykjavík svona til tilbreyting- ar. Skemmtilegt líka að sýna útlendingunum annan bæ en Reykjavík.“ Margt er á döfinni hjá Barða þar sem hann er meira og minna bókaður út árið. Hann spilar á Íslandi á Airwaves í október og í nóvember taka við tónleikahöld í Evrópu. ■ Fáðu flott munnstykki í dag Kennaradeilan Þingmaður sagður vera að flippa Ísmaðurinn Drap ísbjörn og át hjarta hans Breiðhyltingur Hótar að opinbera lista yfir nöfn dópsala Á morgun munu koma út tvö ný lög frá Quarashi af væntanlegri plötu þeirra, Guerilla Disco. Lögin heita Payback og Stars og ef miðað er við hversu ólík þessi tvö lög eru, það fyrra mjög rokk- að en hið síðara rólegra, má búast við mikilli fjölbreytni á nýju plötunni þeirra. Viku síðar, 5. október munu tónlistarmyndbönd við þessi tvö lög koma út en Guerilla Disco mun ekki koma í búðir fyrr en 14. október, daginn áður en þeir hita upp fyrir Prodigy í Laugardalshöll. Lögin tvö mátti heyra í sjón- varpinu á laugardagskvöldið og kom sumum á óvart hversu rólegt lagið Stars er, ef tekið er mið af fyrri lagasmíðum hljómsveitar- innar. „Af hverju að gera alltaf sama lagið aftur og aftur,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er allt annar stíll á nýju plötunni, bæði er hún miklu fjölbreyttari en líka heil- steyptari. Stars er það lag sem ég er einna ánægðastur með. Þetta er lag í anda 6. áratugarins, með smá bítlastemningu þar sem lag og texti passa vel saman.“ Þrátt fyrir að Stars sé mun rólegra en það sem Quarashi hefur áður verið þekkt fyrir er það ekki ró- legasta lag plötunnar, það mun vera lagið This song en aðdá- endur hljómsveitarinnar verða að bíða aðeins lengur eftir að fá að heyra það lag. ■ Fjölbreytt en heilsteypt QUARASHI Tvö ný lög frá sveitinni fara í spilun á morgun. Platan kemur svo út 14. október. Þegar kemur aðstefnumálum þingmanna Vinstri- G r æ n n a er ýmislegt sem hægt er að ganga að sem vísu. Þing- menn VG eru á vinstri kantinum í efnahagsmálum og í utanríkismálum eru þeir gagnrýnir á samstarfið innan Nató og gjörsamlega á móti ESB. Reyndar svo að undarlegustu stjórn- málaspekingar hafa rætt um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks á þeirri for- sendu einni saman að þessir flokkar séu sammála í afstöðu sinni til ESB. Það hefur því komið á óvart að eitt af þingmannsefnum VG, Kolbeinn Proppé er farinn að ræða um kosti Evr- ópusambandsaðildar. Þrátt fyrir að hafa verið í efsta sæti flokksins á Suð- urlandi fyrir síðustu kosningar hefur lít- ið borið á honum að undanförnu og því hlýtur að vera spurt hvort þetta sé innslag hans inn í pólitíkina aftur, eða hvort hann sé með þessu daðri sínu við ESB-sinna farinn að huga að því að slíta samstarfi sínu að fullu við sína gömlu félaga í VG. Enn eitt deilumálið skók Reykjavík-urlistann fyrir skömmu. Rykið hafði vart fallið eftir Austurbæjarbíós- bombuna í júlí, þar sem trúnaðar- brestur varð á milli Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur, Samfylkingu og Árna Þórs Sigurðssonar, Vinstri- grænna, þegar Árni tilkynnti félögum sínum að hann væri á leið í námsferð til Brussel. Þar ætlar hann að setjast á skólabekk í hálft ár á kostnað borgar- innar. Talið er að uppihald og dagpen- ingar muni kosta borgarsjóð allt að níu milljónum króna. Aðrir borgarfulltrúar áttu bágt með að kyngja þessu, sér í lagi Steinnunn Valdís sem taldi sig eiga harma að hefna. Það lék því allt á reiðiskjálfi í ráðhúsinu á meðan Árni barðist fyrir sínu. BARÐI Í BANG GANG Svamlar í Seljavallalaug og er á leið í Evróputúr. Barði Jóhannsson: Býr til spauglega sýn af sjálfum sér. Íþróttalegur spíritisti með áhuga á tónlist Verið að þrengja kjör alþýðunnar „Nei, verkföll eru ekki úr- elt baráttutæki. Við erum kannski ekki farin að finna mikið fyrir því hér á landi en í kjölfar alþjóða- væðingar hefur verið ákveðin hneigð víða um heim til að þrengja kjör alþýðufólks. Afraksturinn er minnkandi atvinnuör- yggi og minni réttindi og ég sé ekki betur en verk- fall sé nauðsynlegt og gott baráttutæki til að sporna gegn slíkri þróun. Fólk barðist lengi fyrir verk- fallsréttinum og verkalýðsbaráttan hafði mikil og já- kvæð áhrif. Ég furða mig á þeim sem halda því fram þessa dagana að verkföll séu úrelt.“ Verkfallsvopninu á ekki að fórna „Verkföll eru ekki úrelt bar- áttutæki. Hins vegar er greinilega mjög mikil til- hneiging hjá ákveðnum öflum í samfélaginu að láta fólk halda að þau séu úrelt. Ég tel þennan áróður hafa þjónað ákveðnum pólitískum tilgangi, því það hefur markvisst verið unnið að því að draga tennurnar úr verkalýðs- hreyfingunni, seinni part síðustu aldar, og þetta er áframhaldandi vinna í þá veru. Ég tel að verkalýðshreyfingin þurfi að skoða sinn gang og efla sig innan frá svo um munar, en hún á aldrei að fórna verkfallsvopninu.“ Andstætt nútíma- þjóðfélagi „Já, verkföll eru úrelt tæki og bera vitni um ofbeldi sem tíðkaðist fyrr á öld- um. Í verkfalli taka menn lögin í sínar hendur og það er andstætt því þjóð- félagi sem við búum við í dag. Auk þess bitna verk- föll yfirleitt á þriðja aðila sem ekki á aðild að samningunum. Sá aðili, í þessu tilfelli börnin, er notaður til þess að ná fram markmiði í deilu tveggja aðila. Þeir aðilar, sveitafélög og kennarar, ættu að huga betur að lausnum sem færa okkur foreldrunum meiri menntun fyrir jafnmikinn eða minni pening.“ ERU VERKFÖLL ÚRELT BARÁTTUTÆKI? FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 löngun í mat, 6 bardagio, 8 stór vinnuvél, 9 trjástofn, 11 jökull, 12 matur, 14 árstíðirnar, 16 tveir eins, 17 dvelja, 18 á litinn, 20 tvíhljóði, 21 ófullur. Lóðrétt: 1 ganga, 3 í röð, 4 stólpann, 5 verkur, 7 erfið, 10 kínverskt nafn, 13 eins um r, 15 tarfur, 16 efnahagsbandalag, 19 tímabil. Lausn. Lárétt: 2lyst,6at,8ýta,9bol,11ok,12 brauð,14vorin,16ee,17una,18blá, 20au,21edrú. Lóðrétt: 1labb,3yý,4stoðina,5tak,7 torveld,10lao,13uru,15naut,16ebe, 19ár. EGILL HELGASON fjölmiðlamaður KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR alþingismaður PÉTUR BLÖNDAL alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.