Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2004 Strangers er fjórða plata Ed Harcourt, sem áður gat sér orð sem meðlimur hljómsveitarinnar Snug undir lok síðasta áratugar og gerði með þeim tvær plötur áður en hann sagði stopp og hóf sólóferil. Harcourt leikur poppað rólynd- isrokk og er þægilegur söngvari þó hann skeri sig ekki nógu vel úr meðalmennskunni til að teljast í hópi þeirra bestu. Söngur hans á það til að vera þreytandi og sérstak- lega þegar laglínurnar jaðra við að vera falskar. Þess á milli tekst hon- um ágætlega upp. Það koma öflugir kaflar á Strangers en oftast eru tilþrifin óþægilega lítil. Textarnir á plötunni eru víða skemmtilega persónulegir og það heyrist glöggt í lögum eins og Born in the 70’s þar sem Harcourt fjallar um uppruna sinn. Strangers er ágæt við fyrstu hlustun en við nánari athugun er af- skaplega fátt um fína drætti. Lög eins og Loneliness eru ágæt en sem fyrr, óþægilega venjuleg og því ekki langlíf í eyrum undirritaðs. Það sama á við um titillag plötunnar sem virkar ágætt í fyrstu en eins og með flest lög á plötunni þá vantar herslumuninn til að fylla mann að- dáun. Það sem vantar er meiri frum- leiki og tónlistin er fullvenjuleg þegar á heildina er litið. Ed Harcourt er ágætur tónlistarmaður en það er lítið sem ekkert sem kem- ur fólki á óvart á Strangers. Þessi plata er því eingöngu fyrir grimma aðdáendur Harcourt. Þið hin skuluð forðast þetta eins og heitan eldinn. Pant ekki heyra meira frá þessum. Smári Jósepsson Forðist eins og heitan eldinn ED HARCOURT STRANGERS NIÐURSTAÐA: Ed Harcourt er ágætur tónlistar- maður en það er lítið sem ekkert sem kemur fólki á óvart á Strangers. Þessi plata er því ein- göngu fyrir grimma aðdáendur Harcourt. Þið hin skuluð forðast þetta eins og heitan eldinn. Pant ekki heyra meira frá þessum. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Nokia 3220 Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 980kr. 18.980 kr. Verð aðeins: • 65.536 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 2 MB innbyggt minni • Java™ leikir og margt fleira 800 7000 - siminn.is Myndasímar á tilboðsverði Komdu við í verslun Símans í Ármúla, Smáralind eða Kringlunni og kynntu þér möguleika MMS hjá Símanum. Við bjóðum þér að prenta út mynd þér að kostnaðarlausu. Prentaðu út þínar eigin MMS-myndir Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 7610 Léttkaupsútborgun: og 3.500 kr. á mán. í 12 mán. 3.580kr. 45.580 kr. Verð aðeins: Nokia 6230 Léttkaupsútborgun: og 2.500 kr. á mán. í 12 mán. 4.980kr. 34.980 kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 6 5 • 1 megapixel myndavél með 4x stafrænum aðdrætti (Zoom) • Getur tekið upp hreyfimyndir • 65.535 lita TFT skjár með 176x20 punkta upplausn • 8 MB innbyggt minni, 64 MB minniskort fylgir • POP3 og IMAP tölvupóstur • Getur spilað 3 GP, MP4 og Real Video myndskeið • MP3 spilari og margt fleira • 65.536 lita TFT skjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA með 640x480 punkta upplausn • Getur tekið upp hreyfimyndir með hljóði • 6 MB innbyggt minni • POP3 og IMAP tölvupóstur • Stereo FM útvarp og margt fleira Vinsælustu lög Offspring Hljómsveitin The Offspring ætlar í ársbyrjun 2005 að senda frá sér plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög sveitarinnar. Platan mun einnig innihalda nýtt efni sem og tökulag frá hljómsveitinni The Police. The Offspring hefur ekki viljað gefa upp hvaða Police-lag sveitin hyggst taka en margir bíða spenntir eftir því hvernig Dexter Holland tekst að syngja háu tón- anna sem Sting gerði svo fag- mannalega með Police. „Ég hef sungið lagið í bílnum og reynt að ná svo hátt upp,“ sagði Holland, sem þvertók þó fyrir að þeir myndu taka lagið Roxanne. Platan mun innihalda klassísk lög á borð við Self Esteem og Pretty Fly (for a White Guy) sem og lög sem sveitin tók upp með Jerry Finn, upptökustjóra Morrissey, í sumar. Holland og félagar hyggjast svo taka upp nýja plötu á næsta ári. „Þegar sveitir senda frá sér Greatest Hits telur fólk að þær séu að hætta en svo er ekki og við stefn- um á að gefa út nýja plötu á næsta ári,“ sagði Holland. ■ Minni, léttari og tengdari Sony Computer Entertainment í Evrópu hefur tilkynnt að PlaySta- tion2, með nýju útliti verði fáan- leg í Evrópu í nóvember. Því er lofað að nýja tölvan muni hafa sömu virkni og núverandi útgáfa af PlayStation2, auk þess sem hún er gerð eftir sömu stöðlum. Iinnri bygging vélarinnar hefur verið endurhönnuð og minnkað um 75% þá er þyngdin helmingi minni og nýja útgáfan fimm sentimetrum þynnri. Einnig er nú að finna í vél- inni ethernet porti sem gerir hana klára fyrir netspilun. Við þetta tækifæri sagði Dav- id Reeves, Forstjóri SCEE, ìVið gerðum þetta fyrir PlayStation1 og nú gerum við þetta aftur fyrir PlayStation2. Þessi nýja hönnun sem inniheldur netkort mun sýna fram á það enn og aftur hversu PlayStation er framarlega hvað varðar hönnun og nýsköpun, en þessi atriði hafa meðal annars gert PlayStation að vinsælustu leikjatölvu heims. Við erum viss um að sambland af verðlækkun, frábærum leikjum sem eru væntanlegir fram að jólum og nýja útlitið muni kveikja í nýrri kynslóð neytenda sem munu upplifa fjörið í PlayStation. ■ NÝ OG GÖMUL PS2 PlayStation2 tölv- urnar verða frá og með nóvember mun minni en þær sem nú má finna í búðum. DEXTER HOLLAND Hljómsveitin Offspring ætlar að senda frá sér nýja plötu á næsta ári sem og plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög hennar. ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.