Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 22
Sleggjukast Eftir atburði í þingflokki Framsóknar fer ekki á milli mála hver uppáhaldsíþrótt framsóknarmanna er: sleggjukast. Hætt er við að meisturunum í íþróttinni, Hjálmari Árnasyni og Halldóri Ásgríms- syni, verði ekki fagnað af öllum liðsmönnum. Þó að þeim hafi tekist að kasta Kidda sleggju er óvíst að árangurinn verði eins mikill og þær væntu. Flokksmenn um land allt lýsa yfir stuðningi við Kristinn H. Gunn- arsson og van- þóknun sinni á atburðunum í þingflokknum. Liðsheildin Engir stjórnmálamenn hafa talað eins ákveðið um að þeir spili í liði og þing- menn Framsóknar. Þekktust er Dagný Jónsdóttir fyrir að kyngja fyrri orðum hráum til þess að spila rétt með liðinu. Engum hefur dulist að Kristinn H. Gunnarsson hefur spilað sóló í hverjum málinu á eftir öðru. Þeir framsóknarmenn sem eru hollastir forystu flokksins segja í hálf- um hljóðum að ekkert annað hafi verið hægt en að þing- m e n n i r n i r sameinuðust í sleggjukastinu. Hvar lendir sleggjan Svo eru þeir sem eru ekki vissir hvern sleggjan hittir þegar hún lendir og hver meiðist mest. Í augnablikinu virðist sem þeir sem köstuðu henni eigi mesta hættu á að skaðast. Helstu fótgönguliðar Halldórs formanns virðast eiga erfiðari leið framundan en þá dreymir um. Kannski verða þeir að standa fyrir fleiru en sleggjukasti. Konur eru ósáttar við þá, flokksmenn sumir eru undrandi og samstaða með þeim virðist þess vegna ekki mikil, utan allra innsta valdahrings. Fátæk lönd þurfa sum að reiða sig á tolla til að afla ríkinu tekna, svo að hægt sé að halda úti almannaþjónustu – skólum, sjúkrahúsum o.s.frv. Tollheimt- an kemur til af því, að aðrar tekjuöflunarleiðir eru þar illfær- ar. Það er list að leggja á skatta og gjöld, svo að vel fari, og til þess þarf ýmsa innviði, sem þró- unarlöndum hefur gengið misvel að byggja upp. Það þarf t.a.m. tölvukerfi til að halda utan um launagreiðslur, ef vel á að vera, og því er ekki að heilsa alls stað- ar í fátækralöndum, heldur eru mönnum iðulega greidd laun í krumpuðu reiðufé, og þá veltur á ýmsu um skattskil. Öðru máli gegnir um toll- heimtu, því að verðir laganna þurfa hvort sem er að stöðva fólk og farma við landamæri víð- ast hvar, og þá þykir það hag- kvæmt að nota tækifærið og leggja toll á innfluttan varning. Þannig stendur á mikilli hlut- deild tolla í tekjum ríkisins í mörgum þróunarlöndum. Enn í dag aflar Úganda helmings ríkis- tekna sinna með tollheimtu, Bangladess þriðjungs eins og Belgíska Kongó, sem heitir víst bara Kongó núna, Indland fjórð- ungs eins og Kongó hin og þannig áfram. Þó hafa flest þró- unarlönd dregið mjög úr toll- heimtu undangengin ár. Það stafar af því, að tollar eru óhag- kvæm tekjuöflunarleið: þeir hamla millilandaviðskiptum og meina mönnum með því móti að njóta þess hags, sem hægt er að hafa af viðskiptum við aðrar þjóðir. Innilokun er aldrei til góðs. Fyrir 30 árum, merkisárið 1974, námu tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum ennþá nálægt þriðjungi af heildartekjum íslenzka ríkisins. Það ár fóru toll- tekjur danska ríkisins niður fyrir 1% af heildartekjum þess, og þær sukku síðan niður í ekki neitt 1991 og hafa engar verið æ síðan. (Danir eru að vísu tilneyddir áskrifendur að sameiginlegri tollastefnu Evrópusambandsins gagnvart öðrum löndum, en tolla- tekjur Sambandsins eru lítilræði.) Hér heima voru tolltekjur komn- ar niður í 10% af heildartekjum ríkisins 1991 og hafa síðan þokazt lengra niður á við og námu aðeins 0,7% af tekjum ríkisins í fyrra. Tollar eru sem sagt hættir að skipta ríkið nokkru umtalsverðu máli. Loksins. Og úr því að svo er, þá væri auðvitað eðlilegast að afnema án frekari tafar alla tolla og að- flutningsgjöld, sem eftir eru, og leggja þá niður tollstjóraemb- ættið og aðrar tollaskrifstofur, og þá um leið yrðu einkafyrir- tæki í flutningabransanum frjáls að því að leggja niður tollskjala- gerðir sínar og þannig áfram. Við skulum tala tæpitungulaust: tollheimta ríkisins hefur um ára- tugaskeið verið plága á þúsund- um Íslendinga. Allir kaupmenn þekkja vandann og margir við- skiptavinir þeirra og einnig t.a.m. allir þeir, sem kaupa sér bækur að utan. Það þarf að fylla út tollskýrslu í hvert sinn, sem bók er keypt til landsins. Og ef aðrir munir eru fluttir inn, þá þarf að skipa þeim í tollflokk, og eyðublöðin eru svo flókin, að það er ekki vinnandi vegur fyrir aðra en sérfræðinga að fylla þau út, og þá hafa sprottið upp toll- skýrslugerðir, sem taka verkið að sér gegn ríflegri þóknun. Þessa fjárplógsstarfsemi alla væri hægt að uppræta með einu pennastriki, enda þótt vörugjöld og virðisaukaskattur séu inn- heimt af innfluttri vöru og þjón- ustu til jafns við innlenda fram- leiðslu. Innheimta þeirra myndi þó ekki kosta neina skriffinnsku, ef við gengjum inn í Evrópusam- bandið, því að þá væri jafnauð- velt að kaupa hollenzkar vörur og hafnfirzkar. Og þetta er samt ekki allt, því að í síðustu viku þurfti ég að standa í umfangs- miklum bréfaskiptum við búð á Ítalíu til að afla upprunavottorðs handa tollinum, enda þótt það stæði prentað skýrum stöfum á kassanum Product of Italy. Það væri fróðlegt að taka saman kostnaðinn, sem toll- heimtumenn ríkisins hafa lagt á þjóðina undangengin ár – fyrir nú utan allar útistöðurnar og tollastríðin. Mér er til efs, að inn- heimtukostnaðurinn sé miklu minni en tolltekjurnar, sem þeir hafa skilað í ríkiskassann. Af- nám allra tolla myndi því hafa tvo höfuðkosti. Það myndi stuðla frekar að viðskiptum við önnur lönd. Og það myndi einnig verða til þess, að tollheimtumenn, sem halda áfram að tefja og trufla Ís- lendinga í leik og starfi árið út og inn án þess að skila nokkrum umtalsverðum tekjum í ríkis- sjóð, myndu þá geta fengið sér þarfari verk að vinna. Bezt væri að afnema einnig vörugjöldin (þau námu 8% af tekjum ríkisins í fyrra), enda er ríkisstjórnin búin að lofa því að lækka skatta. Vörugjöld eru vondur skattur: þau mismuna framleiðendum, og þau eru dýr í innheimtu eins og tollar. Beini þessu hér með góð- fúslega til fjármálaráðherra. ■ 30. september 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Jón Steinar Gunnlaugsson skipaður hæstaréttardómari. Ákvörðun sem orkar tvímælis Tollheimtumenn og bersyndugir ORÐRÉTT Hallur gegn sérkennileika Sérkennilegar deilur hafa risið að undanförnu vegna skipunar dómara í Hæstarétt Íslands. Darraðardansinn hófst þegar Hæstiréttur birti sérkennilegan lista sinn og setti besta lög- mann landsins skör lægra en aðra umsækjendur. Allt er þetta sérkennilegt og dapur- legt. Hallur Hallsson álitsgjafi Morgunblaðið 29. september Kerfið gegn Keikó Í kerfinu voru litlir kallar sem höfðu uppi digurmæli um að Keikó kæmi aldrei til Íslands; fyrr skal ég dauður liggja, sagði einn hrokagikkurinn í háu emb- ætti. Hallur Hallsson hvalavinur Morgunblaðið 29. september Jón Steinar gegn kerfinu Ég snéri mér til Jóns Steinars. Lögmaðurinn brosti í kampinn og kvaðst mundu skoða málið. Viku síðar kom hann fram með lausn framhjá kerfiskörlunum. Afar snjalla lausn en samt svo einfalda og tæra. Kerfisþræl- arnir komust ekki með puttana í málið enda Keikó ekki fiskur og Hafró ekkert með málið að gera. Keikó bankaði uppá í um- hverfisráðuneytinu. Og Keikó kom. Hallur Hallsson skjólstæðingur Morgunblaðið 29. september FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG TOLLHEIMTA ÞORVALDUR GYLFASON Við skulum tala tæpitungulaust: toll- heimta ríkisins hefur um áratugaskeið verið plága á þúsundum Íslendinga. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 M eð Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæsta-rétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og ann-arra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan mál- flutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Lögmannafélagið hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir rétt- arkerfið í landinu. Það þurfi að „hrista upp“ í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómara- embættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjend- um. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnar- skylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kven- kyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagn- rýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið ein- hver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsæt- isráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráða- menn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjöl- miðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis „sendur“ í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu laga- sjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dóms- málaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tví- mælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalag- anna til rækilegrar endurskoðunar. ■ sme@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.