Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 44
Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunn- arsson hefur í mörg horn að líta þessa dagana og væri því alveg eins líklegur til þess að gleyma 54 ára afmælinu sínu í dag ef hann ætti ekki góða að. „Það má nú segja að þetta sé komið úr mínum höndum og kon- urnar í lífi mínu, dæturnar og eig- inkonan, sjá um öll svona hátíðar- höld,“ segir Pálmi þegar hann er spurður hvort hann muni gera sér einhvern dagamun á afmælinu. „Ég er nú þekktur fyrir það að gleyma afmælinu mínu og á það til að vakna upp við vondan draum, árinu eldri.“ Pálmi segir að þessi gleymska sé síður en svo ný af nálinni og því sé ekki hægt að tala um elli- glöp í þessu sambandi. „Þetta er kannksi eitthvað sinnuleysi en þetta er búið að vera svona alla ævi og ef til vill til marks um það að mér finnist þessir afmælisdag- ar ekkert merkilegri en aðrir dag- ar. Það hefur hins vegar öðrum fundist og hafa séð um að halda þessu til haga.“ Pálma segir að fimmtugsaf- mælisdagurinn hafi verið afskap- lega ánægjulegur. „Þá nostruðu konurnar við mig, ég hitti vinina, fór í veiði, át góðan mat og hafði það huggulegt. Ég held að ég eigi aldrei eftir að halda stórveislu enda er það ekki alveg mín deild. En það er gaman þegar það er séð um þetta fyrir mig. Það er ekki vont.“ Pálmi býr á Akureyri og segist vera Akureyringur í „húð og hár“ þessa dagana. „Svo vippa ég mér suður yfir heiðar til að spila tón- list og gera eitthvað skemmtilegt. Ég hélt tónleika með Mannakorn- um í Salnum í Kópavogi í síðustu viku. Það var mikið gaman og troðið út úr dyrum. Einhverjir urðu frá að hverfa þannig að við ákváðum að skella á öðrum tón- leikum núna á fimmtudaginn þannig að það má kannski segja að ég haldi upp á afmælið með því að spila með hljómsveitinni sem hefur fylgt mér í gegnum árin.“ Veiðitíminn er að klárast og Pálmi er því að fara að huga að því að loka þeim veiðiám sem hann sér um fyrir norðan. „Svo er ég að bardúsa í kringum ýmis verkefni í tónlistinni og kvik- myndagerð og ala upp börn. Bara að gera þetta sem maður gerir sem er svo skemmtilegt þegar upp er staðið. Þegar maður kemst á ákveðinn aldur verða sumir hlutir minna merkilegir en þeir voru áður og aðrir hlutir verða miklu merklegri. Annars snýst þetta bara um að lifa lífinu og vera til. Horfa út um gluggann á morgnana, segja „vá““ og vakna til lífsins.“ thorarinn@frettabladid.is 20 29. september 2004 MIÐVIKUDAGUR LECH WALESA Pólska alþýðuhetjan og fyrrverandi leiðtogi Samstöðu fæddist á þessum degi árið 1943. Vaknar til lífsins AFMÆLI: PÁLMI GUNNARSSON ER 54 ÁRA Í DAG „Sá sem réttir út hendurnar til þess að stöðva hjól mannkynssögunnar kemst ekki hjá því að puttabrotna.“ - Verkalýðshetjan Lech Walesa reis á sínum tíma upp gegn ofurefli en vissi að sagan og tíminn unnu með honum. timamot@frettabladid.is PÁLMI GUNNARSSON Skýst suður yfir heiðar á morgun og spilar á tónleikum með Mannakornum í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Hann segir að það megi líta á það sem afmælisfögnuð að spila með þessari hljómsveit sem á um 30 ára sögu. 29. september 1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til prests, fyrst ís- lenskra kvenna, á þessum degi 1974. Hún tók form- lega við embætti 1. októ- ber og fór á Suðureyri í Súgandafirði þar sem hún þjónaði í eitt ár. Auður Eir hlaut hvatn- ingarverðlaunin Auður í krafti kvenna árið 2001. Þá var meðal annars sagt um hana að það væri hægt að „vera frumkvöðull með ýmsum hætti, stundum gerist það nánast fyrir tilviljun, en stundum setja konur sér það markmið að hasla sér völl á sviði, þar sem konur hafa ekki verið áður. Valið er með- vitað og markvisst. Ein slík kona er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem valdi það hlutskipti að verða fyrsti íslenski kvenprest- urinn. Hún valdi sér nám, sem aðrar konur höfðu ekki farið í og hún fylgdi því eftir alla leið. Hennar barátta var ekki auðveld, en Auður sigraðist á víð- tækum fordómum, varð öðrum konum góð fyrirmynd og nú hefur fjöldi kvenna á Íslandi hlotið prests- vígslu.“ ■ AUÐUR EIR Fyrsti íslenski kvenpresturinn. ÞETTA GERÐIST AUÐUR EIR FÆR BRAUÐ Á SUÐUREYRI MERKISATBURÐIR 1758 Horatio Nelson, síðar að- míráll í breska flotanum, fæðist. 1930 Söngvarinn Bing Crosby og Dixie Lee ganga í hjónaband. 1984 Leikkonan Elizabeth Taylor er valin fallegasta kona heims í víðtækri skoðana- könnun en hún er stödd á Betty Ford-stofnuninni vegna offituvanda þegar úrslitin eru kynnt. 1986 Mary Lou Retton tilkynnir að hún sé hætt að stunda fimleika. 1988 Geimskutlunni Discovery er skotið á loft frá Flórída í fyrstu mönnuðu geimferð- inni eftir Challenger-slysið. 1992 Magic Johnson tilkynnir að hann ætli að byrja að spila körfubolta á ný. Hann hætti aftur í nóvember þetta sama ár. Fyrsti kvenpresturinn vígður Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, stjúpbróðir, mágur og frændi, Bragi Gunnarsson Eyrarholti 7, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. september kl. 13.30. Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, María Bragadóttir, Sveinn Hallgrímsson, Unnur Lind Gunnarsdóttir, Halldór Haraldsson, Baldur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Ólöf Petra Gunnarsdóttir, Fannar Gunnlaugsson, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Berglaug Dís Jóhannsdóttir, Sóley Björk, Sindri Freyr, Helena Rán, Eva Dís. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Engilbert Þorvaldsson frá Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum, sem andaðist á Hraunbúðum sunnudaginn 26. september sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugar- daginn 2. október kl. 10.30. Sigurborg Engilbertsdóttir, Guðbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Jónsson, Elín Þorvaldsdóttir, Ágúst Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, og langamma, Hjálmfríður Guðný Sigmundsdóttir frá Hælavík til heimilis að Sunnubraut 16, Reykjanesbæ, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 1. október kl. 13.00. Reynir Jónsson, Sævar Reynisson, Guðmundur Óli Reynisson, Svala Rún Jónsdóttir, Jóhanna Reynisdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Guðný Reynisdóttir, Axel Arnar Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri, Torkil Frederiksen kennari lést 14. september sl. Jarðarförin fór fram 21. september og hvílir hann við hlið konu sinnar, Gerðar G. Þorvaldsdóttur, í grafreit við Nørre Herlev kirke í Hillerød í Danmörku. Þóra Pia Finnsdóttir, Ida Hrönn Finnsdóttir, Eva G. Þorvaldsdóttir, Óskar Már Þorvaldsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásgrímur Jónsson Móabarði 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. september kl. 13.30. Kristjana Pétursdóttir, Sveinbjörn Ásgrímsson, Sóley Björk Ásgrímsdóttir, Sverrir Kr. Bjarnason, Guðrún Jóna Ásgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ANDLÁT Margrethe Færseth, Smáraflöt 40, lést 12. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Guðbjörg Magnúsdóttir, Hringbraut 52, lést 25. september. Kristín Stefánsdóttir, Kvisti, Reykholts- dal, lést 26. september. JARÐARFARIR 10.30 Kolbeinn Guðjónsson, Álfheim- um 48, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Ásgrímur Jónsson, Móbarði 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. 13.30 Eyjólfur Guðsteinsson, Brekku- gerði 11, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.