Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextir Engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H i m i n n o g h a f www.frjalsi. is                                                   !  " # $ % & %  '    ' ( )  * $ + , -  . / ,     / 0 %  1  2 ( (  3 ( (    !  4  1  2 ( (  3 ( '    5 5 5  . $ *  #  %     . $ *  # 6 . $ *  #  %  7.   8          9           :  8   ;             8  7  <  =      =    8                  8  7         :        88;               Julie Ingham rekur Enskuskólann: Verklegt nám í ensku Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara. „Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir tal- getu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sér- námskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sér- menntun í enskukennslu fyrir út- lendinga. Nemendur koma í við- tal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er met- in og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima.“ Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu.“ Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunveru- legar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku.“ Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orða- forðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. „Í skólanum er af- slappað andrúmsloft, takmarkað- ur fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á,“ segir Julie. „Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref.“ Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka við- haldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðr- ar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is ■Mikil áhersla er á talmálið í Enskuskóla Julie Ingham. Jóhann Hjörleifsson og Gunnlaugur Briem búa að áralangri reynslu í tónlistarbrans- anum. Tónlistarmenn setjast í kennarastólinn: Tveggja vikna trommunámskeið „Við Gulli höfum verið að halda nokkur trommunámskeið gegnum tíðina og það hefur gefist vel. Þetta er alltaf að þróast hjá okkur og verða betra og betra,“ segir Jó- hann Hjörleifsson, en hann mun byrja með trommunámskeið þann 4. október ásamt Gunnlaugi Briem. Báðir eru þeir þaulreyndir tónlistarmenn og hefur Jóhann gert garðinn frægan með Ný Dönsk og Gunnlaugur með Mezzoforte þannig að ekki vantar upp á reynsluna. „Við munum raða hópnum í litla hópa eftir getu. Þannig verða byrjendur með sínum jafningjum og lengra komnir með sínum jafn- ingjum. Við blöndum fólki ekki saman óháð styrkleika,“ segir Jó- hann en trommunámskeiðinu er skipt í nokkra tíma. „Á námskeið- inu eru bæði hóptímar og einka- tímar. Þetta eru alls sjö mætingar á tveim vikum. Það eru tveir einkatímar sem eru fjörutíu mín- útur hvor. Síðan eru tveir hóptím- ar sem eru fyrirlestrar og þess háttar sem eru tvær klukkustund- ir í senn. Einnig eru tveir spila- tímar sem eru ein og hálf klukku- stund í einu þar sem fólk fær að spila á fullu í litlum hópum. Það hefur einmitt oft vantað á trommunámskeið hér á landi. Námskeiðið endar með lokatíma sem er opinn og það er meira spjall og í víðara samhengi en sjálft námskeiðið.“ Jóhann og Gunnlaugur halda námskeiðið í samstarfi við Hljóð- færahúsið að Laugavegi 176 og kostar það 24.500 krónur. „Það er allt innifalið í námskeiðinu. Ég og Gunnlaugur erum búnir að gefa út kennslubók sem ég held að sé fyrsta trommukennslubókin á ís- lensku. Hún fylgir námskeiðinu ásamt geisladiski með æfingum. Nemendur fá einnig kjuða og Hljóðfærahúsið verður með ein- hver spennandi tilboð fyrir nem- endurna. Fólk ætti sem sagt að geta komið af götunni án alls á námskeiðið,“ segir Jóhann að lok- um. Frekar upplýsingar og skrán- ing er í síma 661 9011 og í Hljóð- færahúsinu í síma 525 5060. lilja@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.