Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Það er sunnudagur (þegar ég skrifa; sennilega mánudagur þegar þú lest) og maður byrjar dag- inn á að glugga í fréttirnar á vef- setri RUV: Uppreisn í Nígeríu hækkar olíuverð. (Alltaf allt brjálað kringum olíuna, nema kannski í Noregi). Einn helsti leiðtogi Hamas- samtaka Palestínumanna var drep- inn með bílasprengju í Damaskus. (Harmsagan endalausa). Rannsókn- ardómari í Chile yfirheyrði Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra, um hvarf 19 stjórnarandstæðinga á 8. áratugnum (betra seint en aldrei?). Bandarísk herflugvél skaut stýriflaug á hús í Falluja í Írak í nótt. 10 andspyrnumenn voru á fundi í húsinu. (Þetta hefur náttúr- lega verið nauðsynlegt til að mjaka Írökum í lýðræðisátt). ÞAÐ er eins og fyrri daginn: allt bandbrjálað úti í heimi. Best að kíkja á innlendu fréttirnar: Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að sambýli fatlaðra að Reykjadal nú á áttunda tímanum. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti mann með alvarlega höfuðáverka til Bíldudals í morgun. Siglufjörður: Atvinnuástand slæmt. Útgerð þriggja rækjuskipa á Siglufirði verður hætt 1. desember að óbreyttu. Rætt hefur verið að fá fund með forsætisráðherra vegna bágs atvinnuástands. En tugir manna í rækjuvinnslu hafa misst vinnuna. Rækjuveiðar hafa verið óarðbærar í nokkur misseri, lítið veiðist af rækju, lágt verð er fyrir afurðirnar og olíuverð er hátt. (Enda er verið að berjast í Írak og Nígeríu eins og áður hefur komið fram). ERU virkilega engar góðar fréttir á þessum sunnudagsmorgni? „Geit- in” frumsýnd hjá LR í kvöld. Leikfé- lag Reykjavíkur frumsýnir í Borg- arleikhúsinu leikritið „Geitina”, eða „Hver er Silvía?” eftir bandaríska leikritahöfundinn Edward Albee. Geitin fjallar um arkitekt á hátindi ferils síns sem verður ástfanginn af geit sem er miklu yngri en hann. JAHÁ! Þessi vika byrjar á svipaðan hátt og svo margar aðrar. Allt virð- ist vera við það sama í veröldinni. Skyldi maður verða ofbeldishneigð- ur af því að fylgjast með fréttum? Eða bara ringlaður? ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Í fréttum var þetta helst:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.