Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 13 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 1 stk. Boltar í stað stóla BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 28. september, 272. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.34 13.18 18.59 Akureyri 7.20 13.02 18.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég reyni að stunda nokkuð reglulega lík- amsrækt yfir veturinn og fer þá yfirleitt í stöðvar eins og World Class eða aðrar sem ég get lyft lóðum í og komist á hlaupa- bretti,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir al- þingismaður. Á sumrin segist hún vera óskipulagð- ari. „Þá iðka ég meiri útiveru og fer bæði í gönguferðir og sund mér til heilsubótar, þramma jafnvel á fjöll. En veturinn er sá tími sem regla er á þessum hlutum. Þó ekki svo mikil regla því ég vil hafa það opið hvenær ég mæti í ræktina. Fer yfir- leitt tvisvar í viku en ekki í fasta tíma. Bæði er það frekar erfitt í mínu starfi og líka þegar maður er með börn. Mér finnst best að fara fyrri partinn því heimilið kallar þegar vinnudeginum lýkur. Þannig að ég fer á morgnana þegar börnin eru farin í skólann.“ Heilsurækt Bryndísar snýst ekki bara um hreyfinguna heldur líka það hvað hún setur ofan í sig. „Ég er farin að spekúlera meira í hollustu fæðunnar í seinni tíð. Mér finnst það líka partur af barnauppeldi að hafa hollan mat á borðum og tel mikilvægt að hráefnið sé ferskt og sem minnst unn- ið,“ segir þingkonan sem kveðst yfirleitt hafa gaman af að elda. „En stundum geri ég það af nauðsyn einni saman eins og ýmis önnur heimilisstörf,“ játar hún að lokum. ■ Bryndís Hlöðvers lyfir lóðum: Best að æfa á morgnana heilsa@frettabladid.is Hundar geta greint krabbamein í mannfólki samkvæmt nýjustu rannsóknum. Svo virðist sem sér- stök lykt stafi af krabbameini og hundarnir geta greint þessa lykt þótt krabbameinið sé tiltölulega nýkom- ið af stað. Sjúkra- hús á Bretlandi hefur gert tilraunir með mis- m u n a n d i hundateg- undir þar sem hundarnir voru sérstaklega þjálfaðir í að greina blöðruhálskrabbamein. Hundarnir voru látnir þefa af þvag- sýnum og tókst í tæplega helmingi tilvika að greina þvagsýni krabba- meinssjúklinga. Í einu tilviki grein- du hundarnir meira að segja nýrna- krabbamein í manni sem ekki var vitað að væri með krabbamein. Reykingafólk undir fertugu er í fimmfalt meiri hættu á að fá hjarta- áfall en fólk sem reykir ekki. Þessar niðurstöður eru birtar í tímaritinu Journal of Tobacco Control og byggðar á tölum frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnunni. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem saman- stóð af fólki frá Mið-Evrópu, Kína, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Banda- ríkjunum skoðaði 23.000 hjarta- áföll hjá fólki sem hafði ekki látist af völdum áfallsins á árunum 1985 til 1994. Þessi skoðun leiddi í ljós að fjögur af hverjum fimm fórnar- lambanna á aldrinum 35-39 voru reykingamenn. Karlmenn á aldrin- um 35-39 ára sem reyktu voru í fimmfalt meiri hættu á að fá hjarta- áfall borið saman við jafnaldra sem ekki reykja. Áhrif reykinga voru jafn- vel meiri hjá konum á sama aldri. Misnotkun á áfengi drepur um 75.000 Bandaríkjamenn á hverju ári og styttir líf þeirra að meðaltali um þrjátíu ár samkvæmt fréttasíðu CNN. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Banda- ríkjastjórnar. Of mikil á f e n g i s - neysla er þriðja algengasta mein- ið sem hægt er að koma í veg fyrir að valdi dauða. Í fyrsta sæti eru reykingar og öðru ofát og óheilsu- samlegir lifnaðarhættir. Í rannsókn- inni er tekið sem dæmi að 34.833 dóu úr lifrasjúkdómum, krabba- meini eða öðrum sjúkdómum vegna of mikillar neyslu á bjór, víni og sterku víni. 40.933 dóu úr bílslyslum og öðrum óhöppum vegna of mikillar áfengisneyslu. 72 prósent þeirra sem létu lífið árið 2001 vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Karlmenn eru mjög uppteknir af útliti en ekki þó hjá þeim sjálfum. Þeir mega vera feitari en gerist og gengur en konur þeirra verða að vera í góðu formi. Meira en tveir þriðju hlutar karla í Bretlandi vilja að konur hugsi mikið um útlitið samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Athygli vekur að minna en helm- ingur telur að sömu kröfur ætti að gera til karla. Konur gerar miklar kröfur til sjálfs síns og telja tæp níu- tíu prósent það mikilvægt að vera grannar. Bryndís tekur á því í ræktinni tvisvar í viku yfir veturinn. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég veit ekki hvernig umsögnin mín er, ég er ekki búin að lesa hana upphátt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N E-vítamín getur haft áhrif á skyndilegt heyrnarleysi, samkvæmt nýlegri rann- sókn sem gerð var í Ísrael. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráð- stefnu háls-, nef- og eyrnalækna í New York í vikunni. Árlega greinast 123.000 manns í Bret- landi með skyndilegt heyrnarleysi og í 85% tilfella er engin skýring á heyrnar- leysinu. Tveir þriðju sjúklinga endurheimta heyrnina á innan við átta dögum án með- ferðar, en nú hefur verið sýnt fram á að E-vítamín getur hjálpað hinum sem ekki ná bata. ■ Til sölu Suzuki RMX 50 árgerð 2003 ekið 3.130 km, mjög vel með farið, í toppstandi, verð 280.000 kr. Einnig nýr hjálmur, verð 12.000 kr. Upplýsingar eru veittar í síma 892 1817, Ásgeir. Nýjar rannsóknir: E-vítamín við heyrnarleysi E-vítamín getur hjálpað fólki sem á við skyndilegt heyrnarleysi að stríða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.