Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 10
10 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Sælgætisframleiðendur bregðast við gagnrýni vegna offituvandans: Súkkulaðistykkin verða minni BRETLAND, AP Viðbrögð breskra sælgætisframleiðenda við gagn- rýni sem þeir hafa sætt vegna vaxandi offituvandamála falla í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá þeim sem finnst of langt gengið og þeim sem finnst ekki nóg gert til að takast á við vandann. Skammtarnir verða minni, dregið verður úr sykri og salti í sælgæti og betri innihaldslýsing- ar verður að finna á sælgætisum- búðum samkvæmt sjö liða áætlun sælgætisframleiðenda. Einn liður í þessu er sá að stóru súkkulaði- stykkin eiga að hverfa af markaði, sum þeirra í það minnsta. Er það svipað og McDonald’s-skyndibita- keðjan gerði með stærstu skamm- ta sína í kjölfar mikillar gagnrýni sem fyrirtækið sætti. Þeir sem berjast gegn offitu segja áætlanir sælgætisframleið- enda marklausar þar til þau hætti að beina heilsuspillandi afurðum sínum að börnum. Leiðarahöfundi dagblaðsins Daily Telegraph þótti of langt gengið í stjórnsemisátt. „Nú er eitt af því fáa sem maður mátti í hættu, nefnilega að borða frá sér allt vit.“ ■ ANDERS FOGH RASMUSSEN Á ÍSLANDI Danskur maður sem var haldið í Guantanamo um tveggja ára skeið olli fjaðrafoki í Dan- mörku þegar hann sagði forsætisráðherrann geta verið réttmætt skotmark vegna þáttar Dana í innrásinni í Írak. Ráðamenn eru réttmæt skotmörk Fyrrverandi fangi í Guantanamo olli fjaðrafoki þegar hann sagði forsætisráðherra Danmörku vera réttmætt skotmark hryðjuverkamanna. KAUPMANNAHÖFN, AP Danski for- sætisráðherrann, varnarmála- ráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Banda- ríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. Slimane Hadj Abderrahmane var handtekinn í Pakistan í febr- úar 2002 og sendur til fangavist- ar og yfirheyrslu í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu vegna hugsanlegra tengsla við al-Kaída og taliban- ana sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrás Bandaríkjanna. Sjálfur segist hann hafa verið í þjálfunarbúðum til undirbún- ings því að berjast gegn Rússum með trúbræðrum sínum í Tsjetsjeníu. Það geti hann ekki gert nú því ein forsendan fyrir lausn hans frá Guantanamo var að hann hét því að beita ekki of- beldi. Ummæli hans í dönskum fjöl- miðlum um réttmæti árása á danska ráðamenn og hermenn í Írak vegna stuðnings Dana við innrásina í Írak hafa valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Abderrahmane sagði í tveim- ur sjónvarpsviðtölum að þegar land ætti í stríði við múslima ættu leiðtogar landsins á hættu að verða skotmörk. Fréttamaður DR-2 sjónvarpsstöðvarinnar spurði hvort þetta þýddi að for- sætisráðherrann og varnar- málaráðherrann væru réttmæt skotmörk. „Já, þeir geta verið það,“ svaraði Abderrahmane. „Ég get verið ósammála for- sætisráðherranum, en enginn ætti að gefa í skyn að líf hans væri í hættu eða að drepa ætti danska hermenn,“ sagði sósíal- istinn Anne Bastrup og sagði orð Abderrahmane óbeina við- urkenningu á beitingu ofbeldis. Peter Skaarup, þingmaður Þjóð- arflokksins, gekk skrefinu lengra og hvatti dómsmálaráðu- neytið til að athuga hvort Abderrahmane hefði gengið of langt í orðum sínum. Sjálfur réttlætti Abderra- hmane orð sín með því að hann gæti ekki þagað þunnu hljóði. „Ég get ekki setið hjá aðgerða- laus meðan hermenn bandalags- þjóðanna ráðast á konur og börn í Írak.“ Danir studdu innrásina í Írak og hafa að auki sent herlið til landsins. Foringi í hernum hefur verið sakaður um að misþyrma íröskum föngum. ■ Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Lífsgleðin ræður ríkjum í suðrænum takti Palermo. Sögulegar minjar, frábær tískufatnaður og glæsilegt handverk. Fjölbreytt matarmenning - kaffihús, barir og veitingahús um alla borg. Palermo Suðræn lífsgleði • 4.–8. nóv netverð á mann í tvíb‡li á Hotel Astoria Palace. Flugsæti: 39.620 kr. – skattar innifaldir. 59.920* kr. Ver›dæmi: * Innifali›: Beint flug, skattar, gisting m/morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Ferðir til og frá flugvelli, 1.700 kr. fram og til baka. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 59 15 0 9/ 20 04 5 sæti laus18. nóvember Gegn kapítalisma: Ungmenni mótmæla í Moskvu MOSKVA Um 800 hundruð táningar mótmæltu kapítalisma í miðborg Moskvu í gær. Þeir hrópuðu slag- orð frá tímum Sovétríkjanna og héldu á stórum rauðum kröfu- spjöldum þar sem þeir marseruðu í rólegheitunum um borgina. Ung- mennin kölluðu gönguna Gegn Kapítalisma 2004 og báru sum þeirra svartar grímur. ■ SÚKKULAÐI Meðal þess sem sælgætisframleiðendur segjast ætla að gera er að minnka stærstu súkkulaðibitana. Þessir taka væntanlega engum breytingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.