Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 0 5 800 7000 - siminn.is * Tilboðið miðast við 12 mánaða binditíma og gildir fyrir uppsetningu á beininum og einni tölvu. Ath! Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni kostar 5.700 kr. á mánuði. Við hjálpum þér að láta það gerast Notaðu tækifærið og vertu í góðu netsambandi hvar sem er heima hjá þér. Við mætum á staðinn og setjum upp þráðlausa Internettengingu þér að kostnaðarlausu ef þú kaupir Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni. Komdu í næstu verslun Símans og við komum svo heim til þín. hjá Símanum til 30. september* Frí uppsetning á Þráðlausu Interneti • 5 netföng, með 50MB geymsluplássi • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinn aðgangur að tugum leikjaþjóna • Viðbótarþjónusta, t.d. öryggispakki Símans Af hverju ættir þú að gerast áskrifandi að Þráðlausu Interneti? Við komum heim til þín og setjum upp Þráðlausa Internetið 2.490kr. Verð á búnaði: * „Ég tek ekki við greiðslu“ Flóttafangar: Teknir aftur SVÍÞJÓÐ, AP Fangarnir tveir sem flýðu úr fangelsi vestur af Stokk- hólmi í síðustu viku eru á bak vil lás og slá á ný. Fangarnir fundust nærri Örebro og gáfu sig að lok- um á vald lögreglu. Áður en til þess kom áttu þeir þó í löngum samningaviðræðum við lögreglu og meðan á þeim stóð skaut annar fanginn úr haglabyssu að flugvél sem sveimaði yfir með spennta fréttamenn. Fanginn sem skaut að flugvél- inni afplánar fangelsisdóm fyrir morð. Hinn fanginn var fundinn sekur um stórfelld fíkniefnabrot. Flótti þeirra var þriðji fangaflótt- inn í Svíþjóð frá því í júlí og varð fangelsismálastjóri að segja af sér. ■ Umferðartafir sendibíla: Hálfur milljarður í kostnað SAMGÖNGUR Umferðartafir í Reykjavík kosta sendibíla í borginni 525 milljónir á ári hverju, samkvæmt útreikning- um Kristins Vilbergssonar, framkvæmdastjóra Dreifingar- miðstöðvarinnar og Vörubíls. Kristinn gerir ráð fyrir að um 5 prósent af heildaraksturstíma sendibíla fari í umferðartafir, eða um 275 klukkustundir í mán- uði. Hann segir um 1.500 sendi- bíla í borginni og áætlar 1.850 króna kostnað á tímann. Kristinn var annar frummæl- enda á opnum fundi sem Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðis- flokksins héldu í hádeginu í gær um umferðarmál í höfuðborg- inni. Fundurinn var sá fyrsti í fundaröð sem kölluð er „Fram- tíð Reykjavíkur“. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, átaldi sérstaklega þá ákvörðun meirihlutans í Reykja- vík að ráðast ekki í gerð mis- lægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Hann segir lausnina sem ráðast á í, með fjölgun akreina og fjögurra fasa um- ferðarljósum, mun síðri enda dragi hún ekki nándar nærri jafn mikið úr slysum og töfum. „Ef fólk kýs að nota einkabíla tel ég það skyldu borgarinnar að sjá til þess að umferð gangi eins greitt og örugglega fyrir sig og kostur er,“ sagði hann. ■ VERÐIÐ HÆKKAR Olíuverð hefur hækkað á heimsmörkuðum. Hærra olíuverð: Ráðherrann getur glaðst NOREGUR Norski fjármálaráðherr- ann, Per-Kristian Foss, hefur fulla ástæðu til að gleðjast þessa dag- ana, að sögn norska blaðsins Dag- ens Næringsliv. Blaðamenn þess hafa reiknað út að hækkun olíu- verðs á heimsmörkuðum leiði til þess að tekjur ríkissjóðs í ár hækki um andvirði rúmra 500 milljarða íslenskra króna frá því sem spáð var. Stóran hluta af tekjuaukning- unni fær ríkið í gegnum skatta og gjöld af olíufélögum. Þá fær ríkis- sjóður arðgreiðslur frá ríkisrekna olíufyrirtækinu Statoil sem dælir upp olíu í Norðursjó.■ Kínverskir eiginmenn: Efast um faðernið PEKING, AP Eiginmenn í Peking, höfuðborg Kína, fara nú fram á faðernispróf í mun meiri mæli en áður. Á einu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar hefur faðernispróf- um fjölgað um fimmtung frá fyrra ári og sömu sögu er að segja víðar í borginni. Ástæðan fyrir þessari fjölgun faðernisprófa er sögð sú að eigin- mennirnir gruni konur sínar um að hafa haldið framhjá sér. Við- horf Kínverja til kynlífs hafa breyst undanfarið og er það sagt leiða til öryggisleysis margra karlmanna. ■ HÁDEGISVERÐARFUNDUR Í VALHÖLL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýndi framgöngu R-listans í vegamálum á opn- um fundi í gær. Hátt í hundrað manns sóttu fundinn. ■ ÍRAK LEYNILÖGGUR MYRTAR Vígamenn skutu fimm íraska leynilögreglu- menn til bana í Basra. Lögreglu- mennirnir voru að skila manni til fjölskyldu sinnar eftir að hann var frelsaður úr haldi mannræn- ingja. Síðustu tvo mánuði hefur leynilögreglan frelsað fimmtán gísla í nágrenni Basra. RÁÐIST Á FALLUJA Bandaríkja- menn gerðu loftárás á hús í Fallu- ja þar sem þeir telja vígamenn hafast við. Bandaríska herstjórnin sagði að ekkert mannfall hefði orðið. Læknir á sjúkrahúsi borg- arinnar sagði hins vegar að þrír hefðu látist og níu særst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.