Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.09.2004, Blaðsíða 38
30 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hinn eini sanni Hemmi Gunn fer aftur í loftið í næsta mánuði þeg- ar hann byrjar með nýjan út- varpsþátt á Bylgjunni. „Ég ætla að skella mér aftur í útvarpið en nú ætla ég að byrja í grynnri enda laugarinnar,“ segir Hemmi en útvarpsþátturinn hans verður á sunnudögum frá 16 til 18.30. Hemmi er ekki alveg ókunnur útvarpinu enda var hann með þátt á Bylgjunni á upphafsárum stöðvarinnar. Hann leysti líka af á stöðinni í sumar og þá kviknaði bakterían á ný. „Þessi frétta- manna- og dagskrárgerðarbakt- ería er ekki alltaf viðráðanleg,“ segir Hemmi, sem starfaði jafn- framt sem safnstjóri á Hrafns- eyri í þrjá mánuði. Nú er safnið lokað og Hemmi ætlar að herja á fjölmiðlana á ný. „Ég er búinn að gera fastan samning við Norður- ljós, það er að segja að ég fæ að dingla mér milli deilda. Ég verð með fastan þátt í útvarpinu á sunnudögum, verð áfram í Ís- landi í bítið á föstudögum og eitt- hvað á Sýn. Tek kannski að mér eina og eina lýsingu.“ Hemmi segist ekki óttast að vera með útvarpsþátt á sunnu- dögum enda hafi hann oftast far- ið ótroðnar slóðir með þætti sína. „Fólk getur hlustað á þáttinn þegar það liggur í leti á sunnu- dögum. Það er mér eðlislægt að prófa nýja tíma og þegar ég byrj- aði fyrst í útvarpi var þátturinn minn klukkan eitt á sunnudögum og hann fékk fína hlustun, enda var þetta eini þátturinn á þeim tíma, Skálholtserindi á Ríkisút- varpinu,“ segir Hemmi hlæjandi og heldur áfram: „Og þegar ég var með þáttinn í sjónvarpinu vildi fólk hafa hann á laugardög- um en ég vildi hafa hann á mið- vikudögum.“ kristjan@frettabladid.is í dag Goldenhar- systurnar Mamman í 150% vinnu Útlægur úr kerfinu Sefur á bekk í miðborginni Ríkistoppar á Saga Class en borgar- stjóri í almenningi Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar á www.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Í tilefni af norrænni barnabóka- hátíð í Norræna húsinu, þann 30. september til 3. október er bres- ki barna- og unglingabókahöf- undurinn Mary Hoffman vænt- anleg til landsins. Bók hennar, Stravaganza, eða Grímuborgin, sem er fyrsta bókin í þríleik um Stravaganza, kom út í haust hjá Máli og menningu. Þessar bækur eru ævintýrasögur, þar sem blandast saman töfrar og spenna, ímyndunarafl og raun- veruleiki, og gerast þær að stór- um hluta í heimi sem er hlið- stæður við Ítalíu 16. aldar. Þekktasta bók Hoffman er myndabókin Amazing Grace, sem hefur verið metsölubók víða um heim, en hún hefur skrifað ríflega 70 bækur fyrir börn og unglinga. Hoffman fæddist í litlum bæ í Englandi, en fluttist fjótlega með fjölskyldu sinni til London. Hún hóf nám við Cambridge árið 1964 og gaf út sína fyrstu bók, White Magic, árið 1975. ■ Barnabókahátið dregur að MARY HOFFMAN Kemur á norræna barnabókahátíð í lok mánaðarins. HEMMI GUNN Hemmi virðist vera búinn að jafna sig að fullu af veikindum sem hafa hrjáð hann. „Heilsan er alveg rosaleg góð og þetta er algjört kraftaverk. Þann þrítugasta verð ég árs gamall og það eru ekki allir á mínum aldri sem fá svona tækifæri. Það skilur eng- inn neitt í neinu, allra síst ég,“ segir Hemmi Gunn. SPJALLÞÁTTAKÓNGUR ÍSLANDS: HERJAR Á FJÖLMIÐLA Á NÝ Hemmi aftur í loftið Fáðu flott munnstykki Laugavegi 32 sími 561 0075 Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Jazzhátíð Reykjavíkur hefst á morgun og þess vegna þótti ekki úr vegi að fá latínjöfurinn Tómas R. Einarsson til þess að vera sérfræðingur vikunnar hér í blaðinu. „Það er úr svo mörgu góðu að velja,“ segir Tómas og þarf að hugsa sig svolítið um þegar hann er spurður hvort hann eigi sér eitthvert uppáhaldslag eða lagahöfund á því sviði þar sem hann þekkir best til, sem er djass og latíntónlist. „Náttúrlega er það þannig að yfirleitt skiptist um uppá- haldslög á mánaðarfresti eða svo. Það yrði um nokkur hundruð manns og nokkur hundruð lög að ræða ef mað- ur ætti að telja upp allt það sem hefur komist í þetta sæti á síðustu 20 árum, þó ekki sé lengra farið.“ Tómas hélt sig lengst framan af ferli sínum við akústískan djass, en hefur síðustu fimm til sex árin snúið sér að mestu að latíndjassi og latíntónlist. „Ef ég ætti að nefna einhvern einn mann þá er það rúm- lega áttræður karl, kúbanskur kontrabassaleikari, sem er kallaður Cachao. Hann hefur búið síðustu tvo eða þrjá ára- tugina í Miami, en byrjaði að spila um 1930 og hefur ver- ið að spila alveg fram á þennan dag. Hann er bæði laga- höfundur og kontrabassaleikari og átti ekki lítinn þátt í að ég datt jafn rækilega inn í þessa músík og raun varð á.“ Þegar hann er beðinn um að gerast enn nákvæmari og nefna til sögunnar eitt lag eftir Cachao, þá er hann nokk- uð fljótur að nefna lag sem heitir „Juana la coja“. „Það er um hana Jóhönnu höltu, ef ég man rétt og fer rétt með þýðinguna á þessu.“ Tómas hefur komið víða við í íslenskum djassheimi. Færi gefst á að heyra í honum á Jazzhátíð Reykjavíkur á föstu- dagskvöldið, þegar hann spilar með hljómsveit Eyjólfs Þor- leifssonar á Kaffi Reykjavík. | SÉRFRÆÐINGURINN | TÓMAS R. EINARSSON Áttræður kúbanskur kontrabassaleikari og lagasmiður átti stóran þátt í að leiða Tómas inn á brautir latíntónlistar. Djasslag í uppáhaldi: Lagið um Jóhönnu höltu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.