Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 17 Edward Albee kann að skrifa leiktexta. Hann hefur engu gleymt þótt hann hafi lifað lengi á fornri frægð. Sýning Borgar- leikhússins á „Geitinni“ er góðra gjalda verð og er um margt mjög spennandi og áhugaverð. Ekki síst fyrir frammstöðu leikaranna. Það hefur ekki farið framhjá fólki sem fylgist með því sem er að gerast í leikhúsinu um hvað leikritið fjallar og því þarflaust að teygja lopann um það hér. Leikritið segir frá framhjáhaldi arkitektsins Martins með geit og því hvernig hans nánustu bregðast við. Leikritið hefði sjálfsagt orðið í meðal lagi þokkalegt stofudrama ef um „klassískt“ framhjáhald væri að ræða en hér er farið út á ystu nöf. Með því að trúa því að Martin sé raunverulega í ástar- sambandi við dýr þenst tilfinn- ingaskalinn út og venjulegir vestrænir siðferðisrammar brotna undan álaginu sem skap- ast og við það myndast flötur undir átakanlegan harmleik sem verður allt í senn, kaldhæðinn, broslegur,fyndinn og fáránleg- ur. Textinn lætur vel í munni leikaranna sem fara með hann á leifturhraða án þess nokkurn tíma að fatast flugið. Tímasetn- ingarnar hárnákvæmar og á köflum gengu samtölin fyrir sig eins í vel æfðum amerískum sit- com þætti. Eggert Þorleifsson (Martin) leikur á lágu nótunum lengst af. Hann hefur einstak- lega gott næmi fyrir fínni blæ- brigðum í leik og ekki bregst hann þegar hann fær tækifæri til að grína svolítið. Hann hefur líka vald á dramatíkinni og þeg- ar átökin eru sem mest og til- finningarnar að bera alla ofur- liði þá er skipt áreynslulaust um gír og manneskjan stendur ber- skjölduð frammi fyrir óaftur- kræfum gjörðum sínum. Sigrún Edda (Stevie) fer mikinn í sýn- ingunni. Hún er stórbrotin leik- kona sem unun er á að horfa. Hún spilar á hvern einasta streng sem hún á og gefur sig fullkomlega í það sem hún er að gera. Á köflum jaðrar við ofleik en hvers á kona að gjalda þegar maðurinn hennar heldur fram- hjá henni með geit? Sigrún Edda á fulla innistæðu fyrir túlkun sinni og persóna hennar verður aumkunarverð þegar hún er sjálf orðin að skynlausri skep- nu. Þór Tulinius fer með hlut- verk Ross. Ross er svona stoð- hlutverk sem hefur þann tilgang að fleyta atburðarásinni áfram en Þór nær að vinna vel úr því og sýnir á sér skemmtilegar hliðar sem leikari. Ross öðlast líf í meðförum hans. Þá er ótalið hlutverk Billys sem er í höndum hins unga Hilmars Guðjónsson- ar. Billy er samkynhneigður sonur hjónanna. Það má vel vera að Hilmar hafi staðið sig vel í einhverjum menntaskólasýning- um en hvernig í veröldinni dett- ur leikstjóranum í hug að setja óreyndan viðvaning upp á svið með þrautreyndum atvinnuleik- urum? Hilmari er ekki nokkur greiði gerður með þessu og þótt hlutverkið sé kannski ekki stórt, þá gerir það kröfur sem jafnvel atvinnuleikarar eiga fullt í fangi með að standast. Ég hefði haldið að nóg væri af ungum leikurum til að leysa svona hlutverk af hendi. Seinni hluti leikritsins líður fyrir þennan annmarka. Leikmynd, ljós og annað sem snýr að tækni standast fyllilega þær kröfur sem maður gerir til fagmanna í leikhúsi. ■ LEIKHÚS VALGEIR SKAGFJÖRÐ Geitin eftir Edward Albee Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir Leikarar: Eggert Þorleifsson/Sigrún Edda Björnsdóttir/Þór Tulinius/Hilmar Guðjónsson Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Úlfur Eldjárn Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: María Reyndal Að trúa því sem maður veit VALD Á DRAMATÍKINNI Sýning Borgarleikhússins á „Geitinni“ er góðra gjalda verð og er um margt mjög spennandi og áhugaverð. Ekki síst fyrir frammstöðu leikaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.