Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 8
8 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SVEITARSTJÓRN Tillaga að nýju aðal- skipulagi Þingvallasveitar gerir ráð fyrir að landeigendum verði heimil stórfelld uppbygging sum- arhúsabyggða, bæði með þéttingu núverandi svæða og nýjum sumar- bústöðum. Drög sveitarfélagsins Bláskóg- arbyggðar að aðalskipulagi sveit- arinnar voru kynntar á opnum fundi með íbúum sem haldinn var í Hótel Valhöll á Þingvöllum síðasta laugardag. Um 500 sumarbústaðir eru nú þegar í Þingvallasveit, en skipulagið gerir ráð fyrir að bygg- ja megi 20 ný hús á hverri jörð, auk þess að þétta sumarhúsabyggð sem þegar er til. Á fundinum spunnust nokkrar umræður um til- lögur í þá veru að ekki verði byggt nær vatninu en í 100 metra fjar- lægð. Þóttu sumum landeigendum fulllangt gengið, en í náttúru- verndarlögum er kveðið á um 50 metra óbyggt belti umhverfis vötn. Sveinn A. Sæland, oddviti Blá- skógabyggðar, sagði að í kjölfar kynningar sveitarfélagsins á aðal- skipulagsdrögunum verði sótt um heimild til Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagið með lög- formlegum hætti. „Í því ferli gefst hlutaðeigandi svo kostur á að koma með athugasemdir,“ sagði hann. Á fundinum kom fram að skipulagið verði trúlega auglýst um miðjan nóvember og hægt verði að skila inn athugasemdum í 6 vikur eftir að auglýsing hefst. ■ Rússland er orðið amerísk nýlenda Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, telur að hagur almenn- ings hafi versnað í heimalandi sínu eftir að Sovétríkin voru leyst upp. Spasskí hefur tekið að sér ritstjórn skáktímarits í Pétursborg. VIÐTAL Nafn Boris Spasskí, fyrr- verandi heimsmeistara, verður trúlega alltaf tengt Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Reykjavik. Spasskí hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarna áratugi og er franskur ríkisborgari, kvæntur franskri konu. Spasskí var verndari skák- keppni liða alþingis og frönsku öldungadeildarinnar sem fjórir stórmeistarar frá hvorri þjóð háðu um helgina. Talið berst auðvitað að Bobby Fischer þar sem við setjumst nið- ur yfir bjórglasi á hóteli í París. „Bobby Fischer er vinur minn og er búinn að vera það í meira en 40 ár. Þú veist hvað ég hef sagt um mál hans og ég stend við það,“ segir Spasskí og segist ekki vilja tala meira um þetta mál, svo sorg- legt sé það. Daginn eftir vill Spassky út- skýra að hann skuli ekki vilja tjá sig meira um Fischer. „Ég hugsa mikið til hans og mig tekur þetta sárt. Ég hef sagt allt sem hægt er að segja: Bobby hefur sterka rétt- lætiskennd en er því miður ekki mikil félagsvera. Ég vona að Bandaríkjamenn sjái að sér,“ seg- ir Spasskí daginn eftir hótelfund okkar og kennir greinilega í brjósti um sinn gamla keppinaut. Spasskí tefldi gegn Fischer í Svartfjallalandi 1992 og átti að endurtaka einvígi aldarinnar. Bandaríkjastjórn hefur síðan reynt að koma lögum yfir Fischer fyrir að rjúfa viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna. Frönsk stjórn- völd hreyfðu hins vegar hvorki legg né lið gegn Spasskí, sem varð franskur ríkisborgari 1978. Spasskí skoraði á Bush Banda- ríkjaforseta að láta handtaka sig líka; setja í sama fangaklefa og Bobby Fischer og leyfa þeim að tefla. Boris Spasskí neitaði alla tíð að ganga í sovéska kommúnista- flokkinn og komst upp á kant við sovésk yfirvöld eftir einvígið í Reykjavík. Hann er þó ekki mikið hrifnari af núverandi valdhöfum. „Almenningur bjó við fátækt á tímum Sovétríkjanna; nú ríkir hrein örbirgð,“ segir Spasskí, „og því miður er ekki hægt að segja annað en að Rússland sé orðið ný- lenda, amerísk nýlenda.“ Spassky stendur raunar á nokkrum tímamótum því hann hefur tekið að sér að verða rit- stjóri skáktímarits sem gefið er út í Pétursborg. „Ég verð áfram bú- settur í París og verð hér að mestu leyti; það er allt hægt með nútímatækni,“ segir skákmeistar- inn og Íslandsvinurinn Boris Spasskí. a.snaevarr@frettabladid.is Sameining Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: Viðræður fram í næsta mánuð MENNTAMÁL Niðurstöðu úr samein- ingarviðræðum Tækniháskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík er ekki að vænta fyrr en undir miðj- an næsta mánuð, að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, rektors Tækniháskólans. Þegar viðræður hófust var gert ráð fyrir að niður- staða lægi fyrir núna í september- lok. „Viðræðurnar ganga vel, en það er ekki búið að taka neina ákvörðun,“ sagði Stefanía Katrín og bjóst ekki við ákvörðun fyrr en um eða upp úr 10. október. „Það koma margir að málinu og ef til vill full mikil bjartsýni að ætla að klára þetta fyrir lok september,“ sagði hún. Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu, stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisins. Að viðræðunum koma Samtök atvinnulífsins, Sam- tök iðnaðarins og Verslunarráð Ís- lands sem væntanlegir bakhjarlar sameinaðs háskóla. Komi þeir sér saman taka við viðræður um að- komu ríkisins. ■ FÍKNIEFNABROT Á ÍSLANDI FRÁ 1. JANÚAR TIL 23. SEPTEMBER 2004 Brotaflokkur Fjöldi Dreifing/sala 82 Innflutningur 116 Varsla/neysla 837 Framleiðsla 24 Ýmis brot 126 Samtals 1.185 Heimild: Lögregluvefurinn – hefur þú séð DV í dag? Sigurður s at inni fyrir að hrist a barn til dauða Dæmdi dagpabbinn vill börnin sín aftur STEFANÍA KATRÍN KARLSDÓTTIR Rektor Tækniháskóla Íslands segir viðræð- ur um sameiningu Tækniháskólans og Há- skólans í Reykjavík ganga vel. BORIS SPASSKÍ Í PARÍS Boris Spasskí hefur skorað á Bush að láta loka sig inni í fangaklefa með Bobby Fischer; með einu skilyrði: „Látið okkur fá tafl.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Á SG EI R FR IÐ G EI R SS O N SVEINN A. SÆLAND, ODDVITI BLÁSKÓGABYGGÐAR Drög að aðalskipulagi Þingvallasveitar taka á fjölmörgum atriðum svo sem vatnsverndar- sviði Þingvallavatns, notkun og geymslu spilliefna og ásýnd byggðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ó .K .Á . SVONA ERUM VIÐ Aðalskipulag Þingvallasveitar: Ætla að fjölga sumarbústöðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.