Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.09.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG RIGNINGIN AÐ FARA OG KOMA Minnkandi úrkoma við austurströndina. Víðast úrkomulítið um hádegisbil en svo fer að rigna sunnan og vestan til. Sjá síðu 6 30. september 2004 – 267. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Punkturinn yfir i-ið Tískuvika í Mílanó: ● gerir mynd um klósettvörð Vann Canal+ verðlaunin Grímur Hákonarson: ▲ SÍÐA 31 VÖLDU KENNSLU Í STAÐ GJALD- ÞROTS Ísaksskóli hefur ekki skilað vörslu- gjöldum til Kennarasambandsins. Forysta þess segir kennarana hafa valið kennslu í stað gjaldþrots skólans. Sjá síðu 2 REKA EKKI SYNI OG TENGDA- SYNI Aðstoðarslökkviliðsstjóri á Keflavík- urflugvelli vísar því á bug að fjölskyldu- tengsl ráði hvort menn haldi vinnunni. 17 slökkviliðsmönnum hefur verið sagt upp á tveimur mánuðum. Sjá síðu 4 ADSL-UMFERÐ HRUNDI Notkun á ADSL-neti Símans dróst saman um 50 til 60 prósent eftir að embætti Ríkislög- reglustjóra lagði hald á tölvur tólf ein- staklinga. Sjá síðu 10 MANNFALL Í ÍRAK Bandaríska her- námsliðið í Írak reynir nú að knésetja upp- reisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Sjá síðu 20 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 46 Tónlist 42 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum VEÐRIÐ Í DAG Guðni segir Kristin hafa fengið viðvörun Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í flokknum. Framsóknarmenn utan þingflokksins segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þing- flokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. STJÓRNMÁL „Kristinn er ekki rek- inn úr flokknum. Þetta er viðvör- un. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,“ segir Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknar- flokksins ákvað á þriðjudag að úti- loka Kristin H. Gunnarsson þing- mann frá öllum fastanefndum þingsins. „Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og for- maður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast,“ segir Guðni. Mikil óánægja er meðal fram- sóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokks- ins. Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur Framsóknarfélags Reykjavík- ur suður, segir að athæfi þing- flokksins sé refsivert. „Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki,“ segir hún. „Kristinn hefur verið í and- stöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn,“ segir hún. „Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó,“ segir Sigrún. „Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn,“ segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formað- ur Félags ungra framsóknar- manna á norðanverðum Vest- fjörðum, segir aðgerðir þing- flokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokk- inn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast. sda@frettabladid.is Sjá síðu 6 GALDRAR Í NORRÆNA HÚSINU Hátíðin Galdur úti í mýri verður sett í Norræna húsinu klukkan eitt í dag. Fjöl- margir atburðir verða á þessari þriggja daga hátíð. Í anddyri hússins stendur galdrasýning frá Galdrasetrinu á Hólmavík á Ströndum. Frítt inn. Þorir þú að kíkja? Veldu ódýrt bensín HÆSTIRÉTTUR Geir H. Haarde, sett- ur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í stöðu hæstaréttardómara í gær. Hæsti- réttur hafði úrskurðað að þrír umsækjendur teldust hæfari til embættisins en Jón Steinar, þau Eiríkur Tómasson, Stefán Már Stefánsson og Hjördís Hákonar- dóttir. Aðspurður hver rökstuðningur hans væri fyrir því að horfa fram hjá áliti Hæstaréttar, segist Geir hafa ákveðið að leggja til grund- vallar reynslu viðkomandi af lög- mannsstörfum og málflutningi, þörf sé á því í réttinum. Spurður hvort sú skýring sé ekki afsökun svo skipa megi Jón Steinar segir Geir: „Það þarf ekki að afsaka það fyrir nokkrum manni að Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er yfirburðalögfræðingur, skuli taka sæti í Hæstarétti.“ „Ekki hefur verið skipaður sjálfstætt starfandi lögmaður í Hæstarétt síðan 1990 og sá maður lét af störfum 2001,“ segir Geir. Jón Steinar sagðist taka emb- ættisveitingunni af auðmýkt. „Ég vona að mér takist að standa undir þeim ríku kröfum sem til embættisins eru gerðar,“ sagði Jón Steinar. Aðspurður segist hann munu hætta allri þátttöku í opinberri umræðu. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra telur Jón Steinar vel hæfan til að gegna embættinu. „Hins vegar vil ég ekki draga dul á það að ég tel að dómurinn hefði styrkst mikið við að fá einstakling með reynslu Eiríks Tómassonar þar inn,“ segir Halldór. Sjá síður 2, 4, 16 og 18 Geir H. Haarde skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær: Ekki þörf á að afsaka skipunina HAUST Í HÖFUÐBORG Haustlægðirnar ganga nú yfir landið hver af annarri með tilheyrandi slagviðri. Veðrið setti svip sinn á umhverfi Reykjavíkurtjarnar í gær þegar þessi hljóðfæraleikari átti þar leið um. Búast má við áframhaldi hausthraglanda og í dag fer önnur lægð yfir landið með rigningu og hvassviðri seinni part dags sunnan- og vestan til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Lykilstaða í Straumi: Samson herðir tökin VIÐSKIPTI Samson, félag Björgólfs- feðga, treysti tök sín í fjármálalíf- inu þegar Landsbankinn og Burðarás eignuðust fjórðungs hlut í Straumi fjárfestingarbanka. Sam- hliða varð Straumur stærsti ein- staki hluthafinn í Íslandsbanka. Eign Samsonar í Straumi telst til stærri tíðinda í íslensku við- skiptalífi. Björgólfur Thor Björg- ólfsson segir ekki uppi áætlanir um sameiningu eða breytingar á fjár- festingarstefnu félaganna. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums, segir fjárfestingu í Íslandsbanka góðan kost og auka möguleika Straums til virkrar þátt- töku í hagræðingu á fjármálamark- aði. „Töluverð hagræðing hefur átt sér stað á íslenskum fjármagns- markaði og teljum við henni ekki lokið.“ Sjá síðu 32

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.