Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 27
Bjarni Þorvarðarson, frá- farandi stjórnarformaður Og fjarskipta, seldi í gær bréf í félaginu. Bjarni sat í stjórn Og Vodafone fyrir Kenneth Peterson og hef- ur unnið fyrir hann að fjárfestingarverkefnum. Bjarni seldi rúmlega 800 þúsund hluti á geng- inu 3,7 eða fyrir tæpar þrjár milljónir króna. Bjarni hefur þó ekki yfir- gefið hluthafahóp félags- ins, því hann heldur enn eftir hlutabréfum að nafnvirði um 2,3 milljónir króna. ■ ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2004 Hallgrímskirkja Guð er að tala við þig. ert þú að hlusta? Vassula Ryden fjallar um guðlegan innblástur sem hún hefur meðtekið frá árinu 1985 og er ákall Drottins til alls mannkyns um iðrun, sátt, frið og kærleika. Spádómsskilaboðin Einlægt líf með Guði eru þó umfram allt bón til kirkjunnar um eitt samfélag allra kristinna manna. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur. Frá árinu 1992 hefur Vassula heimsótt yfir 70 lönd og haldið yfir 700 kynningar á „True life in God“. Vassula þiggur hvorki laun né þóknanir og hefur engan efnahagslegan ávinning af starfi sínu. Vassula Ryden www.tlig.org Sunnudagurinn 3. október 2004, kl. 19.30 Við bjóðum vinsælustu og öruggustu skíðasvæðin á ÍtalÍu. Sólríkar skíðabrekkur, öflugur lyftukostur, ægifagurt fjallaútsýni, nálægð við bæinn, góð hótel og örugg þjónusta fararstjóra – allt gerir þetta skíðaferðir okkar til Ítalíu að draumi skíðamannsins. á mann í tvíbýli á St. Hubertus í Madonna 84.960* kr. Ver› frá: * Innifali›: Beint flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting m/morgunver›i í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 59 67 0 9/ 20 04 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Skíðaveisla á Ítalíu Morgunflug til Verona alla laugardaga frá 22. jan.–19. mars Örfá sæti laus í jólaferðina 22. desember Vinsælustu ferðirnar að seljast upp. Bókaðu strax! Beint leiguflug Verið velkomin á fyrirlestur um - Samsetningu og öryggi skólamáltíða - hjá Umhverfisstofnun á morgun þriðjudaginn 28. september kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesarar: Grímur Ólafsson sérfræðingur á Matvælasviði Umhverfisstofnunar og Hólmfríður Þorgeirsdóttir sérfræðingur hjá Lýðheilsustöð Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Íslandsbanki birti óvænt í gær töl- ur yfir hagnað sinn fyrstu átta mánuði ársins. Hagnaður bankans var 10,6 milljarðar króna sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Bankaráð Íslandsbanka ákvað á fundi sínum í gær að auka hlutafé bankans um 200 milljónir króna að nafnvirði, ríflega tvo milljarða að markaðsvirði. „Almennur vöxtur fyrirtækisins og kaup á fjármála- fyrirtækjum kalla á þessa aukn- ingu hlutafjár,“ segir Bjarni Ár- mannsson forstjóri. Íslandsbanki er langt kominn með yfirtöku norska Kreditbank- ans, en verkefnið er ekki mjög stórt þegar litið er til efnahags- reiknings bankans. Eignir bankans námu í lok ágúst nálægt 548 millj- örðum króna. Íslandsbanki hefur að jafnaði greitt út háan arð og lækkað eigið fé með kaupum á eigin bréfum. Horft hefur verið til arðsemi eigin- fjár bankans undanfarin ár, en nú er einnig horft til frekari vaxtar. Fjárstýringu bankans hefur verið falin sala hlutafjárins og á henni að ljúka í þessari viku. ■ HLUTAFÉ AUKIÐ Bjarni Ármannsson segir almennan vöxt Íslandsbanka og kaup á fjár- málastofnunum kalla á aukningu hlutafjár. Óvænt uppgjör Íslandsbanka: Hagnaðurinn yfir tíu milljarðar Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga í október verði 0,6 prósent. Það sem helst hefur áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs í október eru hækkun húsnæðis og útsölulok í fataverslunum. Útsölur höfðu veruleg áhrif í júlí og ágúst, en liðurinn föt og skór lækkaði um 14 prósent á tímabilinu. Landsbankinn gerir ráð fyrir að liðurinn hækki um 6,2 prósent í október og hækki verð- bólgu um 0,35 prósent. Spáin gerir ráð fyrir að hús- næðisverð hækki áfram, en aðrir liðir séu í samræmi við árstíðar- sveiflur. Gangi spáin eftir verður verðbólga síðustu tólf mánuði 3,6 prósent sem er 1,1 prósentustigi yfir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans. ■ Húsnæði verðbólguvaldur Stjórnarformaður selur BJARNI ÞORVARÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.