Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 29.09.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING SUNNAN OG VESTAN TIL sem fer vaxandi eftir því sem líður á daginn. Hangir þurr fyrir norðan og austan fram á kvöld. Hlýnandi veður. Sjá síðu 6 29. september 2004 – 266. tölublað – 4. árgangur SEX LÍKAMSÁRÁSIR Maður sem sló annan mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á A. Hansen í Hafnarfirði fyrir um mánuði síðan er ákærður fyrir sex aðrar lík- amsárásir. Sjá síðu 2 ENGAR UNDANÞÁGUR Enginn hefur fengið undanþágu til kennslu eftir að verk- fall grunnskólakennara hófst. Sjá síðu 6 MIKIÐ RÁÐHERRAVALD HÉR Fyrir- komulag við skipan dómara í hæstarétt er margvíslegt í nágrannalöndunum. Saman- burðurinn er flókinn en þó verður ekki bet- ur séð en að ráðherra hafi meira vald hér á landi en tíðkast annars staðar. Sjá síðu 8 EINELTI Í FANGELSUM Fangelsis- málastofnun hefur skorið upp herör gegn einelti í fangelsum landsins. Sjá síðu 10 ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Anna Barner Sarp: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Flytur Bollywood til Íslands ● nám Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 KEFLAVÍKURVÖLLUR Ákveðið hefur verið að segja upp að minnsta kosti sjötta hverjum slökkviliðs- manni á Keflavíkurflugvelli og ekki er útséð með að uppsögnum sé lokið. Þegar hafa 14 fengið upp- sagnarbréf á undanförnum tveim- ur mánuðum og mega fjórir í við- bót eiga von á uppsagnarbréfi næstu daga, því þeim verður sagt upp frá og með næstu mánaða- mótum. Því verða 18 slökkviliðs- menn af þeim 100 sem eru í slökkviliðinu án vinnu innan fárra daga. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna, hefur mikl- ar áhyggjur af ástandinu á Kefla- víkurflugvelli. „Það hlýtur að koma niður á starfsemi liðsins þegar svona mörgum og reyndum starfsmönnum er sagt upp á svona stuttum tíma. Uppsagnirnar eru ekki í samræmi við starfsaldur og því fer mikil fagleg reynsla og þekking úr liðinu með þessum mönnum,“ segir Vernharð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli áhyggjur af því að vinnuálag aukist í kjölfar uppsagnanna. Ekki er enn farið að reyna á fækkun í liðinu því enn séu menn að vinna út uppsagnar- fresti sem eru mislangir. Þeir segja óvissuna sem fylgir því að vita ekki hverjir verði látnir fara næst þrúgandi. Að sögn Friðþórs Eydal, upp- lýsingafulltrúa Varnarliðsins, eru uppsagnirnar liður í hagræðingar- aðgerðum hjá flotadeild Varnar- liðsins. Hann útilokar ekki að um frekari uppsagnir verði að ræða en vill ekki tjá sig um þær frekar. Sigurður Arason, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, vill ekki tjá sig um málið. sda@frettabladid.is BÍLABÍÓ Á MIÐBAKKA Bílabíó Nor- disk Panorama verður á Miðbakka Reykja- víkurhafnar í kvöld klukkan 21. stuttmyndir. STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, mun ekki sitja í þing- nefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknar- manna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þing- vetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með trúnaðarstörf í þing- nefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðug- leikar en síðan brast hver streng- urinn á fætur öðrum þangað til al- gjör trúnaðarbrestur var orðin raunin. Þetta var eins og hjá hjón- um sem átta sig á því að ástin, traustið og vináttan eru horfin.“ Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálm- ar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þing- flokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðla- málinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokk- inn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokks- ins. Framundan séu fundir kjör- dæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gær- kvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og vara- formennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varafor- mennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árna- son tók sæti hans sem varaformað- ur samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin for- mennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismála- nefnd og heilbrigðis- og trygginga- nefnd. ghg@frettabladid.is sjá síðu 13 Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli: Átján slökkviliðsmönnum sagt upp á flugvellinum Kristinn fallinn í ónáð Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Hann ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. 36%50% HREINSISTARF HAFIÐ Á BLÖNDUÓSI Stór hluti af um fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði brann til kaldra kola á Blönduósi í fyrrinótt. Tjónið er metið á ríflega hundrað milljónir króna. Gaskútar sprungu og reykurinn náði á Skagaströnd. Sjá síðu 4 Meistaradeildin í gær: Þrenna hjá Rooney í fyrsta leik FÓTBOLTI Enska undrabarnið Way- ne Rooney var með engan svið- skrekk á frumsýningu sinni á Old Trafford í gær. Rooney skor- aði þrennu í 6-2 sigri Manchest- er United á tyrkneska lið- inu Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu. Roon- ey lék þarna sinn fyrsta leik eftir meiðslin sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í Portúgal í sumar og þrátt fyrir þriggja mánaða fjarveru tók það hann aðeins 17 mínútur að komast á blað. Öll mörk kappans voru snilldarlega útfærð og það síð- asta skoraði hann beint úr auka- spyrnu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SÉRBLAÐ UM BÍLA FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lúther Gestsson: Jeppaklúbbur fyrir alla jeppa WAYNE ROONEY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.