Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.09.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 123 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 15 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 35 stk. Tilkynningar 3 stk. Hlutir sem lífga upp á heimilið BLS. 5 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 30. sept., 274. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.34 13.18 18.59 Akureyri 7.20 13.02 18.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þeir sem heimsótt hafa Kringluna að und- anförnu hafa eflaust tekið eftir því að verið er að kynna haust- og vetrartískuna í versl- unum. Þar eru gínur úti um öll gólf og gef- ið var út sérstakt tímarit fyrir stuttu til að kynna tískuna enn fremur. Til að kóróna þessa tískudaga fékk Kringlan fyrirtækið Base Camp til að sjá um veglega tískusýningu fyrir sig föstu- dagskvöldið 24. september síðastliðinn. Base Camp er ungt fyrirtæki á uppleið sem skipuleggur stórar uppákomur, gerir sjón- varpsauglýsingar sem og að vinna til- fallandi verkefni fyrir stór fyrirtæki hér á landi og erlendis. Base Camp fékk Katrínu Hall og Ís- lenska dansflokkinn með sér í lið til að sýna tískuna á nýstárlegan máta. Katrín hannaði um það bil þriggja mínútna inn- komu fyrir hverja verslun en alls tóku ellefu verslanir Kringlunnar þátt í sýn- ingunni. Kraftmikil tónlist fylgdi með og falleg spor dansaranna heilluðu áhorfendur upp úr skónum. Fötin voru þó í aðalhlut- verki en dansflokkurinn sá um að kynna þau á eftirminnilegan og öðruvísi hátt. Ekki þarf að minnast á að sýningin gekk eins og í sögu þetta fallega föstudags- kvöld. ■ Hausttískan í Kringlunni: Fágun og frumleiki ferdir@frettabladid.is Aukaferð til Kúbu verður farin á vegum Úrvals-Útsýnar 17.-24. nóvember því uppselt er í fyrri ferðina sem auglýst var. Eyjan er fögur og innfæddir eru glaðlegir og gestrisnir. Þjóðfélagið er blan- da af áhrifum frá stoltum Spán- verjum sem ríktu á fyrri öldum, þrælum frá Afríku og frumbyggj- um af indíánakyni. Krónufargjald fyrir börn innan við 12 ára er fjölskyldutilboð hjá Flugfélagi Íslands sem gildir til 24. október - aðra leiðina. Við krónuna bætast reyndar 333 krónur í skatta og tryggingargjald. Börnin verða að vera í fylgd með fullorðnum sem bókaðir eru á netinu um leið og þau. Veffangið er www.flugfelag.is Christian Dior er með sérstaka kynningu í brottfararsal Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar til 4. október. Meðal þess sem þar er kynnt er Pure Poison dömuilmur frá Dior. Skallagrímsgarður í Borgarnesi er einn þeirra skrúðgarða sem nú skarta sínu fegursta í haustlitun- um. Hann er í alfaraleið þegar ekið er um Vesturlandið og þar er upplagt að staldra við. Þarna eru nokkur listaverk innan um gróð- urinn, meðal annars gosbrunnur eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal og höggmynd eftir Ásmund Sveinsson sem nefnidst Óðins- hrafninn. Í Skallagrímsgarði er Eg- ill Skallagrímsson heygður með hesti sínum, vopnum og smíða- tólum. Óvissuferðir í einhverju formi eru sívinsælar, að sögn þeirra sem skipuleggja slíkar ferðir hjá ovissuferdir.is Þar er reynt að klæðskerasauma ferðir eftir þörf- um viðskiptavina og að sögn starfsmanns eru möguleikarnir óendanlegir. „Það fer bara eftir því hvernig hópurinn er,“ segir hann þegar hann er beðinn að lýsa ferðum. Söngstund með þekktum poppara, fjörufjör, hella- skoðun, sveitafitness og margt fleira furðulegt er í boði og ekki má gleyma karaokestemningunni í rútunum. Listræna tilburði vantaði ekki hjá dönsurunum þegar þeir skörtuðu sínu fínasta í haust- og vetrartískunni. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég týndi því ekkert, ég bara svona þú veist hætti að halda á því. M. Benz ML270 CDI árg. ‘00, ekinn 105 þús. km. Óaðfinn- anlegur bíll í toppstandi. Topplúga, 20” álfelgur, aukadekk á felgum fylg- ja. Verð 3,5 mill. Áhvíl 3 mill. Uppl. í s. 693 9030. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Indverskur fatnaður: Glitrandi litadýrð Indverskur fatnaður er nú til sölu á Íslandi, sem eykur talsvert á fjöl- breytni í fataúrvali landans. Fatnaður- inn er mjög litríkur og fallega skreyttur og hægt að nota við ýmis tækifæri. Valgerður Shamsudin, sem sér um sölu og innflutn- ing á fatnaðinum ásamt Salim eig- inmanni sínum, segist sjálf hafa notað indversk- an fatnað mikið og veki það at- hygli hvert sem hún komi. Það varð til þess að hún ákvað að selja hann hérlendis en hún telur að þetta sé fatnaður sem ís- lenskum konum ætti að líka vel. Fötin eru seld saman í setti sem er mussa, útvíðar buxur og sjal og er það selt á 6.500 kr. Valgerður segir að hægt sé að nota settið saman en einnig sé hægt að blanda muss- unni eða buxunum saman við aðrar flíkur. Hún segir þetta sérstak- lega henta þeim konum sem vilja meiri liti í fatnaði og sé skemmtileg til- breyting frá hinum hefðbundnu svörtu og hvítu flíkum. Fatnaðurinn er laus og þrengir ekki að þannig að manni líður vel í honum og getur hann hentað óléttum konum vel. Fatnað- urinn er til sölu í gegnum heimasíð- una www.sim- net.is/salim en fólki býðst einnig að koma til Valgerðar og Salim til að máta fötin. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.