Fréttablaðið - 28.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 28.09.2004, Page 1
● gefur út sjálfsævisögu Robbie Williams: ▲ SÍÐA 27 Tengdasonur Ozzy ● tjáningin er þeim í blóð borin Pi-Kap: ▲ SÍÐA 26 Tékkneskur strengjakvartett ● kominn á fullt í fjölmiðla Hemmi Gunn: ▲ SÍÐA 30 Aftur í loftið MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR VAR JESÚS FYRSTI FEMÍNIST- INN? Karlahópur Femínistafélagsins heldur fund á Grand Rokk í kvöld klukk- an 20. Erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir og Inga Huld Há- konardóttir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 28. september 2004 – 265. tölublað – 4. árgangur ● heilsa Æfir á morgnana Bryndís Hlöðversdóttir: ÍSJAKI STAL SENUNNI Viðamikil ís- lensk menningar- og vísindakynning hófst í París í gær með því að 14 tonna ísjaka frá Íslandi var komið fyrir við vísindasafnið nærri Champs Elysée. Ísjakinn hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi. Sjá síðu 2 RÍKISENDURSKOÐUN RANNSAKI Þingflokkur Samfylkingarinnar vill láta skoða fjárfestingar Símans, arðsemi þeirra og áhrif á verðmat við einkavæðingu. Seg- ist ekki hafa fengið viðunandi svör við fyrir- spurnum á þingi. Niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Sjá síðu 4 VILJA FUND MEÐ SVEITARSTJÓR- UM Kennarar segja ekkert nýtt koma frá samninganefndinni og því sé þessi leið far- in. Formaður samninganefndar sveitarfé- laga gerir ekki ráð fyrir því að fallist verði á ófrávíkjanlegar kröfur kennara fyrir næsta sáttafund. Sjá síðu 6 Ráðamenn réttmæt skotmörk Fyrrverandi fangi í Guantanamo olli fjaðrafoki í Danmörku þegar hann sagði forsætisráðherrann geta verið réttmætt skotmark hryðjuverkamanna vegna stuðn- ings Dana við innrásina í Írak og veru danskra hermanna í Írak. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 EFNAHAGSMÁL Hlutdeild Íbúða- lánasjóðs í fjármögnun húsnæð- is fer snarminnkandi. Tölur frá Fasteignamati ríkisins sýna þessa þróun og fasteignasalar staðfesta að nú heyri til undan- tekninga ef fólk nýtir sér þjón- ustu Íbúðalánasjóðs við kaup á stórum og meðalstórum eignum. Ný íbúðalán bankanna virðast vera farin að hafa veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Þótt vísitala húsnæðisverðs hafi lækkað á milli mánaða síð- ast þegar hún var birt þá hefur fasteignaverð farið hækkandi. Misræmið er vegna þess að nú sé lítið um að gömul lán, til dæmis húsbréfalán, séu yfirtek- in við fasteignakaup. Með til- komu lánamöguleika bankanna er mun algengara að fólk leiti sér fjármögnunar þar og einnig hjá lífeyrissjóðum. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að Íbúðalánasjóð sárvanti heimild til að hækka veðsetn- ingarhlutfall í níutíu prósent. Hann segir að það heyri til und- antekninga að ef fólk fái lán hjá Íbúðalánasjóði sé það að kaupa eignir sem kosti yfir fimmtán milljónir. „Ákveðinn hópur tekur bara lán í bönkum. Það er mjög einfalt,“ segir Björn. Hákon Róbert Jónsson, sölu- maður fasteigna, segir að það „sé mikil hreyfing“ á sölu stærri eigna og að íbúðir og húsnæði staldri stutt við á sölulistum um þessar mundir. Hann segir að svo virðist vera sem fólk eigi mjög auðvelt með að fá íbúðalán hjá bönkunum. „Fólk er hvort tveggja að spara sér greiðslubyrði og að auka verðgildi eigna sinna með því vera með hagstæðari lán,“ segir Hákon. Sjá síðu 18 Fjármögnun íbúðarhúsnæðis: Hlutdeild Íbúðalánasjóðs á lánamarkaði snarminnkar ALÞINGI Alþingishúsið hefur fengið andlitslyftingu eftir gagngerar endurbætur í sumar. Skipt var um jarðveg undir hús- inu, ný gólfefni lögð og veggir málaðir. Kostnaður er nokkru hærri en áætlað var, meðal ann- ars vegna ófyrirséðs sumar- þings. Kostnaður er nú þegar kominn meira en fjórðung fram yfir upphaflega kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á 75 milljónir króna. Alþingi verður sett næstkom- andi föstudag, 1. október, en framkvæmdum við endurbætur Alþingishússins er rétt nýlokið. Að sögn Karls M. Kristjánsson- ar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis, hafa lagfæringar á húsinu verið mjög umfangs- miklar. Þannig var skipt um jarðveg undir húsinu þar sem gólf hússins lá undir skemmd- um vegna raka sem steig upp úr jarðveginum. Ný gólfefni hafa verið lögð í stórum hluta húss- ins og hafa veggir verið málaðir í sínum upprunalegu litum, hlýj- um jarðartónum. „Það ríkti nokkur litagleði þegar húsið var byggt á sínum tíma og þessir litir hafa nú ver- ið endurvaktir,“ segir Karl og bætir því við að mörg lög af málningu hafi verið skafin af veggjum svo finna mætti upp- haflega lagið. Það er skondin til- viljun að herbergi sumra þing- flokkanna eru nú í litum sinna stjórnmálaflokka og þannig er herbergi framsóknarmanna nú grænt á lit. Einnig hefur verið bætt úr lýsingu í sjálfum þingsalnum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 75 milljónir króna en þeg- ar er ljóst að kostnaður vegna framkvæmdanna fer yfir 100 milljónir vegna ýmissa liða sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri áætlun. „Meðal ann- ars varð veruleg röskun á fram- kvæmdunum í sumarbyrjun vegna þess að þinghald dróst mun lengur en menn bjuggust við. Þar við bættist sumarþing og þá varð enn meiri truflun á verkinu sem kostaði sitt,“ bætir Karl við. Stefnt er að frekari endurbót- um á Alþingishúsinu næsta sum- ar og munu þær endurbætur meðal annars miða að því að bæta aðgang fatlaðra einstakl- inga að þingpöllum. sveinng@frettabladid.is Þingmenn hleyptu kostnaðinum upp Endurbótum á Alþingishúsinu er nýlokið en þing verður sett næstkomandi föstudag. Kostnaður við lagfæringarnar er þegar kominn langt fram úr áætlun, meðal annars vegna þess að stöðva þurfti vinnu við endurbæturnar á meðan sumarþing stóð yfir. FRÁ ALÞINGI Búið er að mála þingsalinn í sínum upphaflegu litum og snarbæta lýsingu. Þingmenn ættu því að sjá vel á þau lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem þeir af- greiða á komandi þingi. 25-49 ára Me›allestur 72% 50% Fréttablaðið Morgunblaðið Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GRÆNI LITURINN Á VEL VIÐ Þingflokksherbergi Framsóknarflokksins er komið í upprunalegt form og er litur þess nú í samræmi við einkennislit flokksins. HÆG SUÐVESTANÁTT og víða bjart. Yfirleitt úrkomulaust á landinu öllu í dag. Þykknar upp á morgun. Sjá síðu 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.