Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 26
Andrea Magnúsdóttir fatahönn- uður keypti sér bíl í maí en fram að því hafði hún ekki verið sér- stök bíladellustelpa. Hún fór hins vegar á flug þegar hún var að velja sér bíl og prufukeyrði bíla frá hægri til vinstri frá flestum umboðum landsins. „Ég endaði svo á að kaupa mér silf- urgráan Volkswagen Golf og er mjög ánægð með hann. Það er gott að keyra hann, hann er lítill og lipur og hentar mér fullkom- lega.“ Andrea segir hinn bílinn á heimilinu, sem kærastinn henn- ar á, ekki síður flottan, en það er amerískur pallbíll af gerðinni Dodge Dakota. „Mér finnst skemmtileg til- breyting að keyra hann og skipti stundum við kærastann. Dodge-inn er ekta amerískur bíll með rafmagni í öllu, statífi fyrir glasið og samlokuna og framsætið er þriggja sæta bekk- ur þannig að öll fjölskyldan kemur svolítið spaugilega út svona öll saman frammí, við tvö, barnið og hundurinn.“ segir Andrea hlæjandi. En þrátt fyrir ánægjuna með pallbílinn er draumurinn að skipta honum út fyrir „subur- ban-jeppa“. „Það er óskabíll- inn,“ segir Andrea. „Flottur, massívur Sopranos-jeppi. Hins vegar njótum við rosalegra vin- sælda út af pallbílnum, vinir okkar hika ekki við að hafa sam- band þegar þeir þurfa að fara í Sorpu eða eru að flytja og þá kemur Dodge-inn sér vel og sömuleiðis þegar ég þarf að ná í efnisstranga.“ Strangana þarf Andrea að sækja fyrir fyrirtæki sitt og Birtu Björnsdóttur, Júní- form, sem þær stöllur hafa rek- ið í tvö ár. „Við erum að hanna og sauma og engar tvær flíkur eru eins.“ ■ 6 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Porche Cayenne Grunnverð: 6,659,000 Umboð: Bílabúð Benna Cayenne er frábærlega hannaður bíll og skiptir þá engu hvort horft er á akst- urseiginleika og vélarafl, frágang við smíðina og efnisval eða tæknibúnað. Porsche er þekktur fyrir að fara alltaf lengra með alla hluti og klára smíðina al- gerlega eins og sést vel þegar horft er í vélarsalinn. Sérstaða Allar gerðir Cayenne eru með ríkulegum staðalbúnaði svo sem rafmagni í öllu, hágæðahljómkerfi og sérvöldu leðri á sætum. Vegna straumlínulögunnar sinn- ar leynir Ceyanne stærðinni afar vel og er fullbúinn jeppi með hátt og lágt drif og læsanlegum millikassa. Eiginþyngd er um 2,2 tonn, dráttargetan 3,5 tonn. 3 vélar eru í boði og skila frá 250 til 450 hestöflum þannig að þarna er á ferð- inni alvörujeppi og það í hæsta klassa. Cayenne var kosinn jeppi ársins árið 2002 af Samtökum blaðamanna þannig að strax á fyrsta ári vakti hann óskipta athygli. Nýjungar Ef ræða á nýungar þá verður Porsche Cayenne að teljast til nýjunga í heild sinni því að ef litið er á tæknibúnað og getu bílsins á allan hátt verðum við þess vör að við erum vitni að einni mestu tækniframför í bílaframleiðslu okkar tíma. Það má í raun segja að Cayenne hafi stokkið fullskapaður fram á sjónar- sviðið enda áratugalöng reynsla tæknimanna hjá Porsche til grundvallar og ekki gott að ráða í hvað geti tekið við af þessum bíl í framtíðinni. Í Cayenne er magnaður búnaður sem kallast PSM (Porsche Stability Management) sem er algjör undrabúnaður þegar kemur að öryggi í akstri. Ef bíllinn skríður til í beygju eða á hálum vegi þá grípur búnaðurinn inn í og aftengir meðal annars bensíngjöf bílsins, bremsar tvö hjól af horn í horn og setur afl á hin tvö þannig að bíllinn nær réttri stefnu aftur. Þess er ekki langt að bíða að svona búnaður í einhverri mynd verði orðinn staðal-öryggisbúnaður í öllum bílum eins og ABS og líknarbelgir, svo öflugur öryggisbúnaður er þetta. www.toyota.is Hilux. Ódrepandi harðjaxl. Hilux hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt á íslenskum vegum og vegleysum. Gríðarlegur styrkur, frábær ending og afburða aksturseiginleikar einkenna þennan ódrepandi harðjaxl sem á sér margra ára frægðarsögu hér á landi. Komdu og reynsluaktu. www.toyota.is Hilux fæst nú með notadrjúgum aukahlutapakka á sérstöku tilboði: 31" breyting, kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Nú er tækifæri til að eignast HILUX á hörkutilboði! Notadrjúgur aukahlutapakki: 31" breyting,kantar, álfelgur og hús. Allt þetta færð þú fyrir aðeins 2.990.000 kr. Toyota Kópavogi Sími 570 5070 Bílatangi hf. Ísafjörður Sími 456 4580 Toyotasalurinn Selfoss Sími 480 8000 Toyota Akureyri Akureyri Sími 460 4300 Bifreiðaverkstæði Borgþórs Egilsstaðir Sími 471 1436 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Sími 421 4888 Bílaleiga Húsavíkur Húsavík Sími 464 1888 Hraun sf. Höfn Sími 580 7915 Kristján Ólafsson Vestmannaeyjar Sími 481 2323 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 84 0 0 9/ 20 04 Hörkutilboð! [ NÝIR BÍLAR Í BOÐI ]   Dreymir um „gangster-jeppa“ Andrea keypti sér Volkswagen Golf eftir miklar pælingar. Draumabíllinn er svo „suburban-jeppi“ eins og gangsterarnir eiga. Hann er lítill og lipur og hentar mér fullkomlega. ,, Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.