Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 12
12 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR LEITA SKJÓLS Í SKOTHRÍÐ Palestínsk börn leita skjóls fyrir skothríð ísraelskra hermanna nærri ísraelsku land- nemabyggðinni Netzarim á Gaza-svæðinu. KJARAMÁL Mun meira leynist í kjara- samningi dótturfyrirtækis Brims við áhöfn skipsins Sólbaks en komið hefur fram í fjölmiðlum, segir Sæv- ar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Samning- urinn var birtur á vef Brims í gær. Sævar segir samninginn til hagsbóta fyrir útgerðina en höggv- ið sé í réttindamál sjómanna. Upp- sagnarfrestur áhafnarinnar sé til dæmis rýrður. „Þetta eru engin smáatriði heldur eru þau gríðar- lega mikilvæg. Uppsagnarfrestur er eitt af þeim atriðum sem við höf- um viljað sjá lagfærð,“ segir Sæv- ar. Í samningnum sé gert ráð fyrir að sjómennirnir landi aflanum sjálf- ir fyrir minni tilkostnað en löndun- argengin fái. Þá sé frí í kringum sjó- mannadag stytt um sólarhring og menn komist ekki heim milli veiði- ferða svo einhvað sé nefnt. Sævar segir orð Guðmundar um að fækka þurfi sjómönnum áróður. Hann gleymi því hverjir taki að sér störf þeirra manna sem hverfi á braut: „Það er ekki kokkurinn, vélstjórinn eða skip- stjórinn. Það eru hinir hásetarn- ir.“ ■ ASÍ segir Brim bjóða undir lágmarkskjörum: Brim gafst upp á biðinni KJARAMÁL Ein helsta fyrirstaða þess að samningar náist á milli sjómanna og útvegsmanna er að forsvarsmenn sjómannasamtak- anna berjast hart gegn því að störfum þeirra manna fækki, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Sérsamningur Guðmundar við áhöfn skipsins Sólbaks var til umræðu á opnum fundi Verslunarráðs Íslands í gær. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir samn- inginn ekki gildan. Forgangsverk- efni sé að beita öllum ráðum til að stöðva Brim. „Það eru þættir í kjarasamn- ingnum sem klárlega brjóta í bága við ákvæði um lágmarkskjör sam- kvæmt kjarasamningi sjómanna- samtakanna,“ segir Gylfi. Guðmundur sagði á fundinum að samningar hefðu ekki náðst milli sjómanna og útvegsmanna í rúman áratug. Hann spurði hve lengi bæri að bíða eftir að samn- ingar næðust. „Um borð í hverju skipi eru menn í þremur stéttarfélögum, skipstjórnarmanna, vélstjóra og háseta. Við getum ekki fækkað skipstjórnarmönnum eða vél- stjórum. Þar af leiðandi lendir öll fækkunin á einu stéttarfé- lagi. Þeir berjast hart fyrir því að fækka ekki störfum í sinni grein. Þar af leiðandi hefur ver- ið svo erfitt að ná samningum,“ segir Guðmundur. Hann segir samninginn við Sólbak verða prófmál um hvort félagafrelsi ríki á Íslandi eða ekki. ■ PALLBORÐSUMRÆÐUR UM SÓLBAK Elfar Aðalsteinsson, stjórnarformaður Eskju, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Kosningaáhugi: Flykkjast á kjörskrá BANDARÍKIN, AP Forsetakosningarn- ar í haust virðast vekja mun meiri áhuga meðal almennings en kosn- ingar síðustu ára- tuga. Í það minnsta er mun meira um að einstaklingar sem ekki hafa kos- ið áður láti bæta sér inn á kjörskrá í sínu kjördæmi. Í Cleveland hafa tvöfalt fleiri nýir kjósendur skráð sig á kjör- skrá en fyrir fjór- um árum. Í Phila- delphia hafa menn ekki séð meiri aukningu nýskráningar kjósenda í tvo áratugi. Þá hafa yfirvöld í sum- um sýslum þurft að bæta við mann- skap til að hafa undan við að skrá nýja kjósendur. ■ JOHN KERRY Spennandi kosn- ingar og starf ým- issa samtaka leiða til þess að fleiri skrá sig á kjörskrá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Eftirlitsbúnaður: Viðvera nema skráð JAPAN, AP Eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir á nemendum í nokkrum japönskum grunnskólum. Búnaður- inn sendir frá sér boð í nema sem skrá hvenær börnin mæta í skólann og hvenær þau yfirgefa hann. „Meira en sjötíu prósent for- eldra voru hlynnt tilrauninni,“ sagði Ichiro Ishihara, kennari í einum skólanna sem hafa tekið búnaðinn upp. Ástæðan að baki tilrauninni er sögð sú að skólayfirvöld og foreldr- ar vilji auka öryggi nemenda. Glæpatíðni er mun hærri í Japan en hún var fyrir nokkrum árum og tel- ur meirihluti Japana land sitt orðið hættulegt fyrir börn sín og sig. ■ FUNDAÐ UM SÉRSAMNING Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ (til hægri), segir að nú þegar samningur Sólbaks sé op- inber sé ljóst að hagsmunir útgerðinnar séu í fyrirrúmi. Við hlið Sævars situr Hólmgeir Jónsson, við hans hlið Kristján Möller og lengst til vinstri er Guðjón A. Kristjánsson. Sérsamningur birtur: Allt fyrir útgerðina FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.