Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 6
6 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Jimmy Carter efast um framkvæmd kosninga í Flórída: Kosningarnar enn vafasamar BANDARÍKIN Jimmy Carter, fyrr- um Bandaríkjaforseti, segir langt í land áður en hægt verður að tryggja heiðarlegar kosning- ar í Flórída þar sem öruggt er að úrslitin verði í samræmi við vilja kjósenda. Carter skrifaði grein í Was- hington Post þar sem hann út- skýrði hvers vegna stofnun hans, The Carter Center sem hefur gegnt kosningaeftirliti víða um heim, mun ekki fylgjast með framkvæmd kosninganna í Flórída. Hann sagði nokkrar ástæður fyrir því að kosningar í Flórída uppfylltu ekki þær kröf- ur sem gerðar eru til kosninga á alþjóðlegum vettvangi. Helsta ástæðan sem Carter nefnir er sú að kosningastjórnin er ekki óháð eins og æskilegt sé heldur stýri mjög flokkspóli- tískir einstaklingar henni. Þetta segir hann meðal annars endur- speglast í því að undanfarið hefði verið reynt að útiloka 22 þúsund blökkumenn af kjörskrá en aðeins 61 einstakling af suð- ur-amerískum uppruna vegna afbrota. Þeir fyrrnefndu þykja líklegri til að styðja demókrata en þeir síðarnefndu repúblik- ana. ■ Kennarar vilja fund með sveitarstjórum Kennarar segja ekkert nýtt koma frá samninganefndinni og því sé þessi leið farin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga gerir ekki ráð fyrir því að fallist verði á ófrávíkjanlegar kröfur kennara fyrir næsta sáttafund. KJARAMÁL Kennarar óskuðu í gær eftir fundi á morgun með sveitar- stjórum nokkurra stærstu sveit- arfélaga landsins til að ræða stöð- una í verkfallinu og skýra sjónar- mið sín. Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands Íslands, sagði að margir sveitarstjórar hefðu synjað beiðni kennara í gær og ætli ekki að mæta til fundarins. Hins vegar hefði enginn boðað komu sína. Eiríkur sagði sveitarfélögin verða að koma til móts við samn- inganefnd kennara, öðruvísi leys- ist deilan ekki. Hann segir að kjaranefnd sveitarfélaganna hafi ekki lagt fram nýtt tilboð til kenn- ara og því leiti kennarar þessarar leiðar til að nálgast lausn. Samn- inganefnd kennara kom ekki sam- an til formlegs fundar í gær. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar sveitar- félaganna, segist ekki hafa neitt á móti því að kennarar ræði beint við sveitarstjórnarmenn enda sé málfrelsi í landinu. Hann segist hafa hitt sveitarstjórnarmenn af öllu landinu og þeir beri fullt traust til samninganefndarinnar. Spurður um líkurnar á því að samningar náist á fundi deilenda hjá ríkissáttasemjara á fimmtu- dag segir Birgir að kennarar hafi sett fram ófrávíkjanlegar kröfur. ,,Við höfum ekki fallist á þær fram til þessa og ég geri ekki ráð fyrir því að við föllumst á þær fyrir fimmtudag.“ Stjórn Kennarasambands Ís- lands sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún hvatti forsvarsmenn sveitarstjórna og ríkisvalds til að setjast á rökstóla um hvernig hægt væri að fjármagna kjara- bætur til handa kennurum svo binda mætti enda á verkfallið. ■ Kínverjar: Takmarka sms-leiki KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa bannað sjónvarpsstöðum að efna til leikja þar sem fólk sendir svör inn í smáskilaboðum úr farsímum nema að fengnu sérstöku leyfi. Ákvörðunin er að sögn tekin eft- ir að ein sjónvarpsstöð efndi til leiks sem fól í sér að fólk átti að svara því hversu margir hefðu lát- ið lífið í gíslatökunni í Beslan í Rússlandi. Stofnunin sem hefur eftirlit með ljósvakamiðlum hefur bannað fréttastofum að efna til slíkra leik- ja. Er alveg bannað að efna til leik- ja sem tengjast stjórnmálum eða viðkvæmum málefnum. ■ ■ KENNARAVERKFALL VEISTU SVARIÐ? 1Hver sigraði í fyrstu kínversku For-múlukeppninni? 2Í hvaða landi er að hefjast umfangs-mikil Íslandskynning? 3Hvaða bandaríski sjónvarpsmaðurbirti fölsuð minnisblöð um Banda- ríkjaforseta? Svörin eru á bls. 31 Vesturland: Játuðu brottkast DÓMSMÁL Skipstjóri og útgerðar- maður í Ólafsvík gengust undir það í Héraðsdómi Vesturlands að greiða hvor eina milljón króna í sekt fyrir brottkast. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur þriggja mánaða fangelsi í stað sektarinnar. Mennirnir játuðu báðir að hafa í 129 veiðiferðum skipsins, frá októ- ber árið 1998 til ágúst árið 1999, varpað um það bil fimm og hálfu tonni af þorski í sjóinn. Voru menn- irnir á dragnótarveiðum og vörp- uðu kerfisbundið í sjóinn þorski undir þremur kílóum. Þannig hirtu þeir ekki, lönduðu né létu vega afl- ann samkvæmt lögum. Málinu lauk á grundvelli við- urlagaákvörðunar þar sem sak- borningar féllust á að greiða sektarfjárhæð sem sækjandi lagði til. ■ GEORGE W. BUSH OG AL GORE Fyrir fjórum árum réðust úrslit forsetakosn- inganna í Flórída. Alls kyns brestur var á framkvæmd kosninganna þá. FORMAÐUR KÍ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands. STANDA MEÐ KENNURUM Skóla- stjórafélag Íslands segir í yfirlýs- ingu að það standi heils hugar með félögum í Félagi grunnskólakenn- ara og Skólastjórafélagi Íslands sem eru í verkfalli, og munu félag- ar innan SÍ sem ekki eru í verk- falli, þar af leiðandi ekki ganga í störf þeirra. EINKAREKSTUR ER LAUSNIN Ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík átel- ja þá ákvörðun kennara að veita ekki undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna í kennaverkfallinu. Í ályktun frá stjórn Heimdallar segir að brjóta þurfi upp einokun hins opinbera á grunnskólarekstri og fela hann einkaaðilum í aukn- um mæli. VILJA HVERGI HVIKA Kennarafélag Vesturlands lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd Kennarasambands Íslands og hvetur hana til að hvika hvergi frá framsettum kröfum. Í ályktun Kennarafélagsins eru félagsmenn hvattir til að standa þétt að baki samninganefndinni í orði og verki. SÝNA Á FEÐRUM SKILNING Aðal- fundur Félags ábyrgra feðra skor- ar á vinnuveitendur að sýna feðr- um sama skilning og mæðrum vegna hugsanlegra fjarvista vegna verkfalls kennara. SKORAÐ Á BÆJARYFIRVÖLD Kenn- arar í Kópavogi afhentu í gær for- seta bæjarstjórnar Í Kópavogi áskorun frá grunnskólakennurum um að bæjarstjórn beiti sér fyrir lausn kjaradeilunnar. VIÐ ÍSAKSSKÓLA Kennsla fer fram í Ísaksskóla þrátt fyrir verkfall.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.