Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.09.2004, Blaðsíða 47
Framherjinn JamalMashburn mun að öllum líkindum missa af öllu tíma- bilinu í vetur með New Orleans Hornets í NBA- deildinni í körfuknattleik. Mashburn á við hné- meiðsli að stríða og lék aðeins 19 leiki á síðasta tímabili. Á blaða- mannafundi viðurkenndi Mashburn að hann hefði hugleitt að leggja skóna á hilluna en vonaðist samt til að geta leikið á ný. „Ég verð bara að halda mér jákvæðum,“ sagði Mas- hburn. „Þetta er mitt lífsviðurværi og vonandi næ ég mér góðum með hvíldinni. Ég er að vonast til að ég verði orðinn heill eftir ár eða svo.“ Að sögn Byron Scott, þjálfara Hornets, munu Rodney Rogers og George Lynch bítast um framherjastöðuna í byrjunarliðinu. Æfingabúðir Hornets hefjast í næstu viku. Lið Schalke í þýskuúrvalsdei ldinni hefur fundið nýjan þjálfara í stað Jupp Heynckes, sem var látinn fara frá félag- inu fyrir tveimur vikum. Eftirmaður hans verður Ralf Rangnick sem þjálfaði lið Hannover á síðasta tíma- bili. Frumraun hans með Schalke verður annað kvöld þegar Liepajas Metalurgs frá Litháen kemur í heim- sókn og etur kappi við Schalke í Evr- ópukeppni félagsliða. Schalke situr í 16. sæti þýsku deildarinnar, hefur tapað þremur af fyrstu fjórum deildarleikjum sín- um og mikil þörf á breytingum þar á bæ. Lögreglan íManchester rann- sakar árás á hús Roy Keane, leikmanns Manchester United, sem átti sér stað á sunnudaginn var. Svo virðist sem flug- eldum hafi verið skotið að húsinu rúmlega sjö um morguninn. Flugeld- unum fylgdu niðrandi skilaboð sem beindust gegn þjóðerni Keane, sem er Íri. Ekki er vitað hvort Keane og fjölskylda hans voru heima þegar árásin átti sér stað. Það var nágranni sem gerði lögreglu viðvart um athæf- ið en eldur sem kviknaði út frá flug- eldunum var slokknaður þegar lög- reglu bar að. Lögreglan telur árásina tengjast ákæru 16 ára drengs á hendur Keane fyrir að ráðast á sig fyrir rúmri viku síðan. Keane hefur neitað ásökunum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 32 Miðvikudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍR og KR eigast við í Seljaskóla á Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik karla.  19.15 Stjarnan og Víkingur eigast við í Ásgarði í SS-bikarnum í handknattleik karla.  20.00 Afturelding og Selfoss eigast við á Varmá í SS-bikarnum í handknattleik karla.  20.30 Grótta/KR 2 og Valur 2 eigast við á Seltjarnarnesi í SS-bikarnum í handknattleik karla.  21.00 Víkingur 2 og Bifröst eigast við í Víkinni í SS-bikarnum í hand- knattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  17.10 Meistaramörk á Sýn.  18.30 UEFA Champions League á Sýn. Beint frá leik Chelsea og Porto á Stamford Bridge í London í Meistaradeild Evrópu.  20.35 Meistaramörk á Sýn.  21.10 UEFA Champions League á Sýn. Beint frá leik Rosenborg og Arsenal í Meistaradeild Evrópu.  23.10 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  23.45 Meistaramörk á Sýn. MIÐVIKUDAGUR 29. september 2004 23 Þróttarar gera engar breytingar á þjálfaramálum sínum: Ásgeir áfram með Þrótt FÓTBOLTI Gamla brýnið Ásgeir Elí- asson mun þjálfa knattspyrnulið Þróttar næstu tvö árin en frá því var gengið um helgina. Ásgeir, sem hefur þjálfað Þróttara síð- astliðin fimm ár, íhugaði það að hætta með liðið en formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, fékk hann til þess að halda áfram með liðið og þeir skrifuðu undir nýjan samning um helgina. „Ásgeir er að mínu mati ein- hver besti þjálfari landsins og þeir eru ekki margir hér á landi sem hafa eins mikinn skilning á leiknum og Ásgeir,“ sagði Krist- inn við Fréttablaðið í gær. „Ég er verulega ánægður með að halda Ásgeiri áfram og er þess fullviss að hann á eftir að gera fína hluti með liðið.“ Þróttarar féllu úr Lands- bankadeildinni fyrir ári síðan en tryggðu sér aftur rétt til þess að leika í deild þeirra bestu í sumar. Þeir hafa mjög svipaðan mann- skap og féll fyrir ári síðan fyrir utan að framherjarnir sem þeir höfðu þá eru ekki lengur til stað- ar. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahóp okkar. Við þurf- um klárlega nýjan framherja en annars ætlum við ekki að bæta við okkur nema tveim til þrem mönnum,“ sagði Kristinn Ein- arsson í samtali við Fréttablaðið í gær. ÁSGEIR ELÍASSON Þjálfar Þrótt áfram þrátt fyrir fimm ár í starfi. Enska úrvalsdeildin: Hendi sleppt FÓTBOLTI Mark Hughes, knatt- spyrnustjóri Blackburn, kenndi dómaranum Steve Dunn fyrir tapið gegn Charlton. Hughes vill meina að Hermann Hreiðarsson hafi handleikið knöttinn innan teigs þegar Brett Emerton gaf sendingu fyrir markið. „Þetta var greinilega vítaspyrna,“ sagði Hughes. „Ég er vonsvik- inn því við áttum fleiri færi í leiknum og spiluðum betri fót- bolta en þeir.“ Hughes viðurkenndi að sínir menn hefðu átt í vandræðum ná- lægt marki andstæðinganna. „Við áttum í smá erfiðleikum en við munum ná tökum á því á æf- ingum. Ég var ánægður með heildina,“ sagði Mark Hughes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.