Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 42
Hátt tímakaup Sameining Kaldbaks og Burðaráss hefur verið á milli tannanna á sérfræðingum markaðarins. Eink- um lítil ferðasaga bréfa KEA í Kaldbaki. Kaldbakur keypti bréfin af KEA á genginu 7,9 sem var loka- gengi dagsins áður. Samson keypti svo bréfin af Kaldbaki og lagði þau svo inn í Burðarás á því gengi sem tilboð Burðaráss til hluthafa Kaldbaks hljóðaði upp á. Það gengi var nokkru hærra en KEA fékk fyrir sín bréf. Hagnaður Samsonar af þessum snúningum reyndist 600 milljónir króna sem verður að teljast nokkuð gott tímakaup. Í samningaviðræðunum um kaupin á Kaldbaki vildu eigendur Samsonar og Landsbankans trygg- ja áframhaldandi völd sín í Burðarási. Eignin í Kaldbaki var til þess að tryggja að hlutur þeirra þynntist ekki út við sameininguna. Bónusinn var 4,8 prósenta ávöxtun á klukkutíma sem er talsvert hærri ávöxtunarkrafa en markaðurinn gerir á ríkispappíra á heilu ári. ...og svo kom reikningurinn Þar sem menn gefa sér almennt að frír hádegis- verður sé ekki til spyrja menn hverjir hafi greitt reikninginn. Hann var greiddur með yfirverði Kald- baks inn í Burðarás. Þar eru sömu aðilar stórir og greiddu því sjálfir reikninginn að hluta. Þeir fengu þó 600 milljóna sárabætur hinum megin frá sem ekki féllu í hlut annarra hluthafa Burðaráss. Sára- bætur þeirra eru að bréf Burðaráss hafa hækkað eftir viðskiptin. Björgólfsfeðgar hafa lagt metnað sinn í að taka litlu hluthafana með sér í fyrirtækjum sem þeir stjórna. Áhyggjur manna af þessum gjörningi snúa að því hvort framhald verði á. Það er að segja hvort erlend viðskipti Burðaráss í framtíðinni millilendi í félögum eigendanna áður en viðskiptin skila sér inn til Burðaráss sjálfs. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.693 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 369 Velta: 1.328 milljónir +0.27% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Ný hlutabréf í Íslandsbanka sem boðin voru til kaups í gær seldust hratt og örugglega. Bankinn jók hlutafé um rúma tvo milljarða að markaðsvirði og seldust hlutabréfin í fjórum viðskiptum. Ein viðskipti voru fyrir milljarð og önnur fyrir hálfan. Ekki er vitað hverjir keyptu. Olían náði enn og aftur nýjum hæðum þegar verð fór yfir 50 dollara tunnan. Verðið fór lækkandi eftir því sem leið á viðskiptadaginn. Fellibyljir og órói í Nígeríu og Sádi-Arabíu hafa valdið svartsýni á olíumarkaði. Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands fór yfir 3.700 stig í gær. Hún lækkaði þó aftur og endaði í 3.692 stigum. Íslandsbanki hækkaði mest og viðskipti voru einnig mest með bréf í bankanum, enda nýtt hlutafé fyrir tvo milljarða sett út á markaðinn í gær. 18 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR KB banki greiðir 84 millj- arða í dag og fær í staðinn öll hlutabréf í danska bank- anum FIH. Eignir samein- aðs banka verða milli 1.500 og 1.700 milljarðar króna. KB banki eignast danska bankann FIH í dag. Þar með eru orðin að veruleika stærstu fyrirtækjakaup Íslendinga frá upphafi. Sigurður Einarsson og hans fólk greiða 84 milljarða í dag og fá í staðinn afhent öll hlutabréf í dans- ka bankanum. Seljandi er sænskur banki, Förenings Sparbanken. „Kaupin gjörbreyta bankanum eina ferðina enn,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hann segir að auk tvöföld- unar á stærð KB banka verði Dan- mörk stærsta einstaka markaðs- svæði bankans. „Þetta færir okkur einu skrefi nær því markmiði okk- ar að verða alvöru norrænn banki.“ KB banki aflaði 40 milljarða með hlutafjárútboði til kaupanna en greiðir afganginn með víkjandi lánum og eigin fé. Bankinn hefur auk þess gert samning við Deutche Bank um sölutryggingu 40 millj- arða hlutafjár til viðbótar. Hluta- fjár sem nýta má til frekari vaxtar. „Það er ljóst að þetta er engin endastöð en við förum varlega og tökum eitt skref í einu.“ KB banki hefur verið áberandi í stórum fyrirtækjaverkefnum og væntingar eru um að bankinn nýti viðskiptamannahóp FIH til slíkra verkefna sem jafnan gefa vel af sér. Sigurður segir að menn fari sér hægt í þeim efnum. „Við mun- um vinna í takti við núverandi stjórnendur bankans.“ Hann segir að ekki verði aðrar breytingar á stjórn bankans en þær að hann og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, komi inn í stjórnina. „Það rímar við stefnu okkar að vera heimabanki á hverjum stað. Danskur banki í Danmörku og sænskur í Svíþjóð.“ Sigurður segir að hagræðið komi svo með stærri einingu sem birtist í betri kjörum í fjármögnun starfseminnar. Eftir sameiningu verða eignir KB banka á bilinu 1.500 til 1.700 milljarðar íslenskra króna. Grein- ingardeild Íslandsbanka birti fyrir skemmstu verðmat á bankanum. Þar er gert ráð fyrir að hagnaður sameinaðs banka verði yfir átján milljarðar króna í ár. ■ vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 49,90 +0,81% ... Bakkavör 27,50 -0,36% ... Burðarás 14,90 -2,61% ... Atorka 4,80 - ... HB Grandi 8,00 +3,90% ... Íslandsbanki 11,10 +2,78% ... KB banki 489,00 +0,10% ... Landsbankinn 13,10 -1,50% ... Marel 53,00 +0,95% ... Medcare 6,50 - ... Og fjarskipti 3,75 -1,32% ... Opin kerfi 25,90 - ... Samherji 13,40 +0,75% ... Straumur 8,95 +1,13% ... Össur 91,50 -1,61% Kaupin engin endastöð HB Grandi 3,90% Íslandsbanki 2,78% Tryggingamiðstöðin 2,56% Burðarás -2,61% Þormóður Rammi -1,72% Össur -1,61% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Í nýrri skýrslu OECD um menntamál, Education at Glance, eru menntamál skoðuð frá ýmsum sjónarhornum og gerður samanburður milli aðildar- landa Efnahags- og framfarastofnun- arinnar (OECD) auk ýmissa annarra landa. Í skýrslunni skoðaði ég út- gjöld til menntamála í samanburði við önnur aðildarríki OECD. Á árinu 2001 fór jafnvirði 6,7% af landsframleiðslu til menntastofnana á öllum skólastigum hér á landi. Þetta er yfir meðaltali OECD-ríkj- anna sem á þessum tíma var 6,2%. Megnið af útgjöldum til mennta- mála hér á landi var greitt af opin- beru fé, eða 6,1% á meðan 0,6% var greitt af einkaaðilum. Stærsti hlutinn eða 5,2%, er vegna útgjalda til grunn- og framhaldsskóla. Þar erum við yfir meðaltali OECD-ríkja sem er 3,8%. Staðan snýst við þegar við berum saman útgjöld til háskóla hér á landi og í OECD-ríkjunum, þar erum við undir meðaltalinu. Það kemur ekki á óvart að heildarút- gjöld til menntamála hér á landi séu yfir meðaltali, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að meðalaldur á Íslandi er lægri en víða í Evrópu. Því fæst e.t.v. betri samanburður í útgjöldum til menntamála ef við skoðum út- gjöld til menntamála á hvern nem- anda. Útgjöld á nemanda til menntamála eru yfir meðaltali hér á landi. Útgjöld á hvern nemanda á grunnskólastigi eru 30% yfir meðaltali OECD-ríkj- anna. Mest eru útgjöld á nemanda í Lúxemborg, Danmörku og Banda- ríkjunum, eða 55-65% yfir meðaltal- inu. Við erum enn yfir meðaltalinu þegar kemur að framhaldsskólastigi. Hér á landi eru útgjöld á nemanda 10% yfir meðaltali OECD-ríkja. Lúx- emborg, Sviss og Noregur eru með hæstu útgjöldin. Dæmið snýst aftur við þegar borin eru saman útgjöld á nemenda á há- skólastigi. Þar erum við aftur undir meðaltali OECD-ríkja, eða sem nem- ur 35%. Efst á lista yfir útgjöld per nemanda til háskóla eru Bandaríkin og Sviss. Fyrir neðan okkur á listan- um yfir útgjöld per nemanda í há- skólum eru Spánn, Grikkland, Kórea, Mexíkó og nokkur ríki Austur-Evr- ópu. Að meðaltali eru útgjöld á nemanda 85% hærri á háskólastigi en framhaldsskólastigi í OECD-ríkj- unum, en hér á landi er hækkunin einungis 5%. Ekki má gleyma því að alþjóðlegur samanburður er alltaf erfiður og fara verður varlega í sakirnar við að bera saman einstök lönd. Í þessari um- fjöllun hefur ekkert verið rætt um gæði skóla í hverju landi, aðeins út- gjöld til þeirra. Reyndar hefur ís- lenska skólakerfið verið gagnrýnt fyrir margra hluta sakir. Spurningin er hvort meiri útgjöld leiði til meiri gæða. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Útgjöld til menntamála nánar á visir.is goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 KATEPAL þakflísar skapa kórónu hverrar byggingar. Yfir 60 ára reynsla um allan heim. Viðhaldsfrítt. Mjög auðveld lagning á margbrotin þök. Ekkert tjörumak. Fallegar þakflísar goddi.is Auðbrekka 19 kópavogi sími 544 5550 Geymsluvandamál úr sögunni Frábær bjálkageymsluhús sem leysa geymsluvanda sumarbústaða og garðeigenda. Seljum síðustu húsin með stórlækkuðuverði. Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði aðeins kr. 1.590.000,- Upplýsingar: Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur. sími 544 55 50 Helsinki bjálkahús goddi.is, Auðbrekka 19, 200 Kópavogi, sími 544 5550 • Getum útvegað verktaka til lagningar • Vönduð vinna • Vandað efni • Alltaf ódýrastir Ný sending komin af bræðslu þakpappa frá þekktustu þakpappa- verksmiðju Finnlands Væntingavísitala Gallup tók kipp upp á við í þessum mánuði. Bjartsýni neytenda um horfur í efnahagslífinu eykst enn. Vænt- ingavísitala Gallup hækkaði um níu stig á milli mánaða. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að fólk sé bjartsýnna um almennar efnahagshorfur auk þess sem fleiri hyggja á fasteigna- og bílakaup. Í vor tók væntingavísitalan dýfu þegar „svartsýniskast“ greip um sig meðal neytenda að mati grein- ingardeildar KB banka. KB banki gerir þó fyrirvara við túlkun vísi- tölunnar og segir að vísitalan hafi verið því marki brennd að sveiflast mikið. Væntingavísitalan er nú 12,3 stigum hærri en hún var fyrir einu ári. Nú stendur vísitalan í 119,3 stigum og hefur aðeins tvisvar far- ið hærra síðan mælingar hófust árið 2001. Þetta þýðir að fólk telur almennt að ástand efnahagsmála sé gott. Langtímavæntingar eru hins vegar áþekkar því sem þær voru á sama tíma í fyrra. Í Bandaríkjunum ríkir hins veg- ar þveröfug stemning. Þar lækkaði sú vísitala sem mælir trú neytenda á efnahagshorfum. ■ STÆRSTU KAUPIN Stærsta íslenska fjárfestingin erlendis til þessa er í höfn. KB banki greiðir í dag 84 milljarða fyrir FIH bankann dans- ka og tekur við stjórnartaumunum í bankanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K Bjartsýni eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.