Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 14
Kolbrún á móti Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþing- maður Vinstri grænna, sagði í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn að hann væri ósammála kennaraforystunni sem hafnað hefur undanþág- um fyrir kennslu handa fjölfötluðum og ein- hverfum börnum. Kvaðst hann á sínum tíma hafa gengið í „v e r k f a l l s s k ó l a “ verkalýðsforingjans Guðmundar J. Guð- mundssonar þar sem svona af- staða hefði ekki átt upp á pall- borðið. Við annan tón og heldur ómannúðlegri kveður hjá flokkssystur Atla, þingkon- unni Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem sagði í morgunþætti Stöðvar 2 í gær- morgun að synjun á undanþágu fyrir veik og fötluð börn væri „eðlileg á þessu stigi málsins“. Ýmsir spyrja sig hvað sé að gerast í flokki Vinstri græn- na en stutt er síðan forystumenn flokks- ins í Reykjavík stóðu fyrir því að bera langveikan öryrkja úr félagslegri íbúð á vegum borgarinnar. Ákafi í baráttu Skiptar skoðanir eru um það hvaða merkingu beri að leggja í þann óvenju- lega ákafa sem einkennir „kosningabar- áttu“ Jóns Steinars Gunnlaugssonar prófessors í aðdraganda skipunar í embætti hæstaréttardómara. Sumir telja þetta þaulhugsaða brellu til að gera Geir H. Haarde auðveldara fyrir að velja Jón Steinar. Aðrir – og þeim fer fjölgandi – telja að ekki hafi neitt verið handsalað milli æðstu for- ystumanna Sjálf- stæðisflokksins um skipan Jóns Stein- ars í embættið. Settum dóms- málaráðherra sé einfaldlega treyst til að velja „rétt“. Spurn- ingin er bara hvort all- ir leggi sömu merk- ingu í það orð. Forsætisráðherrann setti um daginn ofan í við forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands og sagði honum að hugsa um hagfræðina en láta stjórn- málamönnum eftir pólitíkina. Tilefnið var svar forstöðumann- ins við spurningu um hvernig draga mætti úr rikisútgjöldum og nefndi hann annars vegar ut- anríkisþjónustuna og hins vegar landbúnaðinn. Að mínu mati voru viðbrögð stjórnmála- mannsins eðlileg og rétt. Þegar sérfræðingar fara að gefa ráð af þessu tagi liggur þeirra gildis- mat að baki og ekkert annað. Hagfræðingar geta í skjóli menntunar sinnar og þekkingar sagt að nauðsynlegt sé að draga úr ríkisútgjöldum til að minnka þenslu í efnahagskerfinu þegar þannig stendur á eða ef kreppa er í efnahagskerfinu að skyn- samlegt væri að auka ríkisút- gjöld. Hvernig það er gert hlýt- ur hins vegar að vera verkefni stjórnmálamannanna. Hefði forstöðumaðurinn verið þannig innréttaður að honum fyndist of miklu eytt í menntamál eða heil- brigðismál þá hefði hann getað sagt að draga mætti úr ríkisút- gjöldum með því að minnka fjárveitingar til þeirra mála- flokka. Svo hefði hann líka getað farið út í flóknar hagfræðilegar útskýringar og sýnt fram á að hagur alls þjóðfélagsins yrði betri ef hið vitlausa landbúnað- arkerfi væri sett á haus. Hag- fræðingar í stjórnmálum hafa reyndar í áratugi barist gegn því vitlausa kerfi en það er svo ofið í menningu landsins að miklu meira þarf til að breyta því en að sýna fram á hvað það er vitlaust. Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að vissulega eru sérfræðingar nauðsynlegir og þeir eiga að gefa ráð á hinn bóginn eru það stjórnmálamenn sem velja og ákveða í krafti þess umboðs sem kjósendur veita þeim á fjögurra ára fresti. Verkfræðingar leggja til það fræðilega sem til þarf til að byggja vegi en það eru stjórn- málamenn sem ákveða hvar þeir eru byggðir. Þess vegna er nýi vegurinn á Tjörnesi að minnsta kosti jafn breiður ef ekki breiðari en vegurinn á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, jafn gáfulegt og það nú er. Hag- fræðingar hefðu getað reiknað út fyrir stjórnmálamennina hvort borgaði sig betur að legg- ja veginn á Tjörnesi eða breikka þann upp í Mosfellsbæ, en þeir voru annað hvort ekki spurðir, eða ekki farið að ráðum þeirra, enda bera hvorki verkfræðing- ar né hagfræðingar ábyrgð á þessari forgangsröðun heldur stjórnmálamennirnir. Það hefur löngum þótt góð undirstaða til að demba sér í stjórnmálavafstur að vera lög- lærður. Sú skoðun helgast vænt- anlega af því að starfið á Al- þingi felst í því að setja þjóðinni lög. Svo koma menn fram á sjónarsviðið og segja „ég sem lögfræðingur...“. Starf alþingis- mannsins felst hins vegar ekki í því að skrifa lög heldur að ákveða hvað eigi að standa í lög- unum, um hvað þau eigi að fjalla, síðan er hægt að fá lög- lærða menn til að setja það í hinn rétta búning. Þá skiptir máli að það sé gert þannig að lögin séu læsu fólki skiljanleg. Lög eru nefnilega fyrir fólk en ekki fyrir lögfræðinga. Við upp- lifðum það nú aldeilis í sumar að það skiptir máli hvernig lögin eru skrifuð. Þau þurfa að vera einföld og skýr. En jafnvel þó þau séu það, eins og stjórnar- skráin, þá koma sérfræðingarn- ir, lögfræðingarnir, fram á sjón- arsviðið og reyna að segja okkur að við kunnum ekki að lesa. Þeg- ar þeir ná ekki sínu fram þá við- urkenna þeir ósigur sinn með því að leggja til að lögunum eða í tilfellinu frá í sumar að stjórn- arskránni verði breytt. Við því er ekkert nema gott eitt að segja og reynir þá á samtakamátt þeirra sem ekki vilja breytingar að standa gegn þeim. Þeir sem leggja til að fé sem varið er til utanríkismála sé skorið niður eru alltaf í öruggu skjóli. Sérfræðingar í þeim málaflokki eiga ekki upp á pall- borðið. Sagt er að lítil þjóð hafi ekkert með stóra utanríkisþjón- ustu að gera. Mér finnst sú lógík ekki alveg ganga upp. Umheim- urinn er ef eitthvað er stærri fyrir litla þjóð en stóra. Það mætti því færa að því rök að öfl- ug utanríkisþjónusta sé lítilli þjóð mikilvægari en stórum þjóðum. Með þessu er ég hreint ekki að halda því fram að pen- ingunum sem varið er til utan- ríkisþjónustunnar sé endilega rétt varið innan hennar, fremur en að peningum til vegamála sé rétt varið með því að byggja veg á Tjörnesi fremur en að breikka veginn upp í Mosfellsbæ. Það er sem sagt mín skoðun að við eig- um að reka öfluga utanríkis- þjónustu og kosta til hennar því sem þarf. Ég segi þetta ekki í krafti sérfræði eða menntunar, heldur einfaldlega vegna þess að það er mín skoðun og svo eru aðrir á annarri skoðun, það er nú ekki flóknara en það.■ N okkur íslensk fyrirtæki hafa valið þann kost í starfsemi sinniað vera með það sem kallað hefur verið starfandi stjórnarfor-menn. Einkenni þeirra fyrirtækja sem hafa valið þetta fyrir- komulag er útrás og vöxtur. Þessi félög eru skráð á Íslandi, en eiga dótturfélög úti um allan heim. Þetta eru fyrirtæki eins og KB banki, Bakkavör, Opin kerfi og Samherji. Hlutverk þessara stjórnarformanna hefur verið að samræma starf- semi dótturfélaga og leita nýrra tækifæra til vaxtar fyrirtækjanna. Fyrirkomulagið hefur gefist vel og árangur margra þessara fyrirtækja á undanförnum misserum verið einkar glæsilegur og til mikilla hags- bóta fyrir land og þjóð. Tillögur viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um hlutafélög lúta meðal annars að því að takmarka frekar en nú er þau störf sem stjórnarformaður félags getur tekið að sér fyrir það. Einn nefndar- manna skrifaði ekki undir þennan þátt skýrslunnar og benti á góða reynslu af núverandi fyrirkomulagi auk þeirrar meginreglu að hlut- hafar velji sjálfir hvaða form þeir vilja hafa á stjórn fyrirtækis. Umræðan um íslenskt viðskiptalíf hefur einkennst af hræðslu við að allt peningavaldið sé að færast á eina hendi. Ráðamenn hafa tekið undir þetta sjónarmið og slegið sig til riddara við að koma böndum á viðskiptalífið. Skýrsla nefndar viðskiptaráðherra var tilraun til þess að bregðast við þeim röddum. Margar tillögur nefndarinnar eru til bóta og til þess fallnar að skerpa reglur og auka þroska markaðarins og atvinnulífsins. Hins veg- ar verður ekki séð að bráð nauðsyn sé á breytingu á stöðu stjórnarfor- manna frá því sem nú er. Meginregla í löggjöf á að vera að skapa ramma utan um hegðun í samfélaginu, en ekki að njörva hana niður. Sú hugmynd byggir á þeirri einföldu reglu að reglur um alla skapaða hluti hamli þroska dómgreindar og vinni gegn þeim tilgangi manna að mót- ast og þroskast sem siðferðisverur eftir hyggjuviti sínu og reynslu. Eftir því sem kemur fram í skýrslu lögmanna sem unnin var fyrir KB banka á tillagan um starfandi stjórnarformenn sér fá fordæmi. Hún er dregin af dönskum reglum sem settar voru í kjölfar hneykslis- máls sem skók danskt viðskiptalíf. Danir drógu því almenna reglu af hinu sérstaka, sem getur verið varasamt. Lagarammi samfélags sem gengur út frá því að allir sem það geta misnoti aðstöðu sína er ekki til þess fallinn að skapa gott samfélag. Rannsóknir á fyrirtækjum og árangri þeirra benda eindregið til þess að þeim fyrirtækjum sem gera ráð fyrir að starfsmenn þeirra séu heið- arlegir og samviskusamir gangi margfalt betur en þeim fyrirtækjum sem eru sífellt að girða fyrir hugsanlega og mögulega misnotkun og vinnusvik. Ekki er fráleitt að álykta að slíkt eigi einnig við um sam- félög. Stjórnvöld ættu því að stíga varlega til jarðar við setningu reglna um hugsanlega og mögulega misnotkun á stöðu einhvern tím- ann í óskilgreindri framtíð. ■ 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Varlega á að fara í að hefta núverandi reglur um stjórnarformenn hlutafélaga. Starfsamir stjórnarformenn Um sérfræði hvers konar ORÐRÉTT Meinlætalíf Ég þarf sífellt að vera að rétt- læta mig því ég vinn ekki á sunnudögum, drekk ekki kaffi eða vín, fasta á föstudögum, borða ekki sykur, reyki ekki, blóta ekki og borða hvorki svína- kjöt né rækjur. Jón Gnarr í bakþönkum. Fréttablaðið 23. september Ekkert hugflæði, takk! Það er búið að vera ljóst í marga mánuði að þessi rammi, sem þeir lögðu fram í maí, er of lítill. Þeir leggja hann á borðið ellefu tímum fyrir verkfall og eru enn að tala um að fara í einhverja hugarflæðisumræðu í kringum þennan sama ramma. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að endurtaka þann leik. Finnbogi Sigurðsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara. Morgunblaðið 24. september Nýr Ólafur Teitur Upp á síðkastið hefur verið mikil vinstri slagsíða í fréttum Stöðvar 2. Slagsíðan er meira áberandi hjá sumum frétta- mönnum en öðrum, einkum hjá vinstri sinnaða varafréttastjór- anum. Elín Granz. Fréttablaðið 27. september Já, einmitt það Þetta er skref upp á við fyrir mig. Jón Arnór Stefánsson körfuknatt- leiksmaður sem fluttist úr NBA- deildinni í rússnesku fyrstu deildina. Fréttablaðið 27. september FRÁ DEGI TIL DAGS Eftir því sem kemur fram í skýrslu lögmanna sem unnin var fyrir KB banka á tillagan um starf- andi stjórnarformenn sér fá fordæmi. Hún er dregin af dönskum reglum sem settar voru í kjölfar hneykslismáls sem skók danskt viðskiptalíf. Danir drógu því almenna reglu af hinu sérstaka, sem getur verið varasamt. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG UTANRÍKISÞJÓNUSTAN VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Það er sem sagt mín skoðun að við eigum að reka öfluga utan- ríkisþjónustu og kosta til hennar því sem þarf. Ég segi þetta ekki í krafti sérfræði eða menntunar, heldur ein- faldlega vegna þess að það er mín skoðun. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.