Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 2
2 30. september 2004 FIMMTUDAGUR Geir H. Haarde um skipan hæstaréttardómara: Dómarar eiga ekki að velja samstarfsmenn HÆSTIRÉTTUR „Hæstaréttardóm- arar eiga ekki að geta valið sér sína samstarfsmenn í réttinum,“ segir Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra er skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Aðspurður segir hann ekki víst að ástæða sé til þess að Hæstiréttur veiti áfram umsögn um þá sem sækjast eftir stöð- unni. „Mér finnst ástæða til að breyta lögunum, en það kemur í hlut dómsmálaráðuneytisins að skoða það í fullri alvöru,“ segir Geir. Hann sagði að samsetning réttarins hefði ráðið um val hans. Spurður hvort sömu rök hefðu ekki gilt um það að skipa konu í réttinn, þar sem aðeins tvær af níu dómurum eru konur, segir hann það auðvitað sjónarmið sem þurfi að hafa í huga. „Að vísu gerir Hæstiréttur ekkert sjálfur með það í sinni umsögn. Það er athyglisvert að hann geri það ekki þótt hann nefni níu önnur atriði,“ segir Geir. Spurður hvort ekki væri rétt að miða auglýsingar um starfið við þær kröfur sem dómsmála- ráðherra gerði til umsækjenda í ljósi æskilegrar samsetningar réttarins, segir Geir ef til vill ástæðu til þess. Það muni koma inn í hugsanlegar breytingar á lögum um skipan hæstaréttar- dómara. ■ Völdu kennslu í stað gjaldþrots Ísaksskóli hefur ekki skilað vörslugjöldum til Kennarasambandsins. Forysta þess segir kennarana hafa valið kennslu í stað gjaldþrots skólans. Trúnaðar- maður skólans segir forystuna ekki bera hag kennaranna fyrir brjósti. VERKFALL Hluti kennara í Ísaks- skóla, sem er einkarekinn ,hugðust fara í verkfall ásamt grunnskóla- kennurum sveitarfélaganna. Þeir hættu við þegar skólastjórnendur sögðu skólann verða gjaldþrota kæmi til verkfalls þeirra. Þetta kom fram í ræðu Eiríks Jónssonar á fjölmennum fundi kennara í Reykjanesbæ og kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Jenný Guðrún Jónsdóttir trún- aðarmaður kennara í Ísaksskóla segir þá í upphafi hafa samþykkt að fara í verkfall með Kennara- sambandinu á röngum forsendum. Þeim hafi verið tjáð að þeir væru á almennum kjarasamningi sem þeir séu ekki. Formaður Félags grunn- skólakennara hafi hvatt þá til að fylgja félagsmönnum. „Svo kemur í ljós viku fyrir verkfall að við erum á sérsamn- ingi. Við semjum við skólanefnd Ísaksskóla um okkar kjör,“ segir Jenný. Verkfalli hafi því aðeins verið frestað. Til þess geti komið 15. október. Jenný segir forystu Kennara- sambandsins hafa lítinn áhuga á stöðu kennara við Ísaksskóla: „Við upplifum það hreint út að þeir séu svekktir yfir að geta ekki notað okkur sem vog á lóðarskálar hins almenna kennara.“ Jenný segir að kennararnir sjái þeim betur borgið með þeirri leið að fresta verkfallinu. „Fólk sem stendur í samningaviðræðum veit að það er ekki klókt að semja fyrstur. Á þeirri forsendu frestum við okkar verkfalli,“ segir Jenný. Enginn í forystu Kennarasam- bandsins hafi spurt um ástæðu frestsins. Niðurstaða þeirra sé full dramatísk. Eiríkur greindi frá því á fundin- um að skólinn hefði ekki skilað vörslufé til Kennarasambandsins svo sem iðgjöldum í lífeyrissjóð og félagsgjöld sem þegar hefðu verið dregin af launum kennaranna. Jenný segir slæmt að Kennara- sambandið blandi bágri fjárhags- stöðu einkaskóla saman við ástæðu þess að verkfalli kennaranna hafi verið frestað: „Það ríkir sátt milli starfsfólks og skólanefndar Ísaks- skóla. Við trúum og treystum að verið sé að kippa málunum í liðinn.“ Undir það tekur Edda Huld Sig- urðardóttir skólastjóri Ísaksskóla. Hún segir töluvert þurfa að ganga á svo skólinn verði gjalþrota: „Við erum mjög fjarri gjaldþroti.“ gag@frettabladid.is HJÁLPARÞURFI Í DARFUR Fjölmennt friðargæslulið þarf í Darfur til að koma á friði, að sögn Jans Pronk. Ástandið í Darfur: Þurfa aðstoð frá Evrópu BELGÍA, AP „Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur“, sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Afríkusambandið hefur sam- þykkt að senda nokkur þúsund her- menn til Darfur til að sporna gegn óöldinni sem hefur kostað tugþús- undir íbúa héraðsins lífið. Evrópu- sambandið hefur þegar heitið að- stoð en ekki útskýrt í hverju hún verði fólgin. ■ ■ AFRÍKA „Ég held miðað við þá framsóknar- menn sem ég þekki að þeir séu betri en aðrir í sleggjukasti. Þetta eru allt miklir menn á velli og því líklegir til að kasta langt.“ Guðmundur Karlsson er landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum og á Íslandsmet í sleggjukasti. Þingflokkur Framsóknarflokksins tók þá ákvörðun á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson frá nefndarstarfi Alþingis á vegum flokksins, en Kristinn hefur lengi haft viðurnefnið „Sleggjan“. SPURNING DAGSINS Guðmundur, eru framsóknarmenn almennt betri en aðrir í sleggjukasti? LIGGJANDI Á GÖTUNNI Enginn ökumaður kom konunni til hjálpar. Margir keyrðu framhjá. Tillitslausir ökumenn: Veittu konu enga hjálp BRETLAND Margir ökumenn keyrðu framhjá konu sem lá alvarlega slösuð á akrein í Sidcup í Bretlandi án þess að koma henni til aðstoðar. Sumir ökumannanna beygðu jafnvel yfir á næstu akrein til að keyra ekki á konuna en létu alveg vera að nema staðar til að huga að henni. Öryggismyndavél myndaði hvern bílinn á fætur öðrum aka framhjá slasaðri konunni. Voru myndir úr henni birtar í breskum fjölmiðlum í gær og hefur málið hneykslað marga. Konan liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi, en talið er að hún hafi orðið fyrir líkamsárás. ■ Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur: Málshöfðun í farvatninu HÆSTIRÉTTUR Hjördís Hákonar- dóttir mun leita réttar síns af endurnýjuðum krafti, að sögn Atla Gíslasonar lögmanns sem sinnir hagsmunum Hjördísar. Sem kunnugt er var það álit kæru- nefndar jafnréttismála að lög h e f ð u verið brotin á Hjördísi þegar síð- ast var skipað í Hæstarétt og hef- ur hún átt í samningaviðræðum við dómsmálaráðuneytið um lausn þess máls. „Jafnréttislögin eru aftur brotin á Hjördísi en í lands- lögum segir að jafna skuli stöðu kvenna og karla,“ segir Atli. „Með þessari skipan hefur dómsmála- ráðherra sýnt eindreginn brota- vilja og hertan ásetning gagnvart jafnréttislögum.“ Atli segir skipanina nú eins og blauta tusku framan í samninga- viðræðurnar við ráðuneytið og ef þau mál skýrist ekki á næstu dög- um fari þau að undirbúa dóms- mál. Hann segir framkvæmdavald- ið ganga gegn málefnalegri um- sögn Hæstaréttar og fyrir vikið hafi hann áhyggjur af sjálfstæði réttarins. „Annars óska ég Jóni Steinari til hamingju og velfarnaðar í störfum,“ sagði Atli. ■ Hæstiréttur: 2 konur - 39 karlar DÓMARAR Jón Steinar Gunnlaugs- son er fertugasti og fyrsti einstak- lingurinn sem er ráðinn dómari við Hæstarétt Íslands, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu réttar- ins. Hann er jafnframt þrítugasti og níundi karlmaðurinn sem ráð- inn hefur verið í dómarastöðu frá upphafi. Einungis tvær konur hafa verið ráðnar dómarar við réttinn og báðar gegna stöðu dóm- ara nú; þær Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. ■ VOPNAHLÉ Leiðtogi nígerískra upp- reisnarmanna flaug í gær til höfuð- borgarinnar Abuja og komst að vopnahléssamkomulagi við forseta landsins. „Forsetinn hefur fullvissað mig um að engir hermenn ráðist á okkar fólk. Meðan þeir gera ekki árás gerum við ekki árás,“ sagði Mouja- hid Dokubo-Asari, leiðtogi upp- reisnarmanna á árósasvæði Níger- fljóts. Stutt er síðan hann hótaði algjöru stríði gegn yfirvöldum til að tryggja yfirráð yfir olíuauðlind- um Nígeríu og árásum á erlenda starfsmenn olíufélaganna. BÖRN VIÐ ÍSAKSSKÓLA Kennarasamband Íslands hefur ekki fengið vörslugjöld frá Ísaksskóla greidd. Forystan segir kennurum skólans hafa verið stillt upp við vegg. Þeir hafi haft val um verkfall og gjaldþrot eða að halda kennslu áfram. JENNÝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Óskar Kennarasambandinu góðs gengis í kjarabaráttu kennara. Hluti kennara Ísaks- skóla séu á almennum samningum og í verkfalli. Hinn hluti kennaranna hafi frestað verkfalli í von um betri samninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N ATLI GÍSLASON LÖGMAÐUR „Með þessari skipan hefur dómsmálaráð- herra sýnt eindreginn brotavilja og hertan ásetning gagnvart jafnréttislögum.“ GEIR H. HAARDE „Mér finnst ástæða til að breyta lögunum um skipan hæstaréttardómara, en það kemur í hlut dómsmálaráðuneytisins að skoða það í fullri alvöru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.