Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 30
Charlton–Blackburn 1–0 1–0 El Kakrkouri (48.). Þetta var fyrsta tap Blackburn undir stjórn Mark Hughes en Charlton komst upp í 7. sæti með þessum sigri. 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 1 Þriðjudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  19.15 Leiknir og ÍR eigast við í Austurbergi í SS-bikar í handbolta.  19.15 FH 2 og Fram eigast við í Framhúsi í SS-bikar í handbolta.  20.00 HK og FH eigast við í Digra- nesi í SS-bikarnum í handbolta.  21.00 Víkingur 3 og Grótta KR eigast við í Víkinni í SS-bikarnum í handknattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Olíssport á Sýn.  18.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um deildina.  18.30 UEFA Champions League á Sýn. Bein útsending frá leik Man. Utd. og Fenerbache.  20.35 Meistaramörk á Sýn.  21.10 UEFA Champions League á Sýn. Útsending frá leik Real Madrid og Roma.  00.00 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV. [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] ENSKA ÚRVALSDEILDIN Okkur finnst að ... .... undanúrslitaleikir bikarkeppninnar í fótbolta þurfi umgjörð við hæfi. Það myndast ekki mikil stemning, hvorki hjá áhorfendum né leikmönnum, þegar menn leika undanúrslitaleikina fyrir hálftómum Laugardalsvelli. Það væri kannski réttast að taka upp ensku aðferðina og spila leikina á hlutlausum en talsvert minni velli þar sem 1000 manns ná að skapa stemningu. FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea hefur fengið leyfi fyrir því að byggja milljarða æfinga- svæði sem verður eitt það besta í Evrópu. Chelsea hefur þessa stundina æfingasvæði rétt við Heathrow-flugvöll en menn þar á bæ hafa áform um að taka í notk- un nýtt 3.338 fermetra svæði í Cobham í Suðvestur-London. Á svæðinu verður stórt æf- ingahús og í kring verða settir upp 15 heilir knattspyrnuvellir, þar af þrír upphitaðir. Sjálft húsið verður af glæsilegri gerðinni því þar verður innanhúss gervigras- völlur, fullkomin lyftingaaðstaða og allt sem til þarf í nútímaþjálf- un knattspyrnumanna. Stærsta fréttin er samt sú að allir flokkar munu æfa á svæðinu og stjörnur aðalliðsins æfa þar með við hlið ungra framtíðarleikmanna félags- ins. Opnað í júlí 2006 Svæðið verður opnað í júlí 2006 og er að sjálfsögðu fjármagnað af rússneska milljarðamæringnum Roman Abramóvitsj, sem hefur þegar eytt 250 milljónum punda eða 32 milljörðum íslenskra króna í nýja leikmenn síðan að hann keypti liðið í júlí 2003. Framkvæmdastjórinn Jose Mourinho er örugglega hug- myndasmiðurinn að baki nýja svæðinu og hann var ánægður með þróun mála í viðtali á heima- síðu félagsins. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir Chelsea. Ein af aðalástæðum fyrir því að ég kom til Chelsea var sá áhugi sem hr. Abramóvitsj og stjórnin sýndu í að fjárfesta í ung- viðinu. Þar sem allir leikmenn fé- lagsins, leikmenn aðalliðsins, varaliðsins og unglingaliðanna, munu æfa á sama svæði mun það virka hvetjandi á yngstu leik- menn félagsins, sem þarna fá þær fyrirmyndir sem eru nauðsynleg- ar fyrir þá sem ætla sér inn á rétta braut í knattspyrnunni. Þá er að sjálfsögðu afar mikilvægt fyrir aðalliðið að fá bestu hugsan- legu æfingaaðstöðu fyrir okkar leikmenn,“ sagði Mourinho, sem kann þó ágætlega við núverandi æfingaaðstöðu liðsins þótt að fé- lagið kalli á sitt eigið sérhæfða svæði. Stjórnarformaðurinn Chelsea í fararbroddi Peter Kenyon tekur undir ánægju stjórans. „Cobham-verk- efnið er miðpunkturinn í framtíð félagsins og ein af stærstu ástæð- um þess að við sóttumst eftir að fá Mourinho til liðs við okkur var að hann hefur mikinn metnað og áhuga á að þróa og byggja upp unglingastarf Chelsea og búa þar til framtíðarleikmenn félagsins,“ sagði Kenyon við sama tækifæri á heimasíðu Chelsea-liðsins. Báðir nefndu það einnig að með því að tefla fram fyrsta flokks æfingaaðstöðu væru meiri líkur á að félagið fengi unga leik- menn til liðs við sig í framtíðinni. Það er því ekki bara hugsað um að kaupa stærstu stjörnur boltans til Chelsea því Lundúnaliðið ætlar að ná fótfestu sem félag í farar- broddi í uppbyggingu ungra enskra knattspyrnumanna. Á LEIÐINNI Á TOPPINN Jose Mourinho ætlar að koma á Chelsea á topinn í ensku úrvalsdeildinni en hann vill líka koma upp sterku unglingastarfi hjá félaginu. AP Með stjörnur í augum Chelsea ætlar að byggja nýja æfingaaðstöðu þar sem stjörnur aðalliðsins æfa við hlið ungra leikmanna félagsins. Jose Mourinho vill leggja áherslu á uppbyggingu framtíðarleikmanna. FORMÚLA Þýski ökuþórinn Ralf Schumacher tók það ekki í mál að keyra áfram í kínverska kappakstinum eftir að hafa lent í árekstri við skoska ökuþórinn, David Coulthard, á 37. hring, þá var sá þýski í fjórða sæti. Ralf taldi bílinn skemmdan en stjórn- endur liðsins óskuðu engu að síð- ur eftir því að hann héldi áfram eftir að hafa skoðað bílinn nánar. Ralf taldi að fjöðrunarbúnaður hefði bilað en eftir að tæknimenn höfðu skoðað bílinn kom annað í ljós og sögðu þeir að hann gæti vel haldið áfram. „Það fannst mér vera orðið tilgangs- laust því ég var þá orðinn tveimur hringjum á eftir efstu mönnum,“ sagði Ralf. Liðsstjóri Williams, sjálfur Frank Williams, var allt annað en ánægður með þessi viðbrögð Ralfs og var jafnvel rætt um að honum yrði skipt út í næsta móti, sem fram fer í Japan, vegna þessa. En Pat- rick Head, yfirmaður verkfræðidei ldar liðsins, þvertek- ur fyrir það og segir öruggt að Ralf aki í J a p a n . „Hann mun aka, það er e k k e r t meira um það að segja,“ sagði Head. Það var mál manna að Ralf hafi staðið sig vel mjög vel í kappakstrinum eftir langa fjar- veru vegna meiðsla. Hann yfir- gefur Williams-liðið í lok ársins og mun aka fyrir Toyota á næsta tímabili. Að sjálfsögðu bað skoski heið- u r s m a ð u r i n n , David Coulthard, Ralf afsökunar fyrir að hafa valdið árekstrinum. Formúlu 1 kappaksturinn í Kína um helgina: Ralf reitti Williams til reiði SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins ERFIÐ BYRJ- UN Ralf Schu- macher byrj- aði ekki vel eftir meiðsl- in.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.