Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 16
Djasshátíð Reykjavíkur verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.00. Björn Th. Árnason, formaður FÍH, setur hátíðina og ýmsir listamenn gefa sýnishorn af því sem koma skal á hátíðinni sem að þessu sinni stendur til 3. októ- ber. Fyrstu tónleikarnir verða síð- an á Kaffi Reykjavík í kvöld, þeir fyrri klukkan 20.30, þar sem sveit- in Cold Front leikur en það munu vera þeir Björn Thoroddsen gítar- leikari, Richard Gillis trompetleik- ari og Steve Kirby bassaleikari. Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 22.30 og mætir þá Atlantshafs- bandalagið til leiks, skipað þeim Agnari Má Magnússyni píanóleik- ara, Jóel Pálssyni sem leikur á sax- ófón, Gunnlaugi Guðmundssyni bassaleikara og Einari Val Schev- ing trommuleikara. Friðrik Theódórsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, segir hana verða enn glæsilegri en endranær. „Fyrir utan þann stór- viðburð að við fáum Van Morrisson á hátíðina, þá er Ísland í öndvegi,“ segir hann. „Hingað eru komnir fjórir hljóðfæraleikarar, sem hafa verið búsettir erlendis í fjölda- mörg ár, með frítt föruneyti. Fyrst- an ber að telja Árna Egilsson sem spilar hér með gamla Íslandsvinin- um, Niels-Henning Örsted Peder- sen og bassaleikara sem heitir Wayne Darling. Tónleikar þeirra, sem verða á Hótel Sögu á föstudag- inn, verða án efa einstæðir að því leyti til að þeir verða aldrei aftur endurteknir hér á landi – og senni- lega ekki í heiminum. Einnig kemur Einar Valur Scheving ásamt flokki af latín- sveiflumeisturum sem eru undir regnhlíf þeirra Rodriquez-bræðra. Það eru ungir tónlistarmenn sem getið hafa sér gott orð í latín-geir- anum í Bandaríkjunum og spilað með ekki ófrægari mönnum en Art- uro Sandeval. Með þeim er mjög þekktur kólumbískur slagverks- leikari, Samuel Torres, sem mun leika á congur og aðrar bumbur.“ Á latíntónlist erindi á djasshá- tíð? „Já, latíntónlist hefur átt sívax- andi vinsældum að fagna. Djass tekur allar tónlistarstefnur og um- faðmar þær, hvort heldur er popp, klassísk, latín, þjóðlaga- eða raf- tónlist. Djassleikarar taka stef úr öllum öðrum tónlistarsviðum og bæta í þau sveiflunni og spunan- um, eða snarstefjuninni, eins og Jón Múli myndi kalla það. Þriðji landinn sem mætir er Gunnlaugur Guðmundsson bassa- leikari sem búsettur hefur verið í Hollandi síðustu ár. Hann kemur hingað með sitt eigið tríó, Binary Orchid, og sá fjórði er söngvarinn Helgi Hrafn Jónsson sem leikur með austuríska flokknum Beefolk, ásamt gítarsnillingnum Wolfgang Muthspiel, á lokatónleikunum á Broadway á sunnudaginn. Muth- spiel var valinn djasstónlistarmað- ur ársins í Evrópu í fyrra, hvorki meira né minna. Beefólksveitin er það sem kallast má „happy“ sveit. Þeir spila ekki eiginlegan djass nema í spunanum. Þar spinnur hver um sig. Einnig fáum við að hlýða á Seamus Blake, sem er upprunalega frá Kanada. Hann leikur með B3- tríóinu. Við væntum mikils af sam- starfi við hann vegna þess hversu vel tókst til þegar B3 lék með Ingrid Jensen, trompetleikaranum fágæta, á hátíðinni hér í fyrra.“ Friðrik segir aðsókn að djass- hátíðinni hafa verið mjög góða á undanförnum árum, í fyrra hafi á milli 3.500 og 4.000 manns sótt tón- leika hennar. „Við álítum að þetta árið sé breiddin, gæðin og úrvalið það mikið að við ættum að fá mikla aukningu í aðsókn. Svo það er um að gera að ná sér í miða strax,“ seg- ir hann og bætir við: „Auk framan- greindra tónleika er fjöldinn allur af íslenskum tónlistarmönnum ótalinn, sem alla jafna hafa haldið uppi blysi djasstónlistarinnar hér í gegnum árin og koma nú fram með sérstök verkefni fyrir hátíðina. En það er um að gera að fara á www.reykjavikjazz.com til að fá frekari upplýsingar um hátíðina og svo er miðasalan í Upplýsingamið- stöð ferðamanna, Höfuðborgar- stofu, Aðalstræti 2.“ sussa@frettabladid.is 16 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… Fólk með Sirrý, klukkan 20.15. Fólk sem haldið er félagsfælni ræð- ir um áhrif félagsfælninnar, t.d. hræðslu við fólk, að eiga erfitt með að hringja, standa í biðröð, fara á mannamót, sækja um vinnu. Tónleikum Mannakorna sem verða endurteknir á morgun, fimmtudaginn 30. september. Á efnisskrá eru nýjar perlur í bland við eldra efni. Hljómsveit- in er skipuð þeim Magnúsi Eiríkssyni sem leikur á gítar og syngur, og Pálma Gunnarssyni sem spilar á bassa og syngur. Þeim til fulltingis verða þeir Benedikt Brynleifsson á trommur og Agnar Már Magnússon á píanó... JPV útgáfa hefur samið við forlagið Random House/Bertelsmann um útgáfu í Þýska- landi á ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson. Áður hafði verið samið um útgáfurétt bókarinnar, sem vænt- anleg er fyrir jól, í Svíþjóð. Þess eru ekki mörg dæmi að íslenskar ævisögur séu seldar erlendum útgefendum, hvað þá áður en þær eru komnar út hér heima. Fyrir tveimur árum kom út bók um verk Lax- ness eftir Halldór Guðmundsson hjá Steidl-forlaginu, skrifuð að beiðni þess, en verk Laxness hafa lengi notið virðingar og vinsælda með Þjóðverjum. Nýja bókin er miklu viðameiri ævisaga, byggð á aðgangi að einstökum heimildum og skreytt fjölda ljósmynda. Sóttist Random House / Bertelsmann eftir útgáfuréttinum strax í vor og hefur nú verið gengið frá samningum. Í samningnum felst enn fremur að Halldór mun skrifa sérstakan kafla um Laxness og Þýskaland fyrir þýsku útgáfuna. Random House / Bertelsmann er hluti af einu stærsta bókafyrirtæki heims, og mun ævisaga Laxness koma út innbundin og myndskreytt hjá „btb“, forlagi í eigu þess. Kl. 21.00 Bílabíó á Miðbakka á Reykjavíkurhöfn. Sýndar verða skemmtilegar norrænar stuttmyndir af Nordisk Panorama. menning@frettabladid.is Halldórarnir til Þýskalands Ísland í djassöndvegi ! FRIÐRIK THEÓDÓRSSON Við álítum að þetta árið sé breiddin, gæðin og úrvalið það mikið að við ættum að fá mikla aukningu í aðsókn. Árni Egilsson, Einar Valur Scheving, Gunnlaugur Guðmundsson og Helgi Hrafn Jónsson mæta á djasshátíð með úrvalstónlistarmönnum frá Bandaríkjunum og Evrópu. „Frábært verk, frábær sýning“ Tenórinn í Iðnó Fös. 1. okt. kl. 20:00 laus sæti Su. 10. okt. kl. 20:00 laus sæti Fös. 22. okt. kl. 20:00 laus sæti Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is „Það er skemmst frá því að segja að Tenórinn er ein sú besta skemmtun í leik og söng sem gagnrýnandi minnist að hafa séð. (Guðmund- ur) er óborganlega fyndinn og syngur hreint dásamlega.“ Bergþóra Jónsdóttir, Mbl. „Sigursveinn Magnússon er píanóleikarinn og skilaði hlutverki sínu af hófstilltu öryggi, og átti sinn ísmeygilega þátt í fyndninni. Samleikur þeirra var áreynslulaus....“ „Tenórinn er .... rós í hnappagat höfundar,leik- stjóra og flytjenda.“ Þorgeir Tryggvason, Mbl „...reglulega ánægjulegt að fá að sjá þennan reynda og þrautþjálfaða leikara njóta sín svo vel sem raun ber vitni....“ „....flutningur Guðmundar skemmtilegur, marg- slunginn og öruggur...“ Halla Sverrisdóttir, DV „Besta íslenska sýningin sem ég hef séð um árabil. Frábær texti!“ Stefán Sturla - Rás 2      Setning Jazzhátíðar Reykjavíkur Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna setur hátíðina. Nokkrir listamenn gefa sýnishorn af því sem vænta má í vikunni. Ráðhús Reykjavíkur kl. 17:00 – Aðgangur ókeypis Cold Front Björn Thoroddsen hefur um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra jazzleikara. Björn og Richard Gillis trompetleikari hafa nú stofnað tríó, Cold Front, með einum af þekktari bassa- leikurum jazzins, Bandaríkjamanninum Steve Kirby. Þeir félagar hafa vakið mikla hrifningu vestanhafs og er ekki að efa að það sama verður uppá teningnum hér. Tónlist þeirra er aðgengilegt „swing“ með nútímasniði. Kaffi Reykjavík kl. 20:30 – kr. 1.800 Atlantshafsbandalagið Atlantshafsbandalagið er nafnið að kvartettnum sem Jóel Pálsson saxó- fónleikari, Agnar Már Magnússon píanisti, sem báðir eru búsettir á Íslandi, Gulli Guðmundsson bassaleikari sem býr í Hollandi og Einar Valur Scheving, sem býr í Bandaríkjunum, hafa stofnað í tilefni Jazzhátíðar Reykjavíkur 2004. Tónlist þeirra er sterk og heillandi og býr yfir krafti fullþroska listamanna. Kaffi Reykjavík kl. 22:30 – kr. 1.500               !"#$% & %' ((!) ' ((*       !"#$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.