Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 13
Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöld var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum Alþing- is. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Al- þýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hóp- ur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubanda- lagið og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknar- manna á vormánu Fyrrverandi félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Krist- inn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokks- ins ekki þegjandi.“ Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hafi orðið gulldrengurinn í flokkn- um þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið við- líka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðr- um flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þing- flokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar.“ En vandi fylgir vegsemd hverri og fljót- lega fór a ð bera á vonbrigðum með samstarf- ið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þing- flokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó að hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þing- flokksins. Það var ekki vel liðið.“ Þá komu upp samstarfsörðugleik- ar milli Kristins og þáverandi for- stjóra Byggðastofnunar. Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, sem bauð Kristin velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998, þurfti fjórum árum síð- ar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosning- ar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þing- flokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnason þingflokksformann. Til- laga þessa efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsl- una. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðs- ins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristin sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllun- ar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmað- ur sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubanda- laginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og for- ystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæm- ur. Hann er líklega látinn gjalda þess.“ Félagi Kristins í þingflokki framsóknar- manna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Krist- inn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar.“ ■ 13MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 Einn á báti Stjórnmálaferill Kristins H. Gunnarssonar tók óvænta stefnu í gærkvöld þegar honum var úthýst úr nefndum Alþingis af þingflokki Framsóknarflokksins. Hann er því einn á báti í þingflokknum. Ríkisendurskoðun og Síminn: Ekkert erindi borist SÍMINN „Við skulum fá erindið fyrst,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um hvort Ríkisendurskoðun muni kanna sérstaklega fjárfestingar Símans á undanförnum árum. Sam- fylkingin hefur lýst því yfir að hún hyggist fara þess á leit við for- sætisnefnd Alþingis að hún láti slíka rannsókn fara fram. Ríkis- endurskoðun aðhefst hins vegar ekkert fyrr en erindi berst. Að sögn Sigurðar hefur ekkert sambærilegt verið rannsakað áður í tilviki Símans. Einungis hafi ver- ið um almennar úttektir að ræða. ■ Undirskriftalisti var afhentur Geir H. Haarde í gær: 120 lögmenn styðja Jón HÆSTIRÉTTUR Listi með um 120 nöfnum þeirra lögmanna sem vilja að Geir H. Haarde virði umsögn Hæstaréttar um val á dómara við réttinn að vettugi og taki sjálf- stæða ákvörðun um ráðninguna var afhentur ráðherranum í gær. Geir ræður í dómarastöðuna í stað Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra sem lýsti sig vanhæfan til verksins. Lögmennirnir lýsa þannig óbeint yfir stuðningi við Jón Stein- ar Gunnlaugsson, en í áliti Hæsta- réttar er Jón ekki á meðal þeirra tveggja sem rétturinn telur hæf- asta. Lögmennirnir telja innbyrðis ósamkvæmni einkenna þá umsögn réttarins. Jón Steinar hafi víðtæka og umfangsmikla lögmanns- reynslu sem ekki sé hægt að líta fram hjá, og ráðherra beri því að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar lögmanns var markmiðið að safna undirskriftum um 50 til 100 lögmanna. Árangurinn sé því framar vonum. Hann vísar þeirri gagnrýni á bug að með listanum sé Jón Steinar sjálfkrafa orðinn van- hæfur sem dómari, þar sem lög- menn skiptist nú í þá sem styðja hann og þá sem gera það ekki. „Þessi gagnrýni er eins og hvert annað kjaftæði,“ segir Sveinn. Hann segir að betur fari á því, að þeim sem augljóslega sé í nöp við Jón Steinar segi það beint út, í stað þess að „búa til einhverja nýja vanhæfisreglu gegn honum“. Geir H. Haarde ber að skipa í dómarasætið fyrir 1.október. ■ ALÞÝÐUBANDALAGSMAÐUR Á FRAMBOÐSFUNDI Kristinn H. Gunnarsson á framboðsfundi á Vestfjörðum fyrir alþingiskosningarnar 1995 en hann var þá í framboði fyrir Alþýðubandalagið. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Virðist eiga stuðning a.m.k. 120 lögmanna í stól hæstaréttardómara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GUÐMUNDUR H. GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS ,,,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnars- sonar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.