Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 31
Ditlev Thomsen kaupmaður fór til Kaupmannahafnar árið 1904 með 2.000 krónur í vasanum til að kaupa sér mótorvagn. Vagninn sem hann festi kaup á var þýskur af gerðinni Cudell, ár- gerð 1901. Hann var sjö hestöfl. Bless- aður vagninn þoldi illa íslenskar að- stæður og var seldur aftur úr landi árið 1908. Ökuferð til Víkur í Mýrdal tók tólf tíma árið 1926 ef allt gekk að óskum. Íslendingar í Vesturheimi tóku sig sam- an árið 1913 og keyptu Ford af T-gerð til að reyna að þrýsta Íslendingum inn í tuttugustu öldina. Tveir menn voru fengnir til að læra að aka bílnum og annast hann, þeir Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson. Þeir stóðu fyrir skipulögðum ferðum um borgina og nágrenni hennar og kostaði 10 aura að fara einn rúnt um mið- bæinn, en eina krónu og tuttugu og fimmeyring að fara upp að Elliðaám, sem voru auð- vitað uppi í sveit í þá daga. Þegar skroppið var í bíltúr út úr bænum þótti flott að festa trjá- grein á bílinn ef komið var í skóg- lendi. Trjágreinin táknaði að menn hefðu brugðið sér af bæ og komist langt og til baka aftur, heilir á húfi. Þau orð sem komu til greina þegar velja átti nafn á mótorvagninn voru: þeysivagn eða þeysireið, sjálfhreyfivél, skellireið eða bifreið sem varð svo fyrir valinu, eins og flestum mun kunnugt. „Eina ráðið til að venja börn af þeim stórhættulega ósið að hanga aftan á bifreiðum er að haft sé keyri í þeim svo að þeir sem í vagninum sitja geti lamið krakkana burtu... þetta ættu þeir sem ferðast með bifreiðum alltaf að gera sér að skyldu,“ segir í blaðinu Reykjavík árið 1913. Árið 1914 voru aðeins tíu bílar á landinu en samt urðu þrjú bílslys. Fyrstu banaslysin af völdum bif- reiða urðu árið 1919. Fróðleiksmolar úr bókinni Íslenska bílaöldin. FYLGIHLUTIR Í BÍLA: Snyrtilegt í bílnum Fátt er leiðinlegra en draslið í bíln- um sem rúllar um gólfið og hverfur svo undir sætin og gleymist. Það sem verra er: bíllinn býður ekki upp á mikið meira en hanskahólfið til að geyma hluti í og ef til vill smávasa aftan á sætunum þegar raunin er sú að fólk tekur orðið heilmikið af dóti með sér inn í bílinn. Hins vegar er úrvalið af hlutum til að leysa þetta vandamál mikið og hægt að útbúa hverjum hlut góðan stað í bílnum. Auk þess er heilmargt til sem gott er að hafa með sér þegar maður er á ferð og flugi eins og alkóhólmælir á lyklakippuna eða hárþurrka sem fær rafmagn úr bílakveikjaranum.  MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 11 Bílarnir koma Bíllinn var fljótur að verða þarfasti þjónninn. Hitamælir ásamt klukku og rakamæli. kr. 1.749 Glasabakki. Kr. 2.412 Bakki fyrir smáhluti. kr. 766 Gleraugnaklemma til að hengja gleraugun á kr. 496 Alkóhólmælir sem festur er á lyklakippu. kr. 2.990 Fyrsta konan fékk ökuskírteini árið 1918 en þá voru tuttugu karlar með ökuréttindi. Líkur þessu var fyrsti bílinn sem kom til landsins árið 1905. Allir hlutir fást í Bílanausti, Borgartúni 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.