Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 14
Aldrei stærra Saga class Íslandskynningin í París, höfuðborg Frakk- lands, hefur vakið athygli franskra fjöl- miðla enda ekki á hverjum degi sem ráð- ist er inn í borgina með margra tonna ís- jaka að vopni. Á sunnudag flaug fríður flokkur Íslendinga utan til að vera við- staddur opnun Íslandskynningarinnar og var haft á orði að aldrei hafi Saga class farrrýmið verið stærra í nokkurri flugvél Icelandair en það náði langleiðina aftur að stéli og aðeins pláss fyrir örfáa blaða- menn og námsmenn aftast á al- mennu farrými sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið eða vindurinn. Í breiðsætunum fyrir framan þá sátu for- kólfar helstu banka, fyrirtækja og ráðu- neyta ofan af Íslandi; ráðherrar, stjórnarformenn og forstjórar fremst en aðstoðarmenn, deildarstjórar og verkefnisstjórar voru þar fyrir aftan og hálffylltu vélina ... Veislan á Champ Elysée Í mikilli veislu sem Evrópumálaráðherra Frakka hélt íslensku sendisveitinni í tign- arlegum sal á Champ Elysée í gærkvöld voru Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ásamt maka, aðstoðarmanni, ráðuneytis- stjóra og fleirum úr forsætisráðuneytinu, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra ásamt maka, aðstoðar- manni, ráðuneytisstjóra og deildarstjór- um úr menntamálaráðuneytinu, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt maka, aðstoðarmanni, ráðuneytisstjóra og fleirum úr samgönguráðuneytinu og þá eru ónefndir Þórólfur Árnason borgar- stjóri ásamt nokkrum borgarfulltrúum, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, ásamt forstjóra og deildar- stjórum, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, ásamt forstjóra og deildarstjórum, að ógleymd- um Björgólfsfeðgum og fleirum úr Lands- bankanum, Bjarna Ármannssyni og fleir- um úr Íslandsbanka, Sigurði Einarssyni og fleirum úr KB-banka, Brynjólfi Bjarnasyni og fleirum frá Símanum, Kára Stef- ánssyni frá ÍE, Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni frá TM – og Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Er nema von að Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra, hafi fund- ist hann einmana heima á Íslandi á meðan öll þessi skrautsýning fór fram ... Helst vildi ég að Halldór Ás- grímsson fengi hundrað rólega hveitibrauðsdaga til að ná þeim tökum á sínu nýja embætti sem hann hafði á því gamla. Halldór reyndist nefnilega dugmikill og athafnasamur utanríkisráherra sem sýndi bæði útsjónarsemi við hagsmunagæslu fyrir Íslendinga og ábyrgðartilfinningu gagnvart skyldum okkar í heiminum. Auð- vitað snýst starfið öðru fremur um hagsmunagæslu, það gerir það hjá öllum ríkjum heims. Halldór reyndi hins vegar um- fram forvera sína í starfi að breyta stöðu okkar í alþjóðakerf- inu úr því að vera laumufarþeg- ar. Fyrir þetta hefur hann ekki fengið miklar þakkir enda dýr- ara að borga fargjald en að ferð- ast frítt. Við erum í fyrsta sinn farin að leggja fram umtalsvert fé til þróunarmála þótt við ger- um enn minna en flest þróuð ríki. Það eitt ætti að gefa Hall- dóri sess í sögunni. Afstaða okk- ar til þessara mála var til hábor- innar skammar um áratuga skeið. Við tökum líka virkari þátt í starfi alþjóðastofnana en við höfum áður gert. Þótt Halldór hafi þannig reynst mjög nýtur utanríkisráð- herra ættu menn að hafna bón hans um að menn hætti að ræða um innrás Bandaríkjanna í Írak og stuðning íslenskra stjórn- valda við hana. Til þess er málið of stórt. Það snýst um grundvall- aratriði í lífi smáþjóðar ekki síð- ur en um Írak. Eins og spurning- una um hvort lög eða hernaðar- máttur eigi að ráða í alþjóðakerf- inu. Skipti öryggisráðið og aðal- ritari SÞ engu í þessu máli? Er það afstaða vopnlausrar smá- þjóðar? Erum við á móti því sem Kofi Annan stendur fyrir og með því sem George Bush stendur fyrir? Er Kofi Annan fulltrúi úr- eltra hugmynda um lög, rétt og samvinnu en George Bush mað- urinn sem við eigum að standa með? Málið snýst líka um það hvort við eigum nokkuð erindi í alþjóðlegt samstarf á öðrum for- sendum en hagsmunagæslu af þrengsta tegund. Þegar kom að spurningu um stríð eða frið, skipti þá mestu máli fyrir okkur sem þjóð að reyna að nota Íraks- stríðið til að fá Bandaríkjamenn til að staðsetja fjórar orustuþot- ur í Keflavík? Viljum við fara í öryggisráð SÞ til að afla okkur fleiri tækifæra til að gera Bandaríkjunum svo til geðs að við fáum áfram að hafa þessar fjórar þotur? Er þetta grunnur- inn að hugsun okkar um stríð og frið, lög og rétt, ábyrgð þjóða og hlutverk okkar í heiminum? Nú er ég alveg viss um að svo er ekki í huga Halldórs Ásgríms- sonar. Ekki að ég þekki manninn vel persónulega, það geri ég ekki, en verk hans hafa sýnt aðra hugsun um skyldur okkar og hlutverk. Og þess vegna vekur stuðningur okkar við stríðið í Írak upp spurningar um hvernig utanríkisstefna íslendinga verð- ur til. Hvers konar upplýsingar eru notaðar? Hvers konar þekk- ingar er aflað? Hvaða hugsjónir koma til álita? Það sérkennilega við hörm- ungarnar í Írak er að ekkert í at- burðarásinni hefur komið þeim á óvart sem eitthvað þekktu til þessa lands. Engum með lág- marksþekkingu datt í hug að tengja Saddam Hussain við al- þjóðleg hryðjuverk sem var þó ástæða innrásarinnar. Skálmöld- in í Írak var líka algerlega fyrir- sjáanleg. Ég hélt því sjálfur ít- rekað fram í íslenskum fjölmiðl- um fyrir innrásina að hún myndi valda hörmungum af nákvæm- lega því tagi sem við erum nú daglega vitni að. Til að sjá þetta fyrir þurfti hvorki skarpskyggni né yfirburðaþekkingu enda er ég enginn sérfræðingur í málefnum Íraks. Ég hafði hins vegar fyrir því að lesa það sem helstu fræði- menn sögðu og fór svo í stutta heimsókn til Persaflóa til við- ræðna við fólk. Ekki flókið mál. Þótt enginn sjái nákvæma at- burðarás fyrir má fullyrða að ekkert af því sem gerst hefur í Írak að undanförnu hafi þurft að koma nokkrum manni á óvart sem hafði fyrir því að kynna sér aðstæður. Nema kannski það eitt að Írakar, einir þjóða í öllum þessum heimshluta, áttu engin efnavopn. Ástandið í Írak er ekki furðuleg niðurstaða af undarleg- um tilviljunum, heldur beinlínis fyrirsjáanleg afleiðing ákvarð- ana sem teknar voru fyrir hálfu öðru ári síðan á fölskum forsend- um og vegna vísvitandi blekk- inga manna með pólitíska hags- muni. Reyndi íslenska ríkið ekki að afla sér upplýsinga frá öðrum en CIA og Pentagon? Hvernig var ákvörðunin tekin? Hvaða upplýsingar, hvaða hugsjónir og hvaða hagsmunir komu við sögu? Þessar spurningar eru ekki dónaleg hnýsni í prívatmál. Þær snúast um það hver við erum sem þjóð og hver við vilj- um vera. ■ Ý msir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar íábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp um-ræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna, heldur fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafn hæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi eru að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að mennt- un, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslu á kynferð- ið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðu- veitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil um- hugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóð- félaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki líklegra að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há emb- ætti og forystustörf sé að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langt- um fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðun- um í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækj- endurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri um- ræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingar- valdið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. ■ 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Karlaslagurinn um Hæstarétt má ekki beina athyglinni frá jafnréttiskröfunni. Hlutur kvenna gleymist ekki Hver erum við? ORÐRÉTT Ætli ísjakinn sé ekki leiður? Ekki hafa þó allir fagnað ísjak- anum því græningjar í borgar- stjórn Parísar komu í veg fyrir að hann yrði fluttur að ráðhúsi Parísar þegar „menningarnótt“ hefst þar innan skamms. Þeir harma að ísjaki sé fluttur úr náttúrulegu umhverfi sínu á Ís- landi. Frétt frá París. Fréttablaðið 28. september Líklegt til vinsælda Það er því full ástæða fyrir skipu- lagsyfirvöld og yfirvöld umhverfis- mála í Reykjavík að huga að því að taka gjald fyrir akstur um hel- stu umferðaræðar á álagstímum. Fjárfesting í greiðslukerfi kann að reynast mun betri fjárfesting en frekari breikkun og stækkun um- ferðarmannvirkja. Þórólfur Matthíasson, prófessor í HÍ. Morgunblaðið 28. september Þörf á Jóni Steinari Umsögnin sannar þannig að í Hæstarétt vantar menn eins og Jón Steinar, sem hefur lengi barist fyrir því að dómarar dæmi eftir lögunum, en ekki geðþótta. Friðbjörn Orri Ketilsson Morgunblaðið 27. september Rebbi í landbúnaðarmálunum Ætli það væri ekki skemmtileg- ast að vera fjallarefur. Það er frelsi hans og baráttan við veiði- manninn sem heillar mig. Við stjórnmálamenn erum vanir áhættu. Það er mikil spenna í lífi fjallarefsins. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra. DV 27. septembe r Vanþekking á séríslenskum að- stæðum Það er áhugavert að ræða við dokt- or Gissurarson en hann er augljós- lega of mikill öfgamaður til að tala fyrir hönd stjórnmálaflokks. Bart Cameron, blaðamaður. DV 28. September FRÁ DEGI TIL DAGS Samfylkingarfélagið í Reykjavík Ingibjörg Sólrún á hverfafundi Fundur verður haldin í Hverfafélagi Hlíða- og Laugar- dalshverfa miðvikudaginn 29.september 2004 kl. 20:30 í Kaffi Laugum við Sundlaugaveg (World Class) Fundarefni: Spáð í spilin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáir í stjórnmálin. Það eru athyglisverðir tímar framundan í stjórnmál- um ekki síst nú þegar stólaskiptin fara fram í Stjórnarráðinu. Fundarstjóri: Bryndís Hlöðversdóttir, alþingiskona. Stjórn hverfafélagsins. ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÍSLAND OG ÍRAK JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Þótt enginn sjái nákvæma atburðarás fyrir má fullyrða að ekkert af því sem gerst hefur í Írak að undanförnu hafi þurft að koma nokkrum manni á óvart sem hafði fyrir því að kynna sér aðstæður. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.